Vikan


Vikan - 25.03.1964, Side 32

Vikan - 25.03.1964, Side 32
Allir dásama ... gírlausa bílinn, sem nú fer sigurför um alla Evrópu 40 nýjiingar í en hann er nú fyrirliggjandi SÖLUUMBOÐ: Vestmannoeyjar: Már Frímannsson. Akureyri: Sigvaldi Sigurðsson, Hafnarstræti 105, sími 1514. SuSurnes: Gónhóll h.f. — Ytri-Njarðvík. Akranes: Gunnar Sigurðsson. AIIíp dásama Söluumboð, viSgerSa- og varahlutaþjónusta 0. JOHNSON & KAABER H.F. Sætúni 8. — Sími 24000. 32 — VIKAN 13. tbL II 4 'bnpnar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ©Hrútsmerkið (21. marz — ?0. apríl); Vikan verður síður en svo gleðisnauð, ef til vill græðirðu smávegis í happdrætti, hingó eða veð- máli. Ást og rómantík haldast í hendur, hvort sem þú ert lofaður eða ekki. Ekki er ólíklegt að þú lendir í skemmtilegu samkvæmi. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Útlit er fyrir að þú komir áformum þínum í fram- kvæmd. Þú verður aðili í leyndarmáli, sem þú þarft að gæta mjög vel. Þú endurvekur samband þitt við gamla vini, öllum viðkomandi til mikillar ánægju. Reyndu. að ávaxta fé þitt. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Margir þeir sem fæddir eru undir þessu merki, munu lifa upp eitthvað ógíeymanlegt, það gæti verið gamall draumur er rætist eða vonir bundn- ar við eitthvað háleitt. Þú munt njóta vinsælda og vera hrókur alls fagnaðar innan þínp hóps. Krabbamerklð (22. júní — 23. júlí): Gamalt vandamál skýtur upp kollinum og nú skaltu í eitt skipti fyrir öil gera út um það, það er ótækt að hafa óþægindi svona oft út af sama hlutnum. Gerðu engar ráðstafanir með verðmæti, sem til- heyra þér. Þú gerir góða verzlun fyrir vin þinn. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Ef þú ert iðinn og samvizkusamur og ef til vill dálítið hugkvæmur geturðu komið þér mikið betur fyrir, ef ekki beint þá óbeint, álit manna hefur ekki svo lítið að segja. Þú verður minntur dáiítið óþægilega á gamalt ævintýri. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Ákveðin lausmælgi um hagi þína keraur þér illa nú i bili. Vertu umburðarlyndari við umhverfi þitt, menn eru bara menn og því miður ekki fuii- komnir. Þú þarfnast félagsskapar og tilbreytni. Þú getur haft mikla ánægju af heimilislífi þínu. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Vertu ekki hræddur við að taka djarfar ákvarð- anir, þótt þú megir vinna baki brotnu. Þú mætir erfiðleikum, en ert maður til að sigrast á þeim. Láttu ekki feimni eða óframfærni spilla fyrir þér, reyndu heldur að drífa þig upp. Drekapierkið (24. október — 22. nóvember): Ef þú hugsar aðeins um framfarir á vinnustað, verðurðu brátt utanveltu og einmana. Hresstu þig upp og náðu aftur því sem tapazt hefur. Þú færð bréf eða sendingu langt að. Vegir ástarinnar eru oft þyrnóttir og flestir stinga sig einhvern tíma. ©Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): Þú átt erfiðleika í vændum. Hafðu gott samband við vini þína og haltu gamlar tryggðir. Þú getur notfært þér reynslu þína, en ráðfærðu þig samt við einhvern. Þú munt ef til vjll hafa eitthvert gagn af persónu, sem þú kynnist í samkvæmi Bráðlega. ©Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Ef þér finnst þú eitthvað pirráður og vanstilltur skaltu taka þér hvíld. Þó þú sért störfum hlaðinn máttu ekki haga þér eins og þú værir úr járni. Þú verður þátttaktndi í miklum mannfagnaði. Þú færð rangar upplýsingar um eitthvað er snertir fjármál. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): ®Þú kynnist betur samstarfsfólki þínu, sem á eftir að verða góðir félagar þínir, ef þú gefur betra færi á þér. Stofnaðu ekki til neinna nýrra ástarsambanda. Reyndur, eldri maður gefur þér ráð, sem þú skalt ihuga vandlega. ©Fiskamerkið (20. janúar — 20. marz): Þú getur lent í einhverju, sem nefna má ævintýri þegar það er um garð gengið. Hafðu ekki of mikl- ar áhyggjur af einkalífinu, vandamálin á því sviði munu gufa upp. Vertu skemmtilegur og upplifgandi, því vinir þínir þarfnast uppörvunar. m

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.