Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 7
rifinu sinu og konan afS sínum betri
helming. Hagmæltir karlmenn, sem
ekki hafa fundiS rifið sitt holdi
klædda, yrkja um hörmungar þessa
rifjaleysis:
Kvenmannslaus i kulda og trekki
kúri ég volandi.
Þetta er ekki, ekki, ekki,
ekki þolandi.
Og aðrir kvarta undan þránni:
ge-rist þar sem kvenfólk sýslar um
hluti og kvenleg umhyggja ræður
rikjum. Undirritaður minnist þess
með hrolli, er hann var ógiftur að
rolast eftir aS föðurhúsum sleppti.
íbúðin var eitt herbergi, alltaf inni
i íbúð hjá öðrum, og svo hljóðbært,
að ekki var hægt að komast hjá því
að vita af hverri hreyfingu annarra
íbúa íbúðarinnar. í þessum skons-
um var ekki einu sinni aðstaða til
þess að hita sér kaffi, og ef unnið
Séð inn í eldhús Lárusar.
LÁRUS INGÓLFSSON
Mín þrá er sem úthafsins alda,
sem ólmast við hrynjandi sker.
Sætleiki kvenholdsins sverfur,
siðferðisbjargið í mér.
Öðru vísi er hljóðið í þeim, sem
hafa fundið sína helft. Þeir heita
henni trúnaSi og ást, hvað sem yfir
dynur:
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber
steinar tali og alt hvað er,
aldrei skal ég gleyma hér.
‘'l
Samt er það nú svo, aS margir lifa
langa, viðburSaríka og hamingju-
sama ævi, án þess að finna nokk-
urn tíma rifið sitt. AS óreyndu gæti
maður haldið, að hýbýli þeirra og
umgengni væri frábrugðin þvi, sem
var fram yfir hálf tólf á kvöldin,
var ekki um annað að ræða en fara
svangur í bólið. Einu sinni þurfti
ég að vaka yfir nótt við að ljúka
ákveðnu verki, og um þrjúleytið var
sulturinn farinn að segja illilega til
sín. Þá varð það mér til bjargar,
að ég átti súpupakka, sem ég hafði
fengið á hlutaveltu, og hafði nú ekki
önnur ráð en að byrja að maula í
mig duftið. Þetla var súpa fyrir
átta, og hún smakkaðist prýðilega,
]mtt ósoðin væri, og sultarverkirnir
hurfu.
En það er ómögulegt að miða ævi-
kjör ógiftra manna almennt viS
holuhokur stráka, sem hirast ein-
hvers staðar í nokkra mánuði eða
ár, þar til einhver elskan miskunn-
ar sig yfir búslagið og tekur mann-
inn að sér. Þeir, sem búast við því,
að þeir liitti sina útvöldu á morgun
eða hinn daginn og hugsa ekki um
kvenfólk sem Jónu eða Gunnu, held-
ur sem möguleg eða ómöguleg efni i
ektamaka, leggja ekki mikið í það
að koma sér þægilega fyrir og
nostra í kringum sig. Hinir, þeir
sem fella sig bezt við það að vera
cngri háðir og öllum frjálsir, haga
sinu búskaparlagi i samræmi við
það og reyna að lcoma sér fyrir
eins og bezt hentar aðstöðu þeirra
í lífinu.
Þessi munur er glöggt sýndur í
kvikmyndinni 79 af stöðinni. Annars
vegar kompa Ragnars á Lindargöt-
unni, óvistleg og fráhrindandi,
])röng og allt í óreiðu, og hins vegar
rúmgóð og hreinleg ibúð Guðmund-
ar. Annars vegar er ungur maður,
sem lifir fyrir líðandi stund, og
treystir því, að þetta ástand sé tíma-
bundið, en hins vegar maður, kom-
inn á miðjan aldur, rólegur og sátt-
ur við sitt líf.
Þar sem mikill meirihluti ís-
lenzkra karlmanna hefur fundið sér
rif, og kann þvi takmörkuð skil á
heimilisháttum þeirra, sem eru sjálf-
um sér nógir og kosið liafa að
þramma sina ævibraut án sam-
fylgdar konu, datt okkur í hug, að
gaman væri að heimsækja noklcra
ókvænta karlmenn — piparsveina,
eins og þeir eru gjarnan kallaðir, og
kynnast þvi, hvernig þeir búa. Við
sömdum lista yfir 25—30 pipar-
sveina, og höfðum svo samband við
þá. Okkur datt ekki í hug, að menn-
irnir gætu haft neitt á móti þessu,
en það fór á annan veg. Sumir töldu
Framhald á næstu síðu.
yiKAN 7