Vikan


Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 31

Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 31
kunna ekki einu sinni að halda á pensli, hvað þá meir. En samt standa þeim ailar dyr opnar, bæði í Bogasalnum og Lista- mannaskálanum, og fólk heldur þar af leiðandi, að þetta hljóti að vera góð og gild vara. Þessir kumpánar eiga að selja á gang- stéttunum. Á þetta eiga þeir, sem skrifa um listir, að benda fólki og hamra á því látlaust þar til það fer að geta gert greinarmun á góðri myndlist og fúski og svindli. Það gildir enn í dag, sem Erlendur í Unuhúsi sagði við okkur í kringum 1940: „fslend- ingar vita ekki einu sinni, hvað málverk er“. (Kemur inn í stof- una, með áherzlu): íslendingar eru þöngulhausar í listum. En það hefur víst ekki mikið upp á sig að líkja þeim við þöngul- hausa, því þeir eru margir orðnir svo aumir í málinu, að þeir vita ekki, hvað þöngulhaus er. Og hvort sem þeim líkar betur eða ver, verður maður að segja eins og satt er: Þeir eiga ekki betra skilið en þessi ónothæfu hús, því þeir eru ekki nema hálfsið- aðir, samanborið við nálægar þjóðir". (Gengur út, lokar hurð- inni.) Þegar Margrét var farin, sett- ist meistarinn á dívaninn. Hann sló út höndunum, sagði: „En nú langar mig til að láta í ljós hrifningu mína yfir Makarí- osi, forseta Kýpur. Hann virðist ekki ætla að skríða fyrir stór- veldunum. Mikið held ég að við yrðum miður okkar hér á ís- landi, ef við ættum nokkur slík höfuð á biskupsstóli eða í póli- tíkinni". Ég sagði: „Þú varst einhvern tíma að ymta að því, að góð tíðindi hefðu gerzt í afvopnunarmálunum". „Það var stigið svolítið spor í friðarátt með samningunum í Moskvu í sumar með takmörk- uðu banni við kjarnorkuspreng- ingum. Við fslendingar höfum sérstaka ástæðu til að fagna þeim, því að við vitum, eða ættum að vita, hvað okkar bíður, ef atóm- styrjöld skellur á“. „Hvað segir þú um stefnu Krúsjeffs, sem hann kallar frið- samlega sarnbúð?" spurði ég. „Það er ekki svo slæm stefna hjá honum. Og ég held, að hún sé rétt. Auðvitað eiga þjóðir að lifa í friði. Kalda stríðið er ein- tóm heimska“. „Mao yrði ekki ánægður með þessa afstöðu þína, Þórbergur“. „Jú, það er rétt, Kínverjar gagnrýna stefnu kommúnista- flokksins í Sovétríkjunum og öðrum sósíalistískum ríkjum, nema Albaníu. Og þeir virðast hafa nokkuð til síns máls. En ég get ekki verið samþykkur and- stöðu þeirra gegn samningun- um í Moskvu. Aftur á móti er ég sammála þeim í afstöðunni til Stalíns. Mér finnst þeir skrifa skynsamlega um þennan mikla mann. Og Kínverjarnir skrifa yfirleitt vel um pólitík. Þeir skrifa skýrt og díalektískt. Þeir eru rökfastir, og rök þeirra eru sjaldan reist í lausu iofti. Nú vildi ég stinga því að þeim, sem börðust fyrir hersetu hér á landi, að gæta að sér, áður en allt er um seinan. En þeir hugsa kannski ekki dýpra en svo, að þeir þyk- ist vissir um að sleppa við af- leiðingarnar, ef illa fer. En það er í dálítið ráðizt að hrinda þjóð, þó lítil sé, í þann vanda, að hún geti orðið útþurrkuð í styrjöld eða því sem næst“. „Það mundu allar þjóðir þurrk- ast út í atómstríði". „Það er engan veginn víst. Mér er nær að halda að hlut- lausar þjóðir mundu sleppa við eyðileggingu. Og það er sitthvað að bjóða sig stríðsloddurum fram til eyðileggingar eða þola nauðug- ur að þeir taki mann með valdi til eyðileggingar. Vitanlega átti að halda fast við hlutleysi okk- ar samkvæmt stjórnarskránni og fara ekki að hnýta okkur aftan í stríðsþjóðir, ljúga því að fs- lendingum að þetta séu varnir fyrir þá, þó hersetan sé vitanlega ekkert annað en vamir fyrir Bandaríkin, ef hún er þá nokkr- um manni vörn. Ég hef allvel grundvallaðan grun um, að ráðamenn okkar sleppi ekki við afleiðingar þessara verka, ef illa tekst til. Og þær geta orðið þeim nokkuð þungar í skauti. En þeir hugsa víst ekki svo langt“. „Mundir þú vilja búa í heimi, sem væri í sárum eftir kjarn- orkustríð, að öðru leyti en því að ísland, og kannski nokkur önnur smálönd, stæðu í blóma. Og hvað um helrykið?" „Ég tæki mér ekki alltof nærri, þó þessir stríðsglópar fyndu fyrir afleiðingum verka sinna. Kannski þurfa þeir á sterkri lexíu að halda. Sennilega yrði þá allur heimurinn fyrir einhverri eitrun, en minni þau lönd sem stæðu fyrir utan sjálf- an hildarleikinn. Og það er ekki víst, að það verði eintóm smá- lönd“. Ég flýtti mér að binda enda á þetta óhugnanlega tal um mögu- leika á atómstyrjöld, en einhvern veginn vakti það upp hjá mér gamlar hugsanir. Ég sagði: „Á ég að segja þér, hvenær mér dettur í hug, að hugmyndir mínar um annað líf séu ekki alveg eins pottþéttar og ég held“. „Já“. „Þegar ég heyri, að milljónir manna deyi á tiltölulega stuttum tíma í styrjöldum eða úr sjúk- dómum. Þá segi ég við sjálfan mig: Getur það verið að það sé rúm fyrir allt þetta fólk hinu- megin. Ætli séu engin húsnæðis- vandræði þar? „Það held ég ekki. Og þar eru vistarverurnar byggðar eftir betri teikningum en hér í Reykja- vík, og borgarstjórnin ekki sam- ansett af eintómum fjörulöll- um. Þeim ber saman um það, fræðimönnum á dulræn vísindi, þeirra á meðal er Fredric Myers, að sá heimur sem við eigum að skoppa um eftir dauðann nái sem svarar hálfa leið út til tunglsins, þ. e. 25 þúsund míl- ur danskar, samkvæmt Alþýðu- bók Þórarins Böðvarssonar, út í geiminn, og svo gegnum jörðina í viðbót. Þú getur séð á því, að þar verður lengi pláss. Og auk þess er það með þann heim eins og okkar veröld, að menn hafa þar tímabundna við- stöðu. Allt streymir". „En þegar svo margir deyja í einu, dettur mér í hug: Getur verið, að allt þetta fólk lifi per- sónulegu lífi eftir dauðann?" „Hví ekki á sama hátt og ef þeir dæju einn og einn? Ég man ekki hvað mikill fjöldi deyr í heiminum daglega, en það er allhá tala. En þegar mikill fjöldi deyr í einu þessum ónáttúrulega dauða, sem kemur yfir menn óviðbúna eins og styrjaldardauð- VIKAN 13. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.