Vikan


Vikan - 25.06.1964, Síða 13

Vikan - 25.06.1964, Síða 13
Framhaldssagan eftir Serge og Anne Golon ÞAÐ SEM ÁÐUR ER KOMIÐ: Angelique er óstýrilát dóttir de Scmcé, baróns af Mcmteloup. Greifinn er illa staddur fjárhagslega, og kastalinn þeirra er hrörlegur. Systlcinin eru mörg, en auk þeirra eru í heimili barónsins t vccr systur hans ógiftar, gamall faöir \hans og fyrrverandi hermaöur af óvissu þjóöerni, sem þar hefur oröiö innlyksa. Aöalfélagar Angelique eru tveir synir leiguliöa fööur hennar, og ásamt öörum þeirra veröur liún sjónarvottur aö því, er 8tigamannaflokkur fer meö ránum og ofbeldi um byggö leiguliöanna. Þau liggja í felum, þar til stigamennirnir víkja frá, en þá leiöir Ange- lique skelfingu lostiö fólkiö heim í öryggi kastálans. — Skattheimtu- maöurinn gerist sífellt ágengari viö d0 Sancé barón, og þar kemur, aö baróninn skrifar kónginum bœnarbréf og biöur um niöurfellingu skatt- anna. BréfiÖ felur hann frœnda sínum, du Plessis de Belliére, og biöur hann aö koma því á framfceri. Vm svipaö leyti koma tveir elztu synir barónsins heim frá skóla sínum, reknir, vegna þess aö vanrækt haföi veriö aö gjálda fyrir þá skólagjáldiö. Annar þeirra ræöir um aö fara á sjóinn, en gamli baróninn, afi hans, er mjög á móti þvi. — Smakkaðu á þessu, stúlka mín, sagði Madame Molincs. — Þetta er sykruð hvönn. heimsfræga, sem verlð heffur metsölubök um allan heím 2. hluti Angelique fylgdist af miklum áhuga með Þessu samtali. Hún hafði aldrei séð sjómann, en aðdráttarafl hafsins náði langt inn í landið. Hún vissi, að við ströndina voru skip, sem sigldu til fjarlægra staða, þar sem fólkið var rautt á hörund, eða jafnvel röndótt eins og villisvin. Hún hafði heyrt sögu um sjómann frá Breton, sem hafði komið heim með villimenn með fiðraða hausa eins og fuglar. Ó, hefði hún aðeins verið drengur! f)á hefði hún ekki beðið um ráðleggingar afa sins. Hún hefði bara farið, og tekið með sér alla litlu englana sina, í leit að nýjum heimi. 4. KAFLI. Nsesta morgun, þegar Angelique var úti í garðinum að leika sér, kom þangað stráklingur með krumpað sendibréf til föður hennar. — Molines ráðsmann langar að hafa tal af mér. Ég verð varla kom- inn aftur fyrir mat, sagði baróninn og benti hestasveininum að leggja á hestinn. Madame de Sancé beit á vörina og andvarpaði: — Eru þetta ekki voðalegir tímar! Þarna leyfir venjulegur almúga- maður, og þar að aukl mótmælandi, sér að segja þér fyrir verkum! Mér þætti gaman að vita, hvaða heiðarleg viðskiptl aðalsmaður getur átt við ráðsmann á búi nágrannans. Þetta hiýtur að vera út af múl- dýrunum einu sinni enn.... Baróninn svaraði ekki, og kona hans gekk hneyksluð burt. Meðan þetta samtal fór fram, skauzt Angelique inn I eldhúsið og sótti skó sína og yfirhöfn. Svo fór hún út i hesthús til föður síns. — Má ég koma með þér pabbi? bað hún, eins vel og hún gat. Hann brosti, og lyfti henni upp í hnakkinn fyrir framan sig. Ange- lique var uppáhaldsdóttir hans. Honum fannst hún mjög falleg, og stundum dreymdi hann um, að gifta hana ríkum og góðum hertoga. Þetta var bjartur haustdagur og skóginn, sem enn hafði ekki tapað laufskrúði sínu, bar gulbrúnan við himininn. Þegar þau fóru fram hjá hliðinu við höll Plessis-Belliére, hallaði Angelique sér áfram og reyndi að sjá hvíta, glæsilega bygginguna, sem teygði sig upp í himininn, eins og ævintýrahöll. Allt var þögult og kyrrt, — VIKAN 26. tbl. það var sem Renaisance kastalinn svæfi i dúlúð trjágarðsins. Þar var enginn heima, því eigendur hans kusu heldur að dvelja með hirð konungs. Hús Molines ráðsmanns var nokkrum kílómetrum lengra í burtu. Það var reisulegt, gert úr rauðum múrsteini, og italskt byggingarlagið dró að sér athygli fólksins, sem ekki var vant öðru en kastölum frá miðaldatímunum. Eigandi hússins var mjög í stíl við það, sterklegur og virðulegur, vel meðvitandi um vald sitt. Það lá við, að hann liti út fyrir að vera eigandi herragarðsins. Það var kannske ekki svo und- arlegt, því hinn raunverulegi eigandi var aldrei heima. Annað hvert ár, eða því sem næst, kom hópur hirðfólks til hallarinnar með vagna sína, hesta, veiðihunda og tónlistarmenn. 1 nokkra daga ríkti glaumur og gleði í höllinni, til mikillar hrellingar fyrir aðalsmenn héraðsins, sem var boðið að taka þátt í hátiðahöldunum, til þess að fína fólkið hefði eitthvað til þess að hlægja að. Svo sneru gestirnir aftur til Parisar, og þögnin grúfði sig á ný yfir höllina. Þegar Molines heyrði jódyninn, gekk hann á móti gestunum og hneigði sig. Angelique vissi, hve strangur og óvæginn þessi maður gat verið, og henni gazt ekki að þessari yfirdrifnu þjónslund, sem hann nú sýndi. En það hafði greinilega góð áhrif á Armand de Sancé barón. —• Ég átti lausa stund nú í morgunmálið, svo mér fannst óþarfi að láta yður bíða, Monsieur Moliness. — Ég er yður mjög skuldbundinn, barón de Sancé. Ég var hræddur um, að þér mynduð álíta það ókurteisi af mér, að biðja yður að koma hingað til mín, í stað þess að fara sjálfur til fundar við yður. — Ég tók það ekki illa upp. Ég veit, að þér forðizt að koma til fundar við mig, vegna föður míns, sem álítur yður hættulegan, vegna írúar yðar. — Þér eruð mjög skilningsríkur, yðar hágöfgi. Það er rétt, ég óskaði ekki að valda Monsieur de Ridoué og barónessunni leiðindum. Ég kaus þess vegna fremur, að boða yður hingað, og vona, að þér gerið mér þann heiður, að snæða með mér hádegisverð, ásamt litlu dömunni. —• Ég er ekki lítil lengur, sagði Angelique hvasst. — Ég er tíu og hálfs árs, og heima eru Madelon^ Denis og Marie-Agnés, öll yngri en ég, og svo nýfædda barnið. — Ég vona, að Mademoiselle Angelique vilji fyrirgefa mér. Ég veit, að eldri börnin fá fyrr þroska og hafa heilbrigðari dómgreind. Mér þætti gaman, ef þér og dóttir min, Bertille, hefðu meiri kunningsskap, því nunnurnar í klausturskólanum hennar segja mér, að henni verði aldrei neitt við -hug fast, og þyrfti því að velja sér trausta og vel gefna vini. — Þér gerið of mikið úr smámunum, Monsieur Molines, sagði barón- inn kurteislega. i — Loksins er ég sammála Molines, hugsaði Angelique. Henni fannst dóttir hans vera með heimskari og leiðinlegri börnum, sem hún þekkti. Hún gat ekki almennilega áttað sig á þessum manni. Henni fannst hann hálf leiðinlegur, en bar þó vissa virðingu fyrir honum. Hann var ævinlega I dökkum fötum úr dýru) efni, og þau litu alltaf út fyrir að vera ný. Skórnir hans voru með skínandi sylgju og fremur háum hæl- um, samkvæmt nýjustu tízku. Og maturinn á heimili hans var fyrirtak. Vatnið kom fram í munn- inn á Angelique, þegar þau komuj inn i anddyrið og fundu ilminn úr eldhúsinu. Madame Molines heilsaði gestunum kurteislega og hélt svo áfram störfum sínum. Ráðsmaðurinn leiddi gestina inn i litla skrif- stofu, og sendi eftir vini. — Ég get varla lýst því, hve mjög það gladdi mig, að yðar náð skyldi koma, byrjaði ráðsmaðurinn. — Mér virðist það góður fyrirboði um árangurinn af því máli, sem ég ætla nú að ræða við yður. Baróninn hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði forvitinn á ráðsmanninn. Hann var spenntur að heyra, hvaða tillögu nágranni hans myndi nú bera fram. Molines var talinn vera slóttugur. — Sé það satt, sem sagt er, hafið þér. i hyggju að leggja allan herra- garðinn undir yður sjálfan, sagði Armand de Sancé glettnislega. — Tómur hugarburður, yðar hágöfgi. Hvort tveggja er, að ég er harðákveðinn að halda áfram að vera tryggur þjónn markgreifans, og eins hitt, að ég sé mér engan hag í, að gera þessa eign að minni. Þetta er allt mikið veðsett. Angelique hafði engan áhuga fyrir þessu samtali. Hún laumaðist út úr skrifstofunni og fram I eldhúsið, þar sem Madame Molines var að hræra deig. Hún brosti við Angelique og rétti henni krús með lokk- andi lykt. — Smakkaðu á þessu, stúlka mín. Þetta er sykruð hvönn. Angelique gæddi sér á sælgætinu og fór síðan í rannsóknarferð um húsið. Þegar hún kom aftur fram í anddyrið, tók hún eftir klukku, sem stóð í horninu við eldhúsdyrnar. Hún gekk fast upp að klukkunni, til þess að hlusta á tikkið í henni, en Þá heyrði hún rödd föður síns, innan af skrifstofunni: •— Við heilagan Denis, Molines, þér komið mér á óvart. Þér hafið að vísu orð fyrir að vera snjalll í viðskiptum, en þetta kalla ég ótrú- legt hugmyndaflug. — Á hvern hátt ótrúlegt? —• Þér hljótið að sjá það sjálfur, maður! Þér vitið, að ég hef áhuga fyrir múldýrarækt, og hef komið mér upp góðu kyni. Nú viljið þér, að ég færi út kvíarnar í þessari ræktun, og ætlið sjálfur að taka að yður sölu á framleiðslunni. Þetta er svo sem allt i lagi. En ég skil ekki, hvernig þér hugsið yður, að fá samning til langs tíma við Spán. Við stöndum í stríði við Spán, kæri vinur. Hvernig hafið þér hugsað yður, að reka verzlun við óvinaþjóð? 1 fyrsta lagi er það bannað. Þar að auki eru landamærin lokuð og öflugur vörður við þau. Og síðast, en ekki sízt, á ég allt of fá dýr til þess, að slíkt gæti orðið arðbært fyrirtæki. Það myndi þarfnast mikils fjár og margra ára undirbún- ing. Fjárhagsaðstæður minar leyfa ekki slíkar æfingar....... — Þér megið ekki gleyma því, yðar náð, að þér eigið nú þegar fjóra úrvals graðfola, og það væri mjög auðvelt fyrir mig að kaupa fleiri hjá herraðarðseigendunum hér í kring. Hvað ösnur snertir, er hægt að fá þær svo hundruðum skiptir fyrir tíu til tuttugu livres hverja. Með tuttugu þúsund livres i stofnfé, væri hægt að ýta þessu myndarlega á flot, og Það væri farið að bera sig eftir þrjú til fjögur ár. — Tuttugu þúsund livres! Virðið þér múldýrin mín virkilega svo hátt? Múldýrin, sem allir i héraðinu hlægja að. Tuttugu Þúsund livres! Ég trúi þvi ekki, að þér viljið sjálfur leggja fram þá upphæð. — Og hvers vegna ekki? spurði Molines stillilega. •— Það væri óðs manns æði, Molines! hrópaði baróninn og starði dolfallinn á hann. — Þér verðið að gera yður Ijóst, að ég get ekki gefið yður neina tryggingu...... — Ég myndi láta mér nægja að fá helminginn af ágóðanum og veð í dýrunum. En það verður að gera samninginn leynilegan í París. —- Því miður hef ég ekki fjármagn til þess að komast til höfuð- borgarinnar fyrst um sinn. Þar að auki finnst mér1 tillaga yðar alit of mikill loftkastali og áhættusöm. Mig langar að ráðfæra mig við vini mína....... — Þá getum við alveg eins gleymt þessu strax. Lykillinn að vel- gengni okkar er þögnin. —• En ég get ekki umhugsunarlaust dembt mér út I fyrirtæki, sem stríðir á allan hátt á móti velferð þjóðar minnar! —• Ég mætti kannske benda yður á, hve mikil áhrif þetta getur haft á möguleika yðar til þess að framfleyta fjölskyldunni á heiðar- legan hátt. Ég hafði hugsað mér að leggja fram tuttugu þúsund livres í viðbót, upp í væntanlegan ágóða svo þér gætuð helgað yður starfinu, án þess að hafa nokkrar áhyggjur af börnunum. Ég veit af eigin reynslu að það er ekki hægt að einbeita sér, þegar höfuðið er fullt af áhyggj- um. — Og þegar skattheimtumaðurinn hundeltir mann, bætti baróninn við og roðnaði litillega. —• Ég verð alla vega að mælast eindregið til þess, hverja ákvörð- un, sem þér kunnið að taka, að þér minnist ekki á þetta við nokkurn mann. — Ég skil. En mér finnst þó, að konan mín verði að vita um þetta. Þetta snertir framtíð hennar og barna okkar, ekki síður en mína. — Fyrirgefið mér, þótt ég sé ókurteis. En getur barónessan haldið þessu leyndu? Ég hef aldrei vitað konu geta þagað yfir leyndarmáli. — Konan mín er ekki málgefin. Hún þegir, ef ég bið hana. Framliald á bls. 46. VIKAN 26. tbl. — 1 O

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.