Vikan


Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 24

Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 24
„Þú um það," varð Prowse að orði. „Þessi gamli refur", sagði hann og leit til þeirra hinna. „Hann drepur okkur áreiðanlega öll af sér. Það megið þið vera viss um“. Greatorex stundi enn. Dahl var það ijóst að hann yrði að gera eitthvað til að slíta þessu orðaskaki þeirra, áður en verra hlytist af. I rauninni var vist ekkert þeirra fyllilega með sjálfu sér, hugsaði hann. Það var þvi vandi að hitta ráð, sem óhætt var að beita, þannig að ekki gerði illt verra. I sömu svifum veitti hann því athygli, að Surrey kinkaði kolli til hans, rétt eins og hann færi nærri um hvað hann væri að hugsa. „Þið talið eins og þið séuð gengnir af göflunum, báðir tveir", sagði Surr- ey og brosti glaðlega, þegar hann leit til þeirra, Prowse og Greatorex gamla. Hann gerðist nú magur í vöngum, eins og þau hin, og vangarnir voru allir þaktir rispum eftir sápulausan rakstur með bitlausum blöðum. Hann sat enn kyrr á góifinu fyrir framan ofninn, með krosslagða fætur, en dró marghleypuna, sem hann bar stöð- ugt á sér eftir að Dahl fann hana á ísnum, úr hylkinu, eins og af rælni. Hann iyfti henni það hátt, að skinið frá eldinum glampaði á hlaupi hennar, mælti siðan lágt og vingjarnlega: „En það get ég sagt ykkur, að hvor ykkar sem verður fyrri til að minnast á hungur hér eftir, skal njóta þeirra forréttinda að þurfa aidrei að minn- ast á það framar". Hann sagði þetta lágt og rólega, eins og ekkert væri um að vera. Prowse fór að hlægja, en hlátur hans var óstyrkur. „Þú þarft ekki að vera í neinum vafa um það, kunningi, að ég meina þetta", sagði Surrey rólegur eins og fyrr. Dahl starði á Surrey, hrifinn af öryggi hans og festu, en ekki sérlega undrandi. Hann var svo sljór orðinn, að allt sem fram fór, var honum á vissan hátt fjariægt, kom honum sjáif- um ekki beinlínis við. En hann vissi það samt, að Surrey var maður, sem hann mátti treysta og stóð með hon- um. Það var eins og þeir hefðu allt i einu fundið hvor annan, og Dahl vissi að þar var um gagnkvæman skilning að ræða. En uppsöluherping- urinn sagði enn til sín og Dahl varð að hraða sér út. Þegar morgunverði var lokið, þótt- ist Dahl viss um, að hann hefði endur- heimt nokkuð af sínu fyrra þreki; hirti hins vegar ekki um að hugleiða hvort heldur það stafaði af þvi, að hann hefði i rauninni fengið einhverja næringu, eða hinu, að hann tryði því. Hann vissi einungis það, að það að hafa steikt skinnið í munni sér og jóðla á þvi, veitti honum svo dýrlega fullnægingu, að ekki varð með orð- um lýst. Og þegar honum heppnaðist það svo fyrir hádegi, að skjóta brodd- gölt ofan úr tré í fyrsta skoti, varð hann svo viss um að nú væri lokið þeirri óheppni, sem virtist hafa elt hann að undanförnu, að það var eins og hitastraumur færi um hann allan. Kannski erum við þegar komin yf- ir örðugasta hjallann, hugsaði hann með sér. Hann svaf að minnsta kosti rólega og áhyggjulaust næstu nótt. E'n næstu vikurnar komst hann hins vegar að raun um að allt sat við sama. Hungrið vofði stöðugt yfir, og veiðin var aidrei meiri en svo, að hún nægði til að draga úr sárasta sultinum í bili. Um miðjan apríl gerðist svo hlýtt á daginn, að vatn settist ofan á ísinn á vatninu, en iagði þó jafnan á næt- urnar. Að öilum likindum varð isinn undir sifeilt frauðkenndari, en um það varð ekki vitað með- neinni vissu. Nú snjóaði sjaldnar en áður, en ofan á hverju snjólagi myndaðist nýr gler- ungur eftir sólbráðina á daginn og frostið á næturnar, svo alltaf varð erfiðara fyrir Alison að grafa eftir berjum og skófum. Hún lét Greatorex nú um innistörfin, að svo miklu leyti sem hann var þess umkominn, en dvaldist sjálf úti við í leit að einhverju ætiiegu. Hún leit líka eftir snörun- um, og var þar sýnu heppnari en Prowse. Hún sparaði það litla, sem um var að ræða, af enn meiri natni og að- gætni en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir strangleika hennar og óbilandi réttlætiskennd kom það fyrir að hún hafði skammt Dahls heldur rííari en hinna, en dró þá af sinum, og sætti jafnan lagi, að öruggt væri að eng- inn hinna tæki eftir því, og sízt Dahl sjáifur. Hún afsakaði þetta athæfi sitt með þvi, að þau ættu öll líf sitt undir þvi komið, að Dahl entist þrek og heilsa, en fann þó undir niðri, að það var ekki full skýring. Einhvern tíma vetrarins, hún vissi ekki hvenær, hafði ruglingúr komizt á dagatalið hjá henni, svo hún vissi ekki nákvæmlega hvað timanum leið. Það var komið fram í siðustu viku aprílmánaðar, hugsaði hún með sér, en nær þvi gat hún ekki komizt. Skýjabakka hafði dregið fyrir sól snemma dags. Það ieit heizt út fyrir rigningu, þótt siikt væri ósennilegt um þetta leytið. Greatorex iá á bálki sinum og stundi lágt. Hún fann augu hans hvíla á sér, hvað sem hún hreyfði sig, eins og venjulega. „Ætlarðu út?“ spurði hann eins og litill drengur, sem er hræddur við að vera skilinn einn eftir inni. Hún kinkaði kolii.' „Lampinn er þurr“, svaraði hún. „Ég ætla að skreppa eftir benzini”. Karl reis upp og settist fram á bálkinn. „Það kemur ekki til mála að þú farir út að flakinu", sagði hann. „Láttu lampaskrattann eiga sig“. Síðustu vikurnar höfðu gert hann að gamalmenni. Hann var siginn í vöngum, hreyfingarnar titrandi og fálmkenndar, hvarmarnir rauðir og þrútnir. Hann hafði nærri lokið úr annarri viskýflöskunni, fékk sér smá- sopa á hverjum degi, en var loks hætt- ur að trúa á lækningamátt áfengisins og lét það eiga sig. „Ég verð ekki lengi", svaraði Ali- son. „Klukkustund i mesta lagi. Það væsir ekki um þig á meðan". Hann hristi höfuðið, renndi sér fram af bálkinum og stóð á góifinu frammi fyrir henni, titrandi og óstyrkur. „Ég óttast ekki um sjálfan mig, það er ekki það“, maldaði hann í móinn. „Það ert þú sjálf, sem ég óttast um. dóttir góð. Það er ekki nokkurt vit að þú farir þetta ein, ekki þrekmeiri en þú ert orðin. Ég fer með þér“. Hún gekk að honum, tók um arm honum og ýtti honum aftur upp á bálkinn, bliðlega, en þó með festu. „Vertu ekki að þessari vitleysu", sagði hún vingjarnlega. „Nú liggur þú þarna rólegur og gætir þess að reyna ekkert á þig, þangað til ég kem aftur". Hvitt hár hans var eins og flóka- berði. Hann hafði ekki hirt um það lengi að bera greiðu í hár sér. Hún greiddi það gætilega með fingrum sín- FRAMHALDSSAGAN 14. HLUTI EFTIR LAWRENCE EARL um og klappaði honum siðan á koll- inn. „En . . . dóttir góð .. . stundi hann með grátstaf í röddinni. „Vertu nú stiiltur og góður, Hugh", sagði hún Svo tók hún benzínbrúsann og gekk út. Það var miklu hlýrra en hún bjóst við. Hún afréð að ganga bein- ustu ieið að flakinu, i stað þess að fylgja ánni og síðan strönd vatnsins. Vitanlega var mýrin gaddfreðin, og það sparaði henni bæði tíma og á- reynslu að fara beint yfir hana. Hún hafði ekki gengið nema í tiu minútur, þegar hún komst að raun um hvers vegna var svona hlýtt, þvi að allt í einu var komin hundsiappa drífa og máði óðara brott aiit lands- iag og kennileiti, en flygsurnar sett- ust á andlit henni og gerðu henni óhægt að sjá íram, svo hún skyggði hönd fyrir auga. Hún starði út í dríf- una, og um leið fann hún setja að sér svima og magnieysi. Hún vissi það síðast, að hún hneig niður og svalt myrkrið umlukti hana. Dahl hætti veiðunum og sneri heim- leiðis um leið og byrjaði að snjóa. Hann átti ekki annars úrkosta, því að drífan var svo þétt, að hann sá vart faömslengd framundan. Þegar hann kom heim undir kofann, hugs- aði hann sér að halda af stað aftur um leið og upp stytti, því að þá yrði slóð hverrar skepnu auðrakin. Hann gekk inn fyrir. „Alison ...“ mæiti hann. En það var Greatorex, sem varð fyrir svörum. „Hún er ekki hérna". Dahl þagði við. Hann hafði ekki yrt á Greatorex gamla síðan hann komst að raun um að hann var valdur að hvarfi súkkulaðistanganna. Hann vissi það iika, að karl var hræddur við hann; ef til vill gerði sektarmeð- vitundin þar líka sitt tii. „Lincoln", mælti Greatorex gamli bænarrómi, en þagnaði við, þegar hann sá að Lincoln lét sem hann heyrði hann hvorki né sæi. Stundarkorni siðar komu þeir inn, Surrey og Prowse, en ekkert sást til ferða Alison. Dahl var nú íarin að óttast svo um hana, að hann ákvað að láta sig hafa það að yrða á karlinn. Nefndi Alison nokkuð hvert hún ætlaði?" spurði hann. „Já,“ svaraði Greatorex gamli alls- hugar feginn. „Hún ætlaði út að ílakinu að ná í benzín." „Hvenær fór hún? Löngu áður en ég kom inn?“ Greatorex sagði honum það og bætti siðan við; „Hún vildi ekki fyr- ir nokkurn mun þiggja að ég kæmi með sér. Ég margsagði henni, að hún mætti ekki fara ein.“ Dahl sá skelf- inguna í augum hans. „Heldurðu að 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.