Vikan


Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 36

Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 36
HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU? Númer á sniðunum 38 1+0 1^2 44 46 46 50 Baklengd í cm . . 40 41 42 42 42 43 43 Brjóstvídd ....... 86 88 92 98 104 110 116 Mittisvídd ....... 64 66 70 78 84 90 98 Mjaðmavidd ....... 92 96 100 108 114 120 126 Sídd á pilsi .... 70 í öllum stærðum -f 5 cm í fald. „MOLLÝ“. j Sendið mér í pósti síðdegiskjól, samkvæmt I mynd og lýsingu í þessu blaði. Sem trygg- I ingu fyrir skilvísri greiðslu sendi ég hér- I með kr lOO.oo. 3 ►Ö Stærð....... Litur ........................ 3 Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá S Nafn ...................... Heimilisfang .............. Saumtillegg. Já □ Nei □ En það er kalt inni í flugvélinni. Það stendur napur gustur inn um hurðarlausar dyrnar að aftanverðu — hurðin liefur verið tekin úr til að auðvelda fug'menninu útstökkið. Mér verður litið um öxl ti1 Valen- tins. Hann situr aftur í eins og fugl í hreiðri, og vindurinn blæs um beran skalla hans. Hann er í uppnámi og virðist liða illa; bítur á vörina og starir stöð- ugt út um gluggann. Ég geng til hans og fer að rabba við hann. Hann kveðst hafa verið lofthræddur alla ævi; til dæmis hafa neyðzt til að snúa við áður en hann var komin'n alla leið upp i Eiffelturninn. Klukkan 4,06 lækkum við flugið úr 900 fetum i 8,500 fet, eða eins og stökkhæðin hefur verið ákveðin. „Eftir fimm mínútur . . .“ kallar flugmaðurinn. Valentín rís á fætur og festir á sig fallhlífarnar. Hann hefur tvær með- ferðis til vonar og vara, þá stærri á bak sér. „Fjórar mínútur . . .“ kallar flug- maðurinn. Hann spennir minni fallhlífina á barm sér. Það er neyðarfallhlífin. Á lienni er eins konar mælaborð með rásklukku og hæðarmæli. „Þrjár minútur . . Spennan eykst ósjálfrátt og ég fer að veita athygli ýmsu smávegis, eins og Ijósbláu ullarpeysunni, sem Valentin er í innan undir grænum flugmannssamfestingi sínum; brúnu, lambskinnsfóðruðu skónum með þykkum svamphotnunum til að draga úr högginu i lendingunni, og stóra gullbaugnum, sem hann ber á vinstri hendi. „Tvær minútur . . .“ Valentin setur á sig stór hlífðar- gleraugu og hjálm og dregur á hendur sér rauða gúmglófa með griprákir í lófum. Gerir hann mér skiljanlegt með bendingum, að hann hafi nokkurn hjartslátt, lýtur að vængjunum og tekur að spenna þá á sig. „Ein mínúta . . .“ En Valentin er ekki reiðubúinn. „Non . . . non . . . non . . .“ hróp- ar hann. Við byrjum annan sveiginn. „Þá eftir fimm mínútur . . .“ kall- ar flugmaðurinn. Fuglmennið hefur nú lokið við að spenna á sig vængina. Hann starir iit um hurðarlausar dyrnar og fær- ir sig nær þeim, en ótrúlega hægum skrefum. Klukkan 4,16 er komið að stökk- inu öðru sinni. „Nú . . .“ kallar flugmaðurinn. Valentin hallar sér út. „Non, non . . .“ Það liggur við að hann æpi. „A gauche . . . a gauehe . . . La riviére á gauche . . .“ Hann vill hafa Merseyfljótið á vinstri hönd, þegar hann tekur „flugstökkið“ Við hefjum sveiginn aftur í þriðja skipti. Að visu liöfum við ekki verið nema tuttugu minútur í lofti, en það er eins og heil eilífð, ein- hverra hluta vegna. Og enn tekur flugmaðurinn að telja. „Fimm minútur . . .“ Enn einu sinni fetajr Valentin út að hurðarlausum dyrunum, og harður gusturinn hvin við klunná- lega trévængi hans. „Fjórar mínútur . . .“ Hægum skrefum færist hann enn nær dyrunum. „Þrjár minútur . . .“ Vængbröddarnir dragast eftir málmgólfi flugvélarinnar. „Tvær mínútur . . .“ Það leynir sér ekki að ákaflega reynir á hann. Það er engu lfkara en hann sé haldinn einhverju ó- heiPahugboði. Ég er þess fullviss, að hann vill ekki fyrir nokkurn mun stökkva. Sér hann kannski dauðann liggja í launsátri niðri i hitamóðunni. Hann stritar nær dyr- unum. „Ein mínúta . . .“ Ég legg höndina á ðxl honum og segi: „Bonna cliance . . .“ Hann lyftir þumalfingri. „Merci, monsieur," svarar hann. Klukkan er 4,21. Þetta fagra sett og 8 aðrar gerðir af svefnherbergis- húsgögnum. ■K Skeifan KJÖRGARÐI SÍMI 16975. 36 VIKAN i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.