Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 25
eitthvað .. . hafi komið fyrir hana?“
„Hún hefur sennilega leitað skjóls
í flakinu.“
„Vitanlega,“ greip Prowse fram í.
„Hún bíður þar af sér élið. Það er
varla ratljóst eins og stendur.“
„Hún er ekki eins þrekmikil og
hún á að sér,“ mælti Greatorex enn.
„Ætli þar sé ekki likt komið með
okkur öll,“ sagði Provvse. „Fjandinn
hafi það.“
Surrey leit með áhyggjusvip á
Dahl. „Kannski ég fari og svipist um
eftir henni?“ sagði hann og reis
seinlega á fætur.
„Nei,“ svaraði Dahl. „Fg fer sjálf-
ur.“
Greatorex varp öndinni léttara.
„Það er fallega gert, Lincoln,“ mælti
hann lágt.
„Þú þarft ekki að halda, að Það sé
fyrir þín orð,“ hreytti Dahl út úr
sér um leið og hann fór.
ALISON lá á grúfu í snjónum,
þegar Dahl kom að henni. Hún var
magnþrota og því sem næst meðvit-
undarlaus. Langa hríð hafði hún .bar-
izt við sjálfa sig í huganum; hún yrði
að rísa á fætur og halda áfram ferð
sinni, en hún var svo örmagna um
leið og henni leið svo undarlega vel,
að það freistaði hennar til að halda
lengur kyrru fyrir þar sem hún var
komin.
Og svo heyrði hún Dahl kalla;
„Alison . .. Alison ...“
Rödd hans vakti hana að vísu til
aukinnar meðvitundar, en þegar hún
reyndi að hreyfa sig, hafði hún ekki
mátt til þess. En það skipti ekki svo
miklu máli nú, fyrst .Dahl var kom-
inn. Hún reyndi að létta undir við
hann, þegar hann reisti hana á fæt-
ur, og fann loks yl hríslast um sig
alla, þegar hún hallaðist að barmi
hans.
„Alison .. .“
Hún ,sá nú andlit hans skýrt,
skeggjað og torkennilegt, en engu að
síður vakti það með henni ósegjan-
legan fögnuð. Hún fann varir sinar
hreyfast, vissi að þar hafði myndast
bros.
„Það \rar gott að þú kornst," hvdsl-
aði hún.
Ósjálfrátt þrýsti hann henni fast-
ara að sér.
„Þú .... Þú mátt ekki meiða
mig . . . . “
„Fyrirgefðu . ..." Hann hafði ekki
hugmynd um hvað hann átti að
segja. „Alison .... Ég er feginn, að
ég skyldi finna þig .... “
Hún var orðin mun styrkari. Það
var eins og þrekið streymdi frá hon-
um um harta alla, og hún vildi helzt
mega hvíla í faðmi hans eins lengi
og frekast væri unnt.
„Hvers vegna ertu þá að gráta?“
spurði hún.
„E'r ég að gráta?“
Hún kinkaði kolli. „Já .... en
hvers vegna?“
„Vegna þess að ég hef fundið þig
og það hefur ekki neitt alvarlegt
komið fyrir þig,“ svaraði hann, en
dró svo óðara í land. „Hugh gamli
var orðinn svo hræddur um þig. Þess
vegna fór ég að leita . ..“
ÞAÐ SNJÓAÐI fram á nóttina, og
þegar Provv'se leit út um morguninn,
varð honum að orði, að nú yrði mað-
ur að spenna á sig snjóþrúgurnar
aftúr.
Alison hreyfði sig í svefnpokanum
og opnaði augun.
Dahl horfði á hana, og mælti ákveð-
inn í róm: „Liggðu kyrr fyrir. Hugh
DAHL VARÐ GRIPINN ÁKAFRI
GEÐSHRÆRINGU. HANN DRÓ HÆGT
OG GÆTILEGA AÐ SÉR HÖNDINA.
„í ÞETTA SKIPTI,“ SAGÐI HANN,
„ÆTLA ÉG LÍKA AÐ BIÐJA ...“
getur sinnt Því, sem gera þarf inni
við.“
Hún brosti við honum, föl og tek-
in. „Já, Lincoln."
„Sjáðu um að hún fari ekki á fæt-
ur, Hugh,“ sagði Dahl.
Greatorex kinkaði kolli og brosti
til Alison.
Prowse sagði: „Það er dagurinn
minn í dag að vitja um snörurnar,"
sagði hann. „Það er bezt að ég fái
marghleypuna, Des.“
Surrey spennti hylkið frá beltinu
og rétti honum. „Ég er þá farinn,“
sagði Prowse og gekk út.
„Taktu lífinu með ró, telpa mín,“
sagði Surrey við Alison um leið og
hann gekk út og stefndi niður að
ánni.
Dahl dró upp rennilásinn á storm-
blússu sinni og hafði ekki augun af
Alison. Hún leit betur út, en hann
vissi að einungis næringarauðug fæða
gat læknað hana og veitt henni aftur
þrek og fjör. Hann gekk yfir að bálki
hennar, og staðnæmdist þar; veittist
örðugt að yfirgefa hana, og það sótti
á hann kvíði, sem nálgaðist hugboð.
„Þreytt enn?"
„Dálitið máttfarin," sv'araði hún.
„Nú hef ég heppnina með mér í
dag,“ hét hann henni. Hann lagði
lófann á enni henni til að komast
að ráun um hvort hún hefði hita,
og var því feginn, er hann fann að
svo var ekki.
„Lincoln," hvíslaði hún.
Hún dró höndina upp úr svefnpok-
anum og hélt lófa hans að enni sér.
Fingur hennar voru langir og magr-
ir. Það fór titringur um varir henni,
hún dró hendi hans að munni sér og
kyssti hann í lófann.
Dahl varð gripinn ákafri geðshrær-
ingu. Hann dró hægt og gætilega að
sér höndina. „1 þetta skipti,“ sagði
hann, „ætla ég líka að biðja ...“
Hún var orðin ískyggilega mögur,
en sú breyting hafði orðið smám
saman undanfarna mánuði, svo hann
hafði ekki veitt þvi athygli fyrr en
nú, þegar hann bar hana saman við
sjálfa sig, eins og hann mundi hana
fyrst Þegar þau kynntust. Og nú fann
hann, að ekkert vildi hann heldur, en
bera gæfu til þess að hún öðlaðist
aftur þrek og þrótt.
Hann laut allt í einu að henni
og snart munn hennar létt vörum
sínum. Og þegar hann fann hvernig
þær skulfu, vildi hann helzt af öllu
njóta þeirra sem lengst, en þorði það
ekki, fannst sem hann handléki ör-
þunnan og brothættan kristal. Hann
gekk hratt á dyr og dirfðist ekki
líta um öxl.
ÞEGAR hann gekk út með ánni,
mílu vegar vestur af kofanum, sá
hann rjúpnaslóðir í snjónum. Hann
minntist hvers hann hafði heitið Ali-
son, rann í slóðina og hélt byssunni
skotbúinni. Þegar hann kom út úr
rjóðrinu, lenti hann í miðjum hópn-
um, sem flaug samstundis upp, en
hann var því ekki óviðbúinn og
hleypti af, hafði tvær í skoti, en þar
með vöru rjúpurnar líka úr augsýn.
Nokkurt andartak \'ar hann í vafa
um hvort heldur hann ætti að fara
beint heim með rjúpurnar eða elta
hópinn, en hugsaði með sér að Alison
veitti sannarlega ekki af hressandi
næringu sem fyrst og það réði úr-
slitum. Hann þreif rjúpurnar upp úr
mjöllinni og sneri heim.
Hann fór þó aðra leið til baka, i
þeirri von að hann kynni að rekast
á einhverja bráð. Hann hafði ekki
lengi gengið, þegar hann heyrði vein
í dýri og snarstanzaði til að átta sig
á hvaðan hljóðið kæmi. Sennilega
héri í tófukjafti, hugsaði hann með
sér, en um leið kom hann á slóðina
eftir snjóþrúgur Prowse. Skammt
frá kom hann á slóð hérans, og loks
lágu þær saman, og þegar hann kom
að gildrunni, var greinilegt af um-
merkjum hvað gerzt hafði. Hérinn
hafði værið í gildrunni þegar Prowse
bar að; hann sá það á sporunum
eftir snjóþrúgurnar, að Prowse hafði
tekið hann úr gildrunni, og nokkrum
skrefum fjær sá hann alistóran blóð-
flekk á snjónum — Prowse hefur
brugðið hnífnum á háls honum, hugs-
aði Dahl, og var hinn ánægðasti.
Þetta ætlaði að verða óvenju feng-
sæll dagur.
En þegar hann hafði enn farið
nokkurn spöl, sá hann hvar Prowse
hafði beygt þvert af leið í stað þess
að halda heim að kofanum. Einkenni-
legt, hugsaði Dahl, ekki gat Provvse
vitað annað en að hérinn væri hið
eina til matar. En hvað um það,
Prowse hlaut að skila sér undir há-
degið. Kannski vrar hann einungis að
svipast um eftir viðbótarbráð.
Og Dahl hraðaði sér heim til Ali-
son.
TÆPRI klukkustundu síðar sá
hann Alison bera tæplega soðna
rjúpubringuna að vörum sér. Sá að
bliki sló á augu henni, þegar hún
tuggði bitann og eftirvænt.inguna I
svip hennar eftir næsta bita. Fingur
hennar voru ataðir út í feiti og feiti-
baugur um munninn. „Ég veit að
það er ekki sjón að sjá mig,“ sagði
hún afsakandi, þegar hún vrnrð þess
vör að Dahl hafði ekki af henni
augun.
„Er þetta mér að kenna? spurði
hann sjálfan sig. Er það mín sök
hvernig komið er fyrir henni? Skvn-
semin sýknaði hann, en tilfinning-
arnar dæmdu hann sekan. Hann hafði
brugðizt Þeirri skyldu að afla nægra
vista, enda þótt hann yrði ekki sak-
aður um vetrarhörkurnar. Og um
leið hlaut hann að viðurkenna þá
staðreynd, að þrengingum þeirra
væri langt frá lokið. Hann kynni við
og við að rekast á fáeinar rjúpur,
eins og einn broddgölt og héra; nóg
til að sefa sárasta hungrið og halda
í þeim lífinu, en aldrei nóg til þess
að þau gætu etið sig mett og safnað
kröftum á ný.
Og þegar hann fór að hugleiða
þetta, varð hann allt i einu gripinn
ofboðslegri hræðslu. Ef veiðiheppnin
brygðist honum nú algerlega um hrið,
þá stóð hungurvofan við hvern bálk
í kofanum, og hann þurfti ekki annað
en að líta á Alison til þess að fá úr
því skorið hvert þeirra hún mundi
helga sér fyrst. Hann varð, hvað sem
það kostaði, að verða þeim úti um
Framhald á bls. 39.
VIKAN 25