Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 41
nýtt merki
iDoniiie
ný snið
Heildsölubirgðir: E. Valdemarsson
og Hirst h.f. Sími 38062.
prj. með mynztri eftir skýringar-
myndinni, prj. þá 1 umf. með
brugðnu prjóni frá réttu. Aukið
nú út 14 1. með jöfnu millibili.
Prjónið sléttprjón, og aukið út 1 1.
í hvorri hlið, í 10. hv. umf., 6 sinn-
um. Nú eru 76 1. á prjóninum. Þeg-
ar stykkið mælist um 18 cm (mátið
hæfilega ermarlengd) er fellt af
báðum megin fyrir handvegum 3 1.,
2 1. og 3 sinnum 1 1. Þegar stykkið
mælist 20 cm eru prj. saman önnur
og 3ja hver lykkja, 20 sinnum, með
jöfnu millibili. Látið 40 1. sem eftir
eru á öryggisnælu. Prjónið aðra
ermi eins.
Herðastykki: Prjónið nú á hring-
prjóninn 32 1. af afturstk., 40 1. af
annarri erminni, 62 1. af framstk.,
40 1. af hinni erminni og 34 1. af
hinum helmingi afturstykkis, í allt
208 1.
Prjónið nú 1 umf. sl. frá röngu
og síðan 11 umf. sléttprjón. Mynzt-
urbekkurinn (7 umf.), er prjónað-
ur í miðju þessara 11 umf. Prjónið
lykkjurnar á jöðrunum að aftan,
áfram með garðaprjóni alla leið
að hálsmáli. Takið nú úr 22 1. í einni
umf. með jöfnu millibili, þá eru 186
1. eftir á prjóninum og þær síðan
prjónaðar með stuðlaprjóni 1 1. br.
og 3 1. sl. (frá réttu) 8 umf. Takið
þá úr frá röngu þannig: * 1 1. sl., 2
1. br. saman, 1 1. br. * endurtakið
frá * til * umf. á enda. Prjónið 6
umf. 1 1. sl. og 2 1. br. og takið þá
úr með því að prjóna saman
brugðnu lykkjurnar frá röngu, þá
eru 96 1. á prjóninum. Prjónið nú
4 umf., 1 1. sl, og 1 1. þr. Takið þá
úr 14 1. með jöfnu millibili, þar til
lykkjurnar verða 82, prj. þá 11
umf. sléttprjón og mynzturbekkinn
7 umf., í miðju þeirra. Prj. 1 umf.
sl. frá röngu og að lokum 10 umf.
sléttprj. Fellið laust af.
Brjótið nú innaf ermum, hálsmáli
og að neðan og leggið niður við
með þynntu ullargarninu.
Saumið saman ermar og hliðar-
sauma með aftursting og þynntum
garnþræðinum. Saumið 3 litlar
hneppslur á klaufina að aftan, og
festið tölur. Leggið rakan klút
yfir kjólinn og látið þorna.
Maður fær vont bragð ...
Framhald af bls. 15.
— Eitthvert geðvonzkuhjal?
— Já, eittlivert geðvonzkuhjal.
— Og staflarðu því upp þarna hjá
Skeljungi?
— Það fer i ruslakörfuna, þegar
ég er búinn að skrifa það sex sinn-
um.
— Er það um atómskáld?
— Já og ekki siður um pólitik.
Þvi pólitíkusa tel ég enn síðri atóm-
skáldum.
— Hefurðu reynt að skrifa eitt-
hvað í góðu?
— Ég skrifaði ástarbréf til kon-
unnar, þegar ég átti hana og varð að
vera veturinn að heiman.
— Voru þau bréf nokkurn veginn
laus við skammir?
— Geri ráð fyrir því, já.
— Það hlýtur að vera gott að
sinna andlegum hugðarefnum í
næturvörzlu.
— Ég geri ráð fyrir þvi, að þú
þættist hafa unnið allgott og þarft
verk, ef jíú kæniir mér í það starf
er ég gæti síður sinnt andlegum
hugðarefnum i. Og þó munar líklega
lítið um mig.
— Ég gæti trúað, að einhver fái
hiksta að næturlagi, þegar þú hug-
leiðir skáldskaparmál í einverunni
í Skerjafirði.
— Þeir sofa svo fast þcssir moð-
kálfar, að þeir verða þess ekki var-
ir þó þeir hiksti i syefni.
— Nokkrir draugar þér til sam-
neytis þarna útfrá?
— Nei, ég er einn og fer vel á
þvi. Það hallast þá ekki á um gáf-
urnar, þegar maður talar við sjálfan
sig.
— Yrkirðu ekki um olíu i návist
þessara hrikalegu olíutanka?
— Nei, en einstaka næturstemn-
ingar. Til dæmis þessa:
Ótt nú styttist til óttu
af hefur myrkur svifið
birtast bjartlega snyrtar
bárur, en vindar stórir
velta valtar í keltu
vindi fastlega hrundnar
móður æðandi óðar
argandi hranna borgir.
Og þessi vísa fæddist um nótt í
Skerjafirði:
Hrærist alda, nærri ný
nærist skvaldur gjólu.
Færist kalda ærinn í
ærist galdur njólu.
— Mikið er framlag Skeljungs til
hefðbundinnar Ijóðlistar að gefa þér
kost á þessu næturvarðarstarfi.
— Já, hugsa sér. Og þegar ég er
allur, fer vel á því, að yfir mig komi
sama grafskriftin og Steinn Stein-
arr orti eftir Konmhmistaflokkinn
sáluga:
En minning hans mun lifa ár
og aldir,
þótt allt hans starf sé löngu fyrir bí.
Á gröf hins látna blikar
benzíntunna
frá Britisli Petroleum Company.
Nema tunnan á að sjálfsögðu að
vera frá Skeljungi.
gísli.
VIKAN 41