Vikan


Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 28

Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 28
KlúbbblaQ fyrii böm og ungliftga Ritstjóri: Jón Pálsson. GEGN „SJOPPUM" OG GOTURÁPI heimsfrægra hljómsveita — á plötum eða seg- ulböndum. Já, æskulýðsheimilin bera svipmót æskunnar. Aðlaðandi griðastaðir, með gnægð viðfangsefna. Þess vegna á alls staðar að auka þessa starfsemi — og loka „sjoppunum". í Danmörku hafa tvö stór æskulýðssambönd verið sameinuð undir eina stjóm. Eru það sam- tökin: „Landsforeningen Ungdomsringen" og „Landsforeningen af Ungdomsklubber", er heita nú „Landsforeningen Ungdomsringen". Meðlimir eru tæp 30 þúsund, á aldrinum 14—18 ára, í um 300 klúbbum, sem hafa í þjónustu sinni sérmenntaða æskulýðsleiðtoga er stjórna klúbbunum í samvinnu við æskufólkið. Þessir aldursflokkar starfa flest kvöld frá kl. 8—10,30, en síðdegis frá kl. 5—8 starfa auk þess klúbbar unglinga, undir 14 ára aldri. — Starfið er tví- þætt: Ferðalög, útilegur, íþróttir og leikir á sumrin, en í september hefst innistarfið í klúbbnum og í námsflokkum á þeirra vegum. Tómstundaiðja alls konar, setur mestan svip KLÚBBARNIR FÆÐAST Á HAUSTIN Hvers vegna? — f skammdeginu fer það venjulega saman, að inniverustundirnar eru margar og ótalmörg viðfangsefni sem þið hafið áhuga fyrir. En ýmis áhugamál eru þess eðlis, að þau vinn- ast betur í samvinnu við aðra. Sem dæmi má nefna: frímerkjasöfnun, myntsöfnun, jurta- og skeljasöfnun, auk margra annarra skemmtilegra viðfangsefna. — Þess vegna eru klúbbar stofn- aðir, fundir haldnir öðru hvoru, þar sem áhuga- málin eru rædd og unnið saman að lausn þeirra. Þá veltur á miklu, að hópurinn sé sam- valinn og allir geri sér ljóst, að því aðeins verður klúbblífið ánægjulegt að hver og einn taki tillit til annarra meðlima, virði lög og reglur klúbbsins og þá sem annast stjórn hverju sinni. Og klúbbarnir fæðast á haustin, en hvem-. ig á að stofna klúbb og stjórna honum? Um' þetta og margt annað varðandi klúbbstarfið, ræðum við í Vikuklúbbnum, næstu vikur. á vetrarstarfið. Klúbbarnir eru opin og vistleg heimili þar sem æskufólk getur, í ró og næði sinnt áhuga- málum sínum, í umsjá leiðtoga, sem jafnan er hægt að leita til með persónuleg vandamál og það er varðar tómstunda- og félagsstörf. Ungu • stúlkurnar eru engu síður virkar í klúbbunum, en piltarnir. f námshringum eru þær t. d. jafn fjölmennar, en einar sér í klúbb- um una þær sér auðvitað bezt. Þá er snyrting, saumaskapur og tízka dagsins, vinsælasta um- ræðuefnið. í mörgum nýju tómstundaheimilun- um eru fullkomin eldhús og þar geta stúlk- urnar brasað og bakað, eins og þær lystir og kenna drengjunum stundum að baka lummur, en í staðinn aðstoða þeir á kvöldvökum: leggja á borð og ganga um beina, en ekkert „bakkelsi" smakkast betur, að þeirra áliti, en það sem ungu stúlkurnar baka. Að loknum skemmti- atriðum, sem unga fólkið annast að mestu sjálft, er dansað stundarkom, með undirleik am ■MMH FRÍMER NÝ KI 28 VIKAN í TRÚNAÐI. Við ættum öll að geta verið sammála um nauðsyn þess að læra og menntast. Án þess er erfitt að komast áfram í þessum heimi. Eftir svo sem 10—15 ár, verða ykkur falin á hendur ýmis veigamikil störf: byggja hús, brýr og önnur mannvirki, stjórna vélum og tækjum og annast margháttaða þjónustu fyrir einstaklinga eða þjóðarheildina. Þið eigið með öðrum orðum að taka við öllum störfum í þessu landi og þá fer það eftir hæfileikum ykkar og dugnaði í skóla hversu vel þau verða af hendi leyst — og hvort þær tugmilljónir, sem árlega er varið til kennslumála, koma að fullum notum eða ekki. GÓÐ ÁSTUNDUN VIÐ NÁM, er kjör- Crð Vikuklúbbsins, þessa viku. wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmJÍ Mynztur handa Maríu - og þér. Hún María á Læk, bar sig aumlega um dag- inn: „Mig vantar svo tilfinnanlega smámyndir í bamasmekk og lítinn aflangan dúk“, segir hún. Sennilega á María engar litabækur, því í þeim eru oft ágætar myndir, sem nota má, oft með smávægilegum breytingum. Þær eru margar þannig teiknaðar, að vel fer saman, að applíkera einstaka fleti, en sauma annað með kontórsting. Þannig mætti auðveldlega nota myndimar hérna, af stúlkunni og piltinum, sem við gemm með að prenta í öðrum lit, — undir .lesmálinu. Vonum að María og aðrar ungar r'iumakonur hafi þeirra full not. Fyrr £ þessari viku, eða 20. nóv. vom tvö ný frímerki gefin út: sæsímamerkin. Hér er um 5 og 7 krónamerki að ræða, með mynd af landakorti er sýnir legu sæsímastrengsins, sem nú er búið að leggja yfir norðanvert Atlantshaf, um ísland. Verk þetta hófst á síðast- liðnu ári og var hluti hans — milli Evrópu og íslands — tekinn í notkun í janúar síðast- liðnum. 5 kr. merkin em blá, en 7 kr. merkin græn. Gera má ráð fyrir að sæsímamerkin veki meiri eftirtekt meðal erlendra safnara, en merki með íslenzku mótívi, eingöngu, og verði eftir- sóttari, því mörg lönd eru tengd þessari fram- kvæmd. Þetta þekkjum við, t. d. frá Evrópumerkj- unum. Nýju merkin eru prentuð í Sviss, upp- lag óákveðið. — Fleiri merkja er ekki að vænta, frá íslenzku póststjórninni á þessu ári.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.