Vikan


Vikan - 25.06.1964, Side 2

Vikan - 25.06.1964, Side 2
i fullri alvöru Víða er þokuslæðingur Um þessar mundir er liðið eitt ár frú þvi er Vikan kynnti Jón Kára og Ijóðabók hans „Þokur“. Það varð mjög um- talað mál á sínum tíma og olli blaðaskrifum. Þeir sem eru á móti öllu sem einu nafni kallast atómkveðskapur, þóttust nú hafa fengið beitt vopn í hendur; þarna væri liún lifandi komin ljóðsmíð atómanna, þessi þoku- væll, sem enginn skildi. Aðrir litu hinsvegar svo á, að Jón Kári væri í sjálfu sér allgott skáld og þess vegna væri ekki alls kostar að marka tilraunina. Þeim fannst líka að hinum svonefndu menningarvitum væri nokkur vorkunn; livað mundi maður scgja við' ungt skáld, sem kæmi með handrit annað en eitthvað sæmilegt? En allur almenningur hló að menningarvitunum og fannst þeir hafa fengið háðulega meðferð. Vikan leit hinsvegar þannig á málið, að það væri fremur alvarlegt; tilraunin virtist sýna og sanna, að jafnvel „bókmennta- menn“ eru ekki alltaf á ]iví hreina, hvað er gjaldgeng list og livað ekki. Við ætluðum að segja söguna um nýju fötin keisarans ennþá einu sinni og það tókst þótt einn menningar- vitinn kallaði málið bombuna sem aldrei sprakk. En það var misskilningur. Bomban sprakk og menn hafa jafnvel enn i eyr- unum hljóm af hvellnum. Hvort „Þokur“ hafa einhver á- hrif á iingu skáldin skal ósagt látið hér og enn er of snemmt að segja um það. Hinsvegar má búast við því, að ver gangi að slá ryki í augu almennings eftir þetta. f myndlist gerast svipaðir hlutir. Þar veður sýndarmennsk- <111 uppi líkt og í Ijóðlistinni. Fólk er teymt inn á sýningar og þorir ekki fyrir sitt litla líf að láta í ljósi neitt annað cn að- dáun. Þetta gæti nefnilega verið list. í skjóli þessa ruglings þríf- ast svo fúskararnir, atómskáld myndlistarinnar, sem lutlda að það sé nóg að koma sér upp mollskinnsbuxum og skeggi. f leiklist, söng og músik er Framhald á bls. 50, evu sokkar auka fegurð og yndisþokka

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.