Vikan


Vikan - 25.03.1964, Side 25

Vikan - 25.03.1964, Side 25
táknar heldur ekki aS hann kvænist endilega stúlkunni fyrir peningana. •—• Nei, en lítum skynsamlega á þetta. Ef pilturinn á erfitt með að gera það upp við sig, hvort hann á að kvænast henni eða ekki, vitum við mætavel hvaða áhrif 20 milljón dollarar myndu hafa á ákvörðun hans. Og ef ég á að segja eins og er, þá finnst mér tími til þess kominn að við leyfum Annabelle að hugsa sjálf- stætt. — Hvað þá, láta hana alveg sjálfráða? — Við getum ekkert gert, ef hún tekur upp á því að berja í borðið. Við höfum ekkert vald yfir henni; hún bara hlustar á okkur og gerir það sem við segj- um henni að gera, vegna þess að hún er nógu skynsöm. Ég er viss um að hún er nógu skynsöm til að kunna að velja og hafna. Við verðum að gefa henni svolítið — Við verðum að flýta okkur ef við eigum að ná því. — Þetta er þér að kenna, Aug- ustus, að halda mér uppi á snakki Matilda frænka fór yfir að skrif- borðinu. — Ég verð enga stund Peggy. Bara nokkrar línur. Ég ætla að segja honum að mér sé sönn ánægja af því að koma til miðdegisverðar og ég ætla líka að koma með Soames •—• hún hætti skyndilega. —• Auðvitað, sagði hún. — Það er miklu betri hugmynd. Hún tók sér penna í hönd og skrifaði nokkur orð á blað. Þar með var hún fallin í gildru Mr. Pimms. Bréfið frá Matildu frænku kom til Villa Marguerite næsta morg- unn: Kæri Mr. Pimm! Þakka yður kærlega fyrir heimboðið, en ég hefi miklu betri hugmynd. Hvers vegna komið þér ekki til hádegisverðar hjá á fjallveginum. Julian gat varla varist hlátri er hann heyrði alla söguna. Það var áreiðanlega ekki hægt að ljúga upp á Pimmsa gamla. Þegar Mr. Pimm hafði loks lokið máli sínu, sagði hann: — Jæja, vinur minn. Hvernig lízt þér á? •— Ég sé ekki betur en að þetta sé allt saman gallalaust. —- Og nú verður þú að standa þig, sagði Mr. Pimm, — og láta okkur vita, hvenær við eigum að láta til skarar skríða. — Þú ert þá sem sagt bara að bíða eftir því að ég aki Anna- belle eftir fjallveginum. — Það verður bara að vera orðið dimmt. Julian sagði: — Jæja, vertu viðbúinn, Mr. Pimm. Ég þarf að aka Annabelle og Peggy til Monte Carlo í kvöld. Mr. Pimm sagði undrandi: — Kæri vinur. í kvöld! fara henni að vera hertogaynjan af Gross-Mechlenstein. Og þess gat ekki verið langt að bíða. Þetta sama kvöld átti Annabelle að hitta Henri í tunglskininu. 5. KAFLI. Milli Nice og Monte Carlo við strönd Miðjarðarhafsins rísa fjöll- in snarbrött upp frá sjávarmáli. Þarna liggja þrír fjallvegir en hæstur þeirra er Grend Corniche. Á tilteknum stað uppi í fjöllun- um áttu Eddie og Carlo að bíða eftir bílnum og þarna áttu Anna- belle og Henri að hittast í fyrsta sinn. Nokkrum mínútum fyrir klukk- an 12 ók Julian upp að dyrun- um. Hann heilsaði Annabelle og Peggy eins riddaralega og hon- um var unnt. Síðan óku þau af stað út í nóttina. Peggy og Annabelle töluðu um daginn og veginn, hvað þær 5. tiluti - Framhaldssagan - Eftir Lindsay Hardy OGINNOGHR.PIMM _ _ ■■■. C\ meira frjálsræði; leyfa henni að umgangast hvern sem hún vill. — Þetta getur ekki verið alvara þín. — Ég held nú það. Jafnvel Soames, ef hana langar til. Hvern sem er. Matilda frænka sagði með fyr- irlitningu: — Ég vona að þú sért ekki að gefa í skyn að Anna- belle ætti að giftast einum af bíl- stjórunum. Green hló. — Ja, að minnsta kosti ekki þessum Louis, svo mik- ið er víst. — Augustus, mér finnst þetta ekkert fyndið. Þú ert bæði kald- hæðinn og ábyrgðarlaus. — Ég er bara að reyna að segja það sem ég meina. — Jæja þá, ég skil. En ég er ekki sammála einu einasta orði af því sem þú hefur sagt. — En hugsaðu nú um þetta, gerðu það nú fyrir mig. — Ég er alveg á móti þessu. Jæja, látum svo vera, jæja þá, ég skal hugsa um þetta, en ég get sagt þér eitt. — Það heyrðist gengið um í for- dyrinu og Green sagði: — Ver.tu róleg, Matilda, það er einhver að koma. Það var Peggy. Hún sagði: — Miss Matilda, ég ætti að senda Charles niður að póstkassanum með bréfið þitt til Mr. Pimm. Matilda frænka sagði: — Al- máttugur, ég var alveg búin að gleyma því. Verður borið út í kvöld? okkur í staðinn. Ég sendi Soames til þess að ná í yður, og þannig verðið þér einn með honum leng- ur og um leið gefst yður tæki- færi til þess að kynnast því, hvernig maður hann er. Ég tel víst að þér fallizt á þetta. Matilda Mehaffey. Mr. Pimm settist að morgun- verðarborðinu ljómandi af ánægju. Það var ekki af ástæðu- lausu, hugsaði hann, að hann var kallaður galdramaðurinn Pimm. Hann var tilbúinn þremur og hálfri klukkustundu síðar þegar Julian kom að sækja hann skömmu fyrir klukkan 1. Hann kallaði í Danielle, Carlo og Eddie og leyfði þeim að dást að Julian í snyrtilega, gráa einkennisbún- ingnum sínum. Síðan kom hann sér fynir í aftursætinu, sagði Julian að aka hægt þannig að tíminn nýttist betur, og síðan héldu þeir af stað til Rue Célest- ine. Jæja þá. Nú átti Julian að taka vel eftir. — Núna á hverri stundu, sagði Mr. Pimm, — mun Annabelle kynnast Henri. — Þetta er allt saman nákvæmlega undirbúið. Það er búið að æfa Eddie. Carlo brezt ekki og Henri er búinn að læra sitt hlutverk með mestu prýði því að hann er orðinn ósvik- inn aðalsmaður. Nú ert þú einn eftir, kæri vinur, og þitt hlut- verk er erfiðast allra. Mr. Pimm sagði nú Julian hvernig hann ætti að fara að uppi — Þær ætla að fara að skemmta sér í einu spilavítinu í kvöld. Ég á að vera tilbúinn klukkan 15 mínútur yfir 8. Mr. Pimm sagði: — Ég þorði sannarlega ekki að vona, að þetta yrði svona snemma. Þú verður að hringja í okkur frá Monte Carlo. Þú verður að gefa okkur nægan tíma. Þú ættir að hafa að minnsta kosti 3 klukkutíma. Mr. Pimm néri saman höndun- um. — Fyrirtak, sagði hann, — fyrirtak. Hamingjan leikur við okkur, nú fær loksins ástin að blómstra. Hann hló við, Ijómandi af ánægju. — Er þetta ekki dá- samlegt fyrir hjónaleysin okkar. Matilda stóð úti við frönsku gluggana, þegar Charles til- kynnti komu Monsieur Pimm. Mr. Pimm gekk inn og hneigði sig tignarlega. Hann var ákveð- inn í að tala ekki um Julian að svo komnu máli, því að fyrst yrði hann að tala um allt og ekki neitt, eins og vera bar. En um leið og hann var búinn að fá sér sherryglasið sitt sagði Matilda frænka honum um Peggy og ósvífna útlendinginn niðri á ströndinni svo að honum gafst strax tækifæri til þess að láta í ljós álit sitt á hinum ágæta bíl- stjóra Soames. Þá kom Anna- belle inn með Peggy og Augustus Green, og Mr. Pimm horfði inni- lega á hana. Honum hlýnaði um hjartaræturnar þegar hann hugs- aði til þess, hversu vel það mundi hefðu grætt í spilavítinu þar til Peggy sagði allt í einu: — Soam- es, hvers vegna er svona bratt? Julian sagði: — Ég ætla að fara fjallveginn til Nice. — Já, en hvers vegna? — Það er ekkert lengri leið, og ég hélt kannski að þið hefðuð gaman af útsýninu. Annabelle sagði: — Það er allt í lagi, Peggy, hvaða máli skiptir það? Og Julian hugsaði: Anna- belle, elskan mín, bíddu bara. Þau óku áfram svo sem 5 mílna vegalengd, og þegar þau höfðu ekið í gegnum þorpið. Nú fór Julian að hafa augun opin. Hann sá svarta bílinn hans Carlo stuttu síðar og að honum hafði verið lagt fyrir utan veginn í skugga nokkurra olíuviðartrjáa. Skammt þar frá sá hann líka Henri, vel falinn. Hann brosti með sjálfum sér. Nú var fyrst gamanið að byrja. Þau óku enn svo sem hálfa mílu og Peggy sagði: — Soames, þú ert alltaf að horfa í spegil- inn. Hvers vegna horfirðu ekki á veginn? Julian sagði, eins og hann hefði áhyggjur af einhverju: —• Ég geri það rétt bráðum. — Það er vonandi ekkert að? Julian virtist ennþá í vafa. — Nei, — ég vona ekki, nei, það er ekkert að. •— Hvað er það þá? Hvað er fyrir aftan okkur? Skyndilega sagði Julian hvasst: Framhald á bls. 47. VIKAN 13. tbl. — 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.