Vikan


Vikan - 25.03.1964, Side 33

Vikan - 25.03.1964, Side 33
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VORIÐ ER í NÁND PANTIÐ TÍMANLEGA VOLKSWAGEN ERÆTÍÐ UNGUR „BREYTINGAR“ til þess eins „AÐ BREYTA TIL“ hefir aldrei verið stefna VOLKSWAGEN og’ þess vegna getur Volkswagen elzt að árum en þó haldist í háu endursöluverði. — Engu að síður er Volkswagen í fremstu röð tæknilega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnltegar endurbæt- ur farið fram á honum og nú síðast nýtt hitunarkerfi ★ Gjörið svo vel að líta inn og okkur er ánægja að sýna yður Volkswagen og af- greiða hann fyrir vorið Ferðist í Volkswagen VARAHLUTAÞJÓNUSTA VOLKSWAGEN ER ÞEGAR LANDSKUNN. Sím/ 2/240 HEILDVERZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-172 inn, þá getur það orðið nokkuð miklum vanda bundið að hjálpa þessu fólki hinumegin, því margt af því er ruglað og vitlaust, þeg- ar það kemur yfir um, flest með fíflalegar skoðanir á öðru lífi, annað hefur neitað tilveru þess í jarðlífinu o.s.frv. Þú veizt nú, hvað það er auðvelt að koma viti fyrir menn hér á okkar plani, það er enginn hægðarleikur. Og ekki verður auðveldara að sansa þá hinumegin grafar". „f sambandi við þetta skraf úm líf eftir dauðann, dettur mér í hug að spyrja þig: Hvað segir þú um dulrænar bækur og árás- irnar á slík rit undanfarið?" „Ó, vinur, þetta stafar allt af barnaskap og dogmuþrælkun. Sumir svokallaðir littererir afturúrpólitíkusar skrifa eins og bókum um dularfull efni sé alveg ofaukið og jafnvel líka ævisögum og samtalsbókum. En hvers konar bækur eru það þá sem hér koma út ,sem hafa það til að bera, að þær eigi meiri rétt'á sér en hinar? Þessir sömu menn dást að þjóðsögum Jóns Árnasonar, eða þykjast dást að þeim, og segja, að sér mundi finnast skarð fyrir skildi, ef þær vantaði í bókmenntir þjóðarinn- ar, en bók eins og Gráskinna, sem kemur út á okkar tímum og er engu verr skrifuð en þjóð- sögur Jóns Árnasonar, hefur aft- ur á móti engan rétt á sér. Hver skilur svona þankagang? Dular- fullir atburðir eru ágætir á dög- um Jáns Árnasonar og fyrir hans daga, en svipuð fyrirbæri, sem gerast nú á dögum eru réttlaus. Ég hef meiri skemmtun af að lesa dulrænar sögur Brynjólfs frá Minna-Núpi en þennan þvætt- ing, sem verið er að skrifa um bókmenntir og einhverja rithöf- undá. Og maður veit aldrei, hvað rétt er eða rangt. Einn segir svart sem annar segir hvítt. Svo- leiðis fljótandi della er þvert á móti mínu eðli. Það er ólíkt meirá hunang í sögum Brynjólfs frá Minna-Núpi en flestu því, sem skrifað er nú til dags. Aldrei hef ég skilið mikil- leik þessa rússneska skálds Jévtúsjenkós. Að vísu hef ég ekki lesið annað eftir hann en það, ,sem ég hef séð á íslenzku, og vera má að þýðingarnar séu ekki góðar. Ég veit það ekki. En það veit þó guð, að heldur vil ég lesa smásögur Brynjólfs á Minna- Núpi en þetta gambur eftir hann —■ hvað heitir hann nú aftur, Jevtúsjenkó. Heldur vil ég lesa ævisögu Sigurðar míns frá Bala- skarði en Afríkurlýsingar Karen- ar Blixens, þó að þær séu með því skárra, sem maður les nú á dögum af svokölluðum littera- túr. Bækur virðist mér eigi að dæma eftir því, hvað fólk í greindara lagi hefur lengi gam- an af að lesa þær, en ekki sam- kvæmt þeirri reglu, í hvaða flokk bókmennta einhverjir kenninga- þrælar setja þær. En nú ætla ég, áður en við hættum samskrafi okkar þessu sinni, að drepa á það allra merkasta sem ég hef upplifað síðan við töluðum saman fyrir fimm árum. Það er frásögn- in af vísindastofnun de la Warrs í Oxford, sem hefur tekizt að Ijósmynda geislasviðið bak við atómvísindi okkar tíma. Þetta er svo furðulegt afrek í eðlisfræði- vísindum, að talið er, að það muni með tímanum kollvarpa hinni hefðbundnu fræði um gerð til- verunnar, en auk þess hafa þau áhrif á læknavísindin að þar muni varla standa steinn yfir steini, þ.e. ef þetta er eins og frá er skýrt. Um^þessa stofnun hefur skrifað merka bók enskur verkfræðingur, Langston Day, og nefnir hana „New worlds beyond the Atom“, eða „Nýir heimar handan atómsins". Auk þessa hefur einn af merkustu læknum í London, Kenneth Walker, snúizt til fylgis við kenningar de la Warrs, eftir að hafa fengið ótvíræðar sannanir fyrir gildi þeirra. Danski heimspekingurinn Poul Goos fór til Oxford og dvaldist mánaðartíma hjá stofn- uninni til að kynna sér störf hennar. Hann skrifaði síðan bók um hana, sem hetir „Hinsides denne verden“, eða „Handan þessa heims“, en þar er ekki átt við annan heim sem verustað manna eftir dauðann. Ég gerði mikið til að ná í þessa bók í Kaupmannahöfn í sumar, en hún var gersamlega uppseld. Aftur á móti náði ég í aðra bók eftir Poul Goos, sem kom út seinna og heitir „— og alt bliver sare godt“, en í einskonar undirtitli stendur: „Á þröskuldi viður- kenningar á hinum sanna heimi handan tilverunnar". Sú bók fjallar um þróun lífsins og vís- indanna. Ég vil að öðru leyti ekki fara frekari orðum um stofn- un de la Warrs, það yrði of langt og of flókið í þessu rabbi, en vil benda þér á greinargóðan úr- drátt úr bókinni „Hinsides denna verden" í tveimur suhnudagsblöðum Tímans í maí s. 1. vor. Minn málstaður er að sigra. Það er ekki af því, að ég sé öðrum hraðari eða vitrari. En forsjónin hefur gef- ið mér innræti til að slampast oft á það rétta. Ég hef sem sé farið á mis við þverúð hjartans. Þar liggur hundurinn grafinn". Þórbergur var kvíðinn fyrir kvöldinu. Þeim Margréti hafði verið boðið í Iðnó að sjá Fang- ana í Altona eftir Sartre, og hann hafði heyrt að sýningin tæki eitt- hvað fjórar klukkustundir. „Ég vona að þú lifir þetta af“, sagði ég. Meistarinn svaraði bros- andi: „Ef ég finn að dauðinn er að fara á mig, þá geng ég út. Kioma horo esta?“ bætti hann við, og spratt á fætur. Ég leit á klukkuna. Hún var sextán mínútur yfir sex. Þór- bergur skrapp fram í eldhús og tók veðrið. Síðan fór hann út á svalirnar. Unnskiptingastofunni var á augabragði breytt í veður- athugunarstöð og skáldið setti upp jónseyþórssonarsvip: „Ég varð of seinn“, sagði hann. Ég kvaddi og sagðist mundu taka aftur upp þráðinn, þegar hann yrði áttræður. „Þá verðurðu að skreppa til mín á astralplanið, og þér verður ekki mikið fyrir því“, svaraði sá ódauðlegi. ★ FORMSINS VEGNA - Frh. af bls. 15. — Þú ert búinn að þinglýsa afsali? spurði hann. — Já, fyrir löngu, sagði ég. Þetta er víst það síðasta. Svo biðum við eftir því að röðin kæmi að okkur hjá fógetanum og ég stytti mér stundir við að horfa niður í fangelsisgarðinn, en þar voru engir fangar. Það voru rimlar fyrir þakgluggunum og uppi á steinveggnum var báru- járnsgirðing, sem hallaðist inn fyrir sig. — Hvað var það? ■— Aflýsa þessu bréfi og þing- lýsa þessu nýja bréfi, sagði Völ- undur. Embættismaðurinn fór sem snöggvast, en kom fljótt aftur og sagði: — Afsalið var ófullnægjandi fyrir þessa íbúð. Það vantar fleiri eintök. Viljið þér ekki út- 33 vnux u. tu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.