Vikan


Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 5
DRIKK þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af því að kaupa þér permanent. — Vel á minnzt. Hefur þú reynt að fá þér permanent? Mér er sagt að það sé gott ráð til að losna við krullur. En ef þér er bláköld alvara, þá skaltu kaupa þér eitt eintak af negrablaðinu „Ebony“ og vita hvort þú finnur ekki einhver ráð þar. Sjósport. Ég er ungur maður utan af landi og það er svo, að ég hefi mikinn áhuga fyrir sjósporti, sérstaklega fyrir kajak-róðri. En í því bæjar- félagi, sem ég á heima í, varð slys á kajak fyrir fjöldamörgum árum, og þá var gerð lögreglusamþykkt og þetta var bannað. Nú langar mig að spyrja þig hvort eitt bæjarfélag geti bannað mönnum að fara á flot á kajak, sem er 3 m á lengd og 70 cm á breidd, og byggður allur úr tré með tveimur loftþéttum hólfum og með bjargbelti í þóftunum. Leyfa íslenzk lög að eitthvert farartæki, sem verður slys á, sé bannað öllum til notkunar? Áhugamaður um sjósport. ---------Já, það geturðu bókað, sem betur fer! Þú veizt það vafa- laust að Skipaeftirlit Ríkisins ber ábyrgð á því að allar fleyt- ur Islendinga, sem skrásettar eru, séu skrásetningarhæfar, þ. e. a. s. að þær fullnægi þeim skilyrðum, sem álitin eru nauð- synleg til að ekki verði slys á mönnum af þeim orsökum að fleytan sé ekki nógu vel útbúin. Það er einnig strangt eftirlit með öllum farartækjum á landi, og allir landsmenn verða að hlíta þeim reglum, sem settar hafa verið — og settar kunna að verða — um farartæki. Þetta er gert öllum til verndar, bæði þeim sem annars færu sér að voða af vanþekkingu eða ofurdirfsku, og aðstandcndum, tryggingarfélög- um, björgunarfélögum o. m. fl. Þú segir ekki hve gamall þú sért. Kannski ertu svo ungur að þú sért ekki álitinn hafa nægilega kunnáttu til að fara út á sjó í svona farartæki. Ef þú ert orð- inn fullorðinn og hefur fengið góða þjálfun og reynslu í með- ferð slíkra farartækja, er skilj- anlegra að þér sárni. En í reglu- gerðinni hlýtur að vera skil- greint nánar hvers konar farar- tæki skuli bönnuð, stærð, lengd, breidd, o. s. frv. Vittu hvort þú getur ekki látið þér nægja að smíða bát, sem brýtur ekki í bága við lögin. — Kajakar eru stórhættuleg verkfæri, — jafn- vel fyrir Grænlendinga. „Sweet sixteen ...“ Viltu gjöra svo vel að gefa mér nákvæmar upplýsingar um hvaða réttindi unglingar fá, þegar þeir verða 16 ára. H. Á. 15 ára. Kvenmenn fá rétt til að stjórna sjálfar sínu ástarlífi. Karlmenn fá rétt til að verða dæmdir í fangelsi, ef þeir brjóta af sér, — — og svo máttu fara í bíó sem bannað er börnum inn- an 16. Uppselt. Við erum hér tvær stelpur, sem ætluðum í bíó í gær kl. 5. Við fór- um í þrjú bíóhús, en alls staðar var uppselt. Okkur þykir skrýtið að það skuli ekki vera teknir frá miðar á 5 bíó á sunnudögum. Okkur finnst það einkennilegt að myndirnar skuli vera sýndar svona fáa daga. Vildir þú, kæri póstur, útskýra þetta fyrir okkur. Vertu svo bless- aður og sæll. Tvær 9 ára. — — — Þið hafið greinilega fundið fyrir þeim vandræðum, sem oft hefur verið talað um. Bíóliúsin hafa of fáar bama- myndir, svo að það er alltaf blindös á bamasýningar, og mið- arnir seljast yfirleitt upp á svip- stundu. Þessar myndir eru yfir- leitt aðeins sýndar á sunnudög- um — sem betur fer — því krakkar fá bara að fara í bíó á sunnudögum — sem betur fer. Þegar svona mikil sala er á mið- um, er skiljanlegt að bíóliúsin kæri sig ekkert um að taka frá miða. Þeir seljast hvort sem er. Og svo er hitt, — að þótt ein- hver krakki hringi og panti miða, er því varla treystandi að hann sæki hann. Vandræðin eru fyrst og fremst þau, að barnasýningar þurfa að vera fleiri á sunnudögum, — og betri myndir. Gamansögur. Margt er fróðlegt í Vikunni, og það er allt gott og blessað, en eitt finnst mér þó vanta: Garhansögur. Ég er ekki einn um það, að þykja gamansögur skemmtilegar, veit ég. Og nú sting ég upp á því við þig að þú komir með nokkrar eftir Hendrik Ottóson, ef hægt er og einnig mættu koma sögur eftir „Göngu Hrólf“. Ég vona að þú takir orð mín til greina. Kær kveðja, Gvendur Jóns. —- — — Þakka þér fyrir Hendrik ... GERBÉRA Hvað er Gerbéra? Gerbéra er blóm, sem upprunnið er frá Austur- löndum. Var það fyrst innflutt til Frakklands árið 1889, ári eftir að það fannst í gullnámu í Transvaal. Blómið Gerbéra hefur ótrúlega mörg og fögur litbrygði og hefur ætíð frá því það fannst, verið stolt allra blómaunnenda. ORLANE í París hefur nú valið tvö litbrygði Gerbérablómsins sem tízkuliti fyrir hina glæsilegu konu 1962. Litirnir eru: OR MAIS & OR ROSE. ORROSE: er sérstaklega ætlaður fyrir andlitsbjartar og ljós- eygðar konur. ORMAIS: er sérstaklega ætlaður fyrir konur dekkri yfirlitum og dökkeygðar. Gerbéra línan samanstendur af: Varalit, naglalakki, make up (Créme Vestale), steinpúðri (Royale Laelia), Lausu púðri (Poudre de Beauty), allt í OR MAIS eða OR ROSE tónum. ORIANE JPARlS Regnboginn Tíbrá Oculus Stella

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.