Vikan


Vikan - 22.11.1962, Side 42

Vikan - 22.11.1962, Side 42
YOKOHAMA er elzti hjólbarðaframleiðandi Japans og býður því upp á mikla reynslu í gerð hjólbarða. YOKOHAMA framleiðir hjólbarða og slöngur fyrir allar gerðir bifreiða — bifhjóla, landbúnaðarvéla o. s. frv. MARGAR GERÐIR _ MÖRG MYNZTUR. YOKOHAMA TRYGGIR GÆÐIN, YOKOHAMA Einkaumboð: ASÍUFÉLAGIÐ H.F. Hafnarstræti 11. Keykjavík. Sími 10620 -IVenJU ClPöUMu DI/ > N Drnumspakur niaí'nr rppfiiir (InuiTn;i fyrir lesendur Vikunnar. Kæri draumaráðningamaður. Mig langar til að fá ráðningu á draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst koma til mín gamall maður, sem hét Guðmundur (var góður vinur minn en er dáinn fyrir nokkrum árum). Mér þótti hann vera mjög illa á sig kominn, var á nærfötunum, berfættur og haltur, og ég fann að hann þurfti hjálpar minnar við, svo ég hleyp til hans og legg handlegginn utan um hann til að styðja hann og þá vill hann endilega þarna inn i hús (sem raunverulega er ekki til). Þar var brattur útistigi og mér fannst ég styðja hann upp stigann og nið- ur aftur (ekki vissi ég hvað hann var að gera þarna inni). Svo fannst mér ég endilega þurfa að koma hon- um heim til mín, en þá sé ég að það er mýrarfen ailt í kring um húsið, en mér finnst ég velja beztu leiðina yfir og þá náði vatnið okkur í kálfa og þegar við komum yfir lít ég við og sé greinilega slóðina okk- ar í vatninu og myndar hún V. Við héldum svo áfram heim að húsi sem við göngum framhjá og sé ég^mig. Mér fanst ég vera á stað þar þar dóttur mína hágrátandi úti íjjlsem ég kannaöist elcki viö mig og glugga. Mér þótti ég sleppa Guð- þar átti ég að sofa, alein. En ég gat 42 VIKAN mundi og fara til liennar og vita hvað sé að. Þá sé ég að herbergið sem hún er i hefur verið notað sem fjárluis. Ég þóttist vita að hún hefði haft þetta herbergi, en það hefði verið tekið af lienni undir kindur og af því sé hún að gráta, en ég finn að ég get ekkert gert fyrir hana, svo ég sný mér aftur til Guðmundar en um leið og ég tek utan um hann sé ég að þetta er maðurinn minn og ég er mjög hissa á því að sjá hvað hann er orðinn mikill vesalingur, og hugsa um.það eitt að koma hon- um heim, og við það vakna ég. Vonast eftir ráðningu sem fyrst. Mdð fyrirfram þökk. Lóa. Svar til Lóu: Tákn þessa draums eru öll fremur erfiðs eðlis og benda til erfiðleika hjá þér í framtíðinni. Svo virðist, sem einhver fjöl- skyldumeðlima þinna eigi eftir að verða fyrir veikindum og erf- iðleikum í sambandi við það, að öllum líkindum er hér um eigin- mann þinn að ræða, þar eð gamli maðurinn, sem hét Guðmundur í lifanda lífi breyttist í mann þinn. Mýrarfenið og bleytan, sem þið óðuð í, er talið tákn veikinda og þar sem bleytan umkringdi hús þitt, er ekki ósennilegt að fleiri af fjölskyldumeðlimunum ver.ði fyrir einhverjum skakka- föllum. Iíæri draumaráðandi. Viltu ráða þennan draum fyrir fengið manninn minn til að vera hjá mér yfir nóttina, en þó var hann mjög tregur til þess. Rétt á eftir sá ég hús og vissi ég að maðurinn minn var að byggja það og hafði ég ekki vitað um það fyrr, og þá stóð það rétt hjá húsinu okkar. Var hann búinn að byggja kjallara og eina hæð og þar var hann að setja á stofn verzlun. Hann sagði mér frá þessu, en ég fann að ég var eklci með í þessu, en mundi líklega verða það 'síðar. Svo sá ég hann bera kol í fötu inn í húsið og vissi ég að hann var að fara að hita upp ibúð- ina og þar ætlaði hann að fara að njóta kvöldsins. Ég var mjög hrif- in af þessu þó ég væri töluvert leið yfir að vera útskúfuð og mest hrif- in af að það væri svona mikill dugn- aður í manninum að koma upp verzlun. Með fyrirfram þakklæti. Hugsandi eiginkona. Svar til hugsandi eiginkonu: Ég áht að draumur þessi sé ekki í sambandi við neitt í þá áttina að eiginmaður þinn sé að fara á bak við þig eða að hyggja á skilnað, þannig að þú verðir að sofa ein. Hins vegar merkir þessi draumur að mínu áliti og svo er um marga hliðstæða drauma að maður þinn eigi vísa velgengni við eitthvað það verk- efni, sem hann kann að vera upp- tekinn við eða að byrja á nú um þessar mundir. Kæri draumaráðandi. Viltu gjöra svo vel að ráða þenn- an draum fyrir mig. Mér fannst ég vera á leið upp stórar og breiðar tröppur, ég var með breiðan ein- baug á hendinni og fannst mér hann skína langar leiðir út frá sér og var ég mjög hamingjusöm. Þá verð ég vör við hreyfingu rétt hjá mér og lít við, en þá er þar komið ungt tigrisdýr og ræðst það á mig, og ég veit strax að það ætlar að ná hringnum af mér. 'Það klórar mig í höndina þar sem hringurinn er og það koma Ijótar rispur og djúp- ar eftir klær þess. En þegar það sér að það getur ekki náð hringn- um af þá fer það að verða vinalegt og sleikir sárin og þá hverfa þau en í staðinn koma falleg hvít ör. Nú held ég áfram upp stigann og dýrið á eftir mér eins og tryggur rakki, en alltaf leit það óhýrum augum til hringsins. Svo kernst ég á leiðarenda, sezt þar á stól og dýrið leggst við fætur mér. Með kærri þökk fyrir ráðninguna. Ein forvitin. Svar til Einnar forvitinnar: Einbaugur sá er þú barst á fingri þér er merki um ástaræv- intýri, sem staðið getur lengri eða skemmri tíina hjá þér. Hins vegar er sýnilegt að það eru fleiri sem áhuga hafa á þér því einhver tilvonandi biðill þinn birtist í líki tígrisdýrs í draumi þínum og vill losa þig við fing- urgullið eða meðbiðilinn með öðr- um orðum. Svo er að sjá, sem kærleikar takist með ykkur með tímanum, þrátt fyrir að byrjunin hafi ekki verið upp á hið allra bezta.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.