Vikan - 25.03.1964, Side 46
ÁVALLT NÝTÍZKU
KVÖLDKJÓLAR
VÖNDUÐ
EFNI
þingholtsstræti 3 simi 11987
með Paul. Hún er móðir hans og
hún mundi bera blak af honum.
Og hún mundi segja honum allt.
Paul mundi fara með mig til
taugalæknis, og hann mundi vilja
fá sannanir fyrir að Paul hefði
sýnt mér banatilræði. En ég hef
engar sannanir. Þetta atvik í gær
var ekki annað en óhapp, sem þó
fékk góðan endi. Þau mundu
halda að ég væri brjáluð.
Við matborðið fannst Marian
hún vera sem tvær manneskjur.
Önnur talaði við Florence
frænku um daginn og veginn, en
hin reyndi að finna iausnina á
gátu. Þegar kaffið var borið fram,
hafði hún loks tekið ákvörðun.
Hún varð að fara og skoða
gamla turninn. En hvernig átti
hún að komast þangað án þess
að vekja tortryggni frænku sinn-
ar?
Hún litaðist um í herbreginu
og sá, að hálfvisnuð blóm stóðu
þar í einum vasanum.
— Er þér ekki sama þó að ég
tíni svolítið af blómum úti í garð-
inum? spurði hún frænku sína.
•— En góða barn! Florence
frænka brosti. — Þetta hús og
allt sem því tilheyrir er þín eign.
Þar á meðal blómin í garðinum.
Marian brosti líka. — Já, auð-
vitað. Ég er bara ekki búin að
venjast tilhugsuninni ennþá.
— Annars getur garðyrkju-
maðurinn tínt fyrir þig þau blóm,
sem þig langar í, og komið með
þau hingað inn.
— Ég —■ ég vil helzt tína þau
sjálf, sagði Marian fljótmælt. —
Þú skilur — mér finnst svo gam-
an að blómum, og ég hef aldrei
átt garð fyrr.
Joe frændi hafði sannarlega
séð til þess, ?ð Adams héldi garð-
inum í góðri hirðu. Undir öðr-
um kringumstæðum hefði Mari-
an notið þess að horfa á snyrti-
legar grasflatirnar, breið blóma-
beðin og rósatrén, sem brátt
— VIKAN 13. tbl,
mundu standa í fullum blóma.
En nú tíndi hún nokkur blóm án
þess að hugsa um að velja þau
og gekk hratt út að matjurta-
garðinum. Hún gekk á stígnum
til vinstri, því að þá komst hún
fyrr úr augsýn úr gluggum húss-
ins.
Adams var við vinnu þarna
skammt frá og hún stanzaði til
þess að hrósa honum fyrir það,
hve garðurinn var fallegur. Þá
kom hún auga á hliðið á múr-
girðingunni.
—• Ég er að hugsa um að ganga
út fyrir og sjá, hvernig þar er
umhorfs, sagði hún kæruleysis-
lega.
— Það er mishæðótt lands-
lag, fröken, sagði hann. — Það
er erfitt yfirferðar fyrir kven-
fólk.
— Ég skal vera mjög varkár,
sagði hún.
Þegar hún kom út að hliðinu,
leit ^hún aftur til þess að sjá,
hvort hann fylgdist með ferð-
um hennar. En hann hafði þeg-
ar byrjað aftur að vinna og
sneri í hana baki. Þannig er það,
þegar tortryggnin hefur gripið
fólk. Þá heldur maður að allir
séu að njósna. Meira að segja
gamlir og meinlausir garðyrkju-
menn.
Hún stóð fyrir utan hliðið og
horfði yfir landið frammi fyrir
sér. Það var hrjóstrugt og eyði-
legt, þakið steinum og grófu
grasi. Enginn gróður var á
bjargbrúninni sem slútti þar
þverhnýpt niður að sjónum, sem
skall á bergið þrjátíu til fjörutíu
metrum fyrir neðan.
Krókóttur stígur lá þar milli
steinanna og sýndist enda út á
brúninni, og skammt þar frá stóð
gamli, grái turninn, en neðsti
hluti hans var í hvarfi bak við
klett, svo að það var eins og
hann svifi í lausu lofti.
Marian gekk eftir stígnum og
geðshræring hennar óx með
hverju spori. Sjávarniðurinn varð
hærri þegar hún nálgaðist brún-
ina og hún fann hvernig jörðin
titraði undir fótum hennar. Stíg-
urinn endaði snögglega út við
brúnina. Þrjú höggvin steinþrep
lágu niður á klöpp, og frá henni
var greið leið að turninum eftir
einstigi framan í berginu.
Marian stanzaði og leit í kring-
um sig. Stórum stöngum hafði
verið komið fyrir út við brún
einstigisins og milli þeirra var
strengd þunn, hvít járnkeðja,
sem myndaði grindverk eftir
endilangri klöppinni en brún
hennar var þverhnýpt niður að
syllu um það bil tuttugu metrum
neðar. Frá þeirri syllu var svo
bergið snarbratt niður að sjó.
Hinum megin við stíginn var
sprunga, full af steinum og möl.
Hún horfði á turninn, sem
gnæfði hátt í loft upp, einmana
og einangraður úti á enda skag-
ans. Hann gat verið um það bil
hundrað ára gamall og hafði ef
til vill verið útsýnisturn fiski-
manna, eða kannski ljósmerkja-
sendistöð smyglara. Kúpullinn
efst sýndi, að þar hafði Joe
frændi haft stjörnurannsóknar-
stöð sína.
Það var hér, sem hann hafði
unnið að þessu áhugamáli sinu
— hafði skoðað stjörnurnar og
unnið að bók um stjörnufræði.
Þetta viðfangsefni hafði tekið
hug hans allan ,og það var það,
sem hafði óbeinlínis orðið hon-
um að bana.
Framhald í næsta blaffi.
UNNU FLOTANN
ÓSIGRANDI ÚR LANDI
Framhald af bls. 18.
höfuðið iítið eitt, draga sverð
sitt úr slíðrum og rétta Dowling
það. Dowling leit aðeins á sverð-
ið, rétti Crocker það svo til baka
og spurði:
—• Hvern fjandann ætti ég svo
sem að gera við sverð?
Það eina, sem bankastjóri
Bakkusarbankans hafði upp úr
þessari fræknu vörn, var öriítið
aukin aðsókn að þankanum, sem
hann hélt áfram að reka næstu
þrjú árin, eða þar til gulan felldi
hann með leifturárás þremur ár-
um seinna.
Um síðir voru honum þó reist
tvö minnismerki. Annað á fáfar-
inni ströndinni, þar sem hann
hrakti 15000 manna flota óvin-
anna á flótta, en hitt í Hermann
Park í Houston. En þar sem
sagnaritarar hlaupa venjulega
yfir hlutdeild hans í borgara-
styrjöldinni, og sögukennarar
skólanna veigra sér við að segja
börnum og unglingum hetjusög-
ur af vínsölum og viskísvelgjum,
eru þeir auðtaldir, sem vita af
hverjum þessi stytta er, eða fyrir