Vikan


Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 15
HAGYRÐINGANA MÁ HENGJA í GREIP SINNI, SVO EKKI EINN EINASTI VERÐI EFTIR lalsverð áherzla, aS varast bæri aS rugla saman hagyrSingum og skáld- um. — ÞaS er lika tvennt ólíkt. Mér er ekkert aumt um skáldskapinn. Hann spjarar sig sjálfur og er sam- ofinn úr fjölmörgum þáttum. ÞaS er hægt aS skera af manni nefiS og þá verSur holan eftir. Skáldskap- ur verSur ekki upprættur. HagyrS- ingana má hins vegar hengja i greip sinni, svo ekki einn einasti verSi eftir. Hagmælskan er einungis leikni á því nótnaborSi, sem hefSbundin ljóSagerS hefur leikiS á. — HeldurSu aS þeir verSi drepn- ir? — Tökum til dæmis bráSsnjallan hagyrSing eins og Þorstein frá Hamri. Hann keppist sjálfsagt viS ]jaS að drepa hagyrSinginn í sjálf- um sér og öSrum og nefni ég hann aSeins af þvi, aS ég tel mig ekki skita út á mér tungubleSilinn á því að hafa nafn hans uppí mér. — Mundirðu fá vont bragð i munninn á því aS nefna einhverja aðra? — Sem skáld eru þeir liverri moldvörpu blindari, þótt þeir geti ef til vill veriS sæmilegir menn. — HefurSu svipaSar skoðanir um smásagna- og skáldsagnahöfunda okkar. — Ég á frenmr litiS eftir þá. Þeir rembast mest viS aS koma út mörg- um bindum. Hvort þaS er lesiS veit ég ekki. En meginhluti manna vcrS- ur aS vinna meira og minna andlaus störf, stjórna færibandi niöri 1 Grænmetiskjallara og tina úr skcmmdum kartöflum. Þeir hafa aS- eins ákveSiS og takmarkaS fjár- magn í bækur og takmarkaSan tima til þess aS lesa þær. Ég var far- kcnnari á fjórSa tug ára og gat ekki haft meS mér bækur af þeirri á- stæSu, aS hryggurinn á klárnum mínum átti sín takmörk. í þessi ár gat ég aldrei lesiS bók, svo lestur væri. Ég varð aS vinna fyrir skepn- unum minum á sumrin og það leyfði ekki lestur neina i snarheit- um. Sá lestur fór fyrir ofan garð og neðan og gleymdist. Ég hef til dæmis aldrei getað gert mér ljósa byggingu og innihald Ljósvíkings- ins, sem ég ias á þessum árum. Uuphafið var gleymt, þegar ég lauk iestri bókarinnar. — Þú verður svo fúll á svipinn við þessa endurminningu, aS halda mætti, að þér hefði þótt sagan af Ólafi Kárasyni, Ljósviking, harla iitils virði. — Mér fór svipað og GuSvarSi frænda minum GuSvarSssvni, sem var montinn og var gabbaður til að jafnhenda kýrvömb með ðllu inni- haldi. Hann rauk á vömbina og kom henni upp á bringu sér í fyrstu at- rennu en ekki liærra. í annari til- raun tók liann enn snarpara við- bragð og kom henni alla ieið upp, en þá rifnaði vömbin og innihaldið fór yfir hann. — Fór Ljósvíkingurinn þannig yfir þig? — Ójá, — aftur á móti finnst mér vænt um suma kafla i honum. Og endirinn á Sölku Vö'ku er dýrasta gjof Laxness til mín. Það mundu vist atómskáld kaíla ljóð í óbundnu máli. Það er svona: „Ó, ó, voSa, voða.“ — Viltu gera það fyrir mig að vera svona á svipinn, þegar ég læt taka myndina af þér? — ÞaS veit ég ekki. En biddu ljósmyndarann að taka myndina þannig, að ég verði sem líkastur frænda mínum, Birni á Löngumýri, þvi það er Birni illa við. — Þið eriið rætnir NorSlendingar. — Það hafa allir mannflokkar sin cinkenni, en þrír þeirra komast bezt áfram eftir því sem mér liefur verið tjáð. ÞaS eru kaþólikkar, kommar og Gyðingar. Þeir hafa allir for- skrift og samstöðu. Ég held þetta sé rétt. Varstu búinn að skrifa þetta niður með atómskáldin? — Já, ég var eitthvað búinn að skrifa um þau. Viltu bæta einhverju við? — Væri ég fræðimaður mundi ég taka þessi kver þeirra og hakka þau niSur og sýna framá rökvillur, þvætting og meiningarleysi. — Eru ekki atómskáldin flest í flokki komma? — Flest en ekki öll. Einstaka íhaldsmenn liafa öfundazt yfir vel- gengni atómskáldanna og snarað sér á bekk með þedm. Meira að segja magistcrar í islenzkum fræðum. Það er ótrúlegt að slíkir menn hafi ekki vit á því hvað þeir eru að gera. Ja, þvílikt og annað eins. Það verSur ekki á þá logið. Hérna á ég bækur eftir ]iessa fugla, til dæmis atóm- kver, sem eitt skáidið hefur sent kollega sínum að gjöf og meira að segja áritað. En sá liefur ekki haft meiri ínætur á moðsuSunni en svo, að hann fór með hana til fornbók- sala og seldi hana þar fyrir slikk. Og þar keypti ég hana. Já, það er gaman að eiga svona kver til minn- ingar um þá. —- Ertu ekki næturvörður? — Næturvörður hjá Skeljungi og sef á daginn. — Tekurðu með þér þessi kver þeirra i nælurvörzluna? — Nei, ég mundi kveikja í stöð- inni með þeim. En ég hef Eglu með. Og ies lielzt það sem ég kann bezt. Mér er hugsvölun að þvi, þegar dimmt er og hvasst á Skerjafirði að fara með þetta erindi úr Eglu: „Þél höggur stórt fyrir stáli stafnkvígs á veg jafnan út með elja meitli andærr jötunn vandar. En svalbrjóstaður selju sverfur eyrarvanur þeiri gestilsálft með gustum gandur og stál fyrir branda.“ — Fyrirgefðu fávizku mína, en hvað er stafnkvígur? — Naut með stafni auðvitað, eða skip. Skip, sem öslar sjói. — En veiztu að ort hefur verið svo? „. . . . Strandakirkja í Skerjafirði hrygnir veiðibjöllunni." — Nei, en ég þekki markið á þess- ari snilld. Það er nóg. — Lestu Eglu alla nóttina? — Nei, ég dunda mér við að skrifa. Framhald á bls. 41. VIKAN X5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.