Vikan


Vikan - 25.03.1964, Page 49

Vikan - 25.03.1964, Page 49
BIFREIÐA- & VARAHLUTAVERZLUN KRISTINN GUÐNASON H/F KLAPPARSTÍG 25-27 - SÍMAR 21965, 22675 Er dásamlegur smábíll, 4-5 manna, sem fer sérstaklega vel á vegi, jafnt á slæmum vegum og í halla. Stýring létt og örugg. Mótorinn er aftur í og gengur jafnt og örugg- lega. Gírskifting 4 gírar alsamhæfðir. Einn ódýrasti og bezti bíll sinnar stærðar. B M W 1500 - Nýr bíll með öll- um beztu eiginleikum og þæg- indum Luxus-bíla. Mc Pherson’s fjöðrum, óháð fjöðrun á öll- um hjólum. Diskahemlar að framan. Tele- skope-demparar. 4 gírar alsamhæfðir. Há- markshraði á 3. gír 115 km og 4. gír 150 km. Alltaf öruggur í öllum veðrum og á öllum tímum. EINKAUMBOÐ FYRIR: BAYERISCHE MOTOR WERKE AO - MVNCHEN Örugg varahluta- þjónusta Green og lýsti því sem gerzt hafði með miklu orðaflúri og handapati. Hún var nú alveg búin að jafna sig þótt enn vseri hún ósegjanlega spennt yfir öllu því sem komið hafði fyrir. Matilda frænka hlustaði á með hryllingi. — Þetta er ótrúlegt, sagði hún, — ég trúi því varla. Tveir segirðu, Annabelle. — Annar þeirra alveg risa- stór. Ég stirðnaði af skelfingu. -—- Ég verð að segja, sagði Mat- ilda frænka, — að þú ert allt annað en stirð núna. — En þá. Matilda frænka sagði: — Aug- ustus, þetta er hræðilegt. — Það er ekki laust við það. — Og ef Henri, ég á við Griine- wald, hefði ekki skorizt í leik- inn, sagði Annabelle, hefðu þeir vafalaust heimtað lausnarfé fyrir mig. Green sagði: — Annabelle mín, þetta er ekkert tunglskinsævin- týri. Mr. Griinewald, hann sneri sér að Henri, — ef Annabelle er ekki þegar búin að gera það, þá leyfi ég mér að láta í ljós innilegt þakklæti mitt. — Mín var ánægjan, sagði Henri Það vildi bara svo heppi- lega til að ég var þarna á ferð. — Það er svo að heyra að þér hafið næstum ekið þama fram hjá. — Ég hefði sennilega gert það hefði ég ekki verið einn. Þetta datt einhvern veginn í mig — þarna sá ég tvo bíla undir trján- um með dyrnar opnar. Henri brosti. — En ég á ekki allan heið- urinn skilinn. Bílstjórinn ykkar, Soames, var mér ómetanleg hjálp. Green leit á Julian. — Það er að sjá af þessu auga, sagði hann, að Soames hafi látið þorparann leika sig heldur grátt. Hann benti Julian að koma. — Má ég sjá þetta. Julian fannst sannarlega tími til þess kominn að einhver virti hann viðlits. Green leit á augað. -— Já, sagði hann, — þú ert kominn með svellandi glóðarauga. Þú ættir að fara út í eldhúsið og setja á það kjötsneið. Julian sagði: — Það er of seint núna, Mr. Green. — Jæja, en reyndu það samt, það gæti dregið eitthvað úr því. Hann sneri sér að Matildu frænku. — Ættum við að vekja þjónustufólkið? Matilda frænka sagði: — Ég vildi það nú síður. — Ég er líka á því. Þú skalt sjá um þetta Peggy. Farðu með honum og sjáðu hvað þú getur gert. Julian sagði heldur óbílstjóra- lega: — Ég get gert þetta sjálfur. Green sagði: -— Hlýddu því sem ég segi maður minn. Það fer enginn eins vel með glóðarauga og kona. Af stað með ykkur og komið þið svo aftur, þegar þetta er búið. Peggy fór á undan honum inn í eldhúsið. Hún opnaði einn ís- skápinn og sagði: — Ég býst við að þú haldir að þú eigir skilið filet mignon. Julian sagði: — Ég sætti mig svo sem við smásteik. — Hún er ekki til. Hún lagði kjötsneiðina á ennið á honum og til þess að ná betur að þrýsta því upp að auganu hélt hún með hinni hendinni um hnakkann á honum. — Þú ert með smákúlu hérna, sagði hún. — Þarna sem hann sló þig. — Ætli þér væri ekki sama þótt ég væri með brotna haus- kúpu. — Er þetta vont? — Já. — Það var hálf kjánalegt af þér að reyna að leggja í litla manninn þegar sá stóri stóð beint fyrir aftan þig. Julian sagði með tilfinningu: — Ég bjóst varla við því að verða sleginn svona í hausinn. — Nú við hverju bjóstu? — Ég hélt að ég myndi sleppa, það er allt og sumt. Og svo sazt þú þarna hrópandi í aftursætinu og baðst mig um að gera eitthvað, var það ekki? — Ég hrópaði ekki neitt. Og jafnvel þótt ég hefði gert það væri það ekkert einkennilegt, því að ég var dauðhrædd. Peggy þreifaði á hnakkanum á honum. ■— Þetta er ekki slæmt — húfan hefur tekið af mesta höggið. -—- Mér fannst nú hnakkinn á mér taka alveg nóg. — Þú færð ekki meiri með- aumkun hjá mér þótt þú haldir áfram að tala um þetta. Síðan bætti hún við: — Jæja þá, þú ert hugaður eins og ridd- ari og við erum öll montin af þér. — Þau stóðu þétt hvort upp að öðru. Hann fann ilminn af ilm- vatni hennar. Hún leit upp til hans og þetta kom allt af sjálfu sér. Julian beygði sig niður og kyssti hana. Eitt andartak endurgalt Peggy kossinn, síðan ýtti hún honum frá sér. Hún hélt enn á kjöt- sneiðinni. — En sú — sagði hún og dró andann ört — ef þú vogar þér að gera þetta aftur. Hún roðnaði. Julian fann ennþá kossinn brenna á vörum sér. En þetta, hugsaði hann, hafði verið slæm yfirsjón. Skelfilegur kjáni hafði hann verið. Hann hafði ekki ætl- VIKAN 13. tbl. 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.