Vikan


Vikan - 25.06.1964, Síða 14

Vikan - 25.06.1964, Síða 14
Úti fyrir leiftraði elding og svo kom þruma. Klukkan ó veggnum sló 12 og það var mið- nætti. Ruggustóilinn minn var gamall og skrifstofan ekki stór, en ég var ónægður. Vinnan var auðveld ég hafði nógan tíma fyrir sjólfan mig, og starfslið til að skipa fyrir. Starfsliðið var frammi að sópa marmara- góifið í móttökusalnum. Það hét Danny Miggs. Danny Miggs hreinsaði til og gerði allt, sem ekki krafðist umhugsunar. Hann var gamall hnefaleikamaður, og hafði einhvern- tíma fengið ónotalegt höfuðhögg, sem hjólp- aði honum tii að hugsa ekki mikið. Það hefðu ekki allir kært sig um að hafa hann nólægt sér — hann var stundum dólítið skringilegur í tali — en mér líkaði vel við hann. Hann var alltaf hjólpsamur og alltaf í góðu skapi. Það verður ekki sagt um alla. Svo heyrði ég aðaidyrnar opnast. Ein þruman enn drundi við, og kuldagustur kom inn um opnar dyrnar. Ég vonaði, að hver sem þetta væri, ætti hann ekki viðskiptalegt erindi; kannske bara Hunt lögreglustjóri eða aðstoðarmaður hans O'Connell, sem voru vanir að aka lögreglu- bíinum nokkra hringi kringum þessar dimmu, tómu vöruskemmur alla nóttina, og komu stundum inn, til þess að drepa tímann með því að spjalla við mig. Ég nennti ekki að vinna núna. Stundum þurftum við að af- greiða viðskiptavini á næturþeli, en það var ekki annatími núna. Já, ég gleymdi að segja það, að ég er næturvörður í Miðborgar líkbrennslunni. Ég teygði úr hálsinum til þess að líta gegnum glerið í millidyrunum. Ég sá mann í rennvotum gaberdinefrakka, sem leit út fyrir að hafa verið dýr, hrista vatnið af fínum borsalinohatti á gólfið. Þetta var ekki fréttamaður — hann var of vel klæddur. Ekki leynilögreglumaður — af sömu ástæðu Og ekki einhver, sem hafði bara komið inn til að leita sér afdreps. Án nokkurrar ástæðu fór hrollur um mig. Danny tók á móti honum með kústinum og spurði mjög kurteislega, eins og ég hafði kennt honum: — Hvað get ég gert fyrir yður, herra? í sama bili æstist vindurinn úti fyrir. Eld- ingin kom inn um gluggann, litaðist um og fór út aftur. Ókunni maðurinn tók viðbragð. — Sástu þetta? spurði hann. — Þetta gæti verið dómsdagur. Danny kinkaði ákaflega kolli. Án þess að ókunni maðurinn vissi, hafði hann hitt á uppáhalds umræðuefni Dannys. — Já, svo sannarlega, sagði hann. — Og fyrir suma er sú raunin. Vitið þér, að síðan þér komuð inn um dyrnar, hafa tvær mann- eskjur dáið? — Hvar? Ókunni maðurinn sneri sér við og leit á hann, og þá vissi ég, af hverju það hafði farið hroliur um mig. Þetta var Al Thomas. Það fór hrollur um mig. Það fór alltaf hrollur um mig þegar ég sá hann, jafn- vel þó ég vissi ekki að það væri harin. — Einhvers staðar í þessu landi, sagði Danny. — Nú er einn dauður í viðbót. — Samtals þrír, sagði Af. — Rétt, sagði Danny og kinkaði kolli. — Og nú eru þeir orðnir fjórir. Svona er dán- artalan í þessu landi. Fjórir á mínútu. Og f sama bili æstist vindurinn úti fyrir. Eldingin kom inn um gluggann, litaðist um og fór út aftur. Ókunni maðurinn tók viðbragg. sjáið bara þessa borg. Þetta er stór borg. Hér er dánartalan einn á hverjum þrjátíu mínútum. Það gerir tvo á klukkutímann. — Fjört.'u og átta á sólarhring, sagði Al Thomas. Danny réð sér ekki af kæti yfir því, að rekast á mann, sem skildi hann. Hann hall- aði sér fram á kústinn sinn og bjó sig und- ir að tala alla nóttina. — Uhu, sagði hann og kinkaði kolli. — Fjörtíu og átta manns á sólarhring, geispar golunni í þessari borg. Að meðaltali, auð- vitað. — Að meðaltali, já, auðvitað, svaraði Al og leit í kringum sig. — Stundum er það meira og stundum er það minna. — Já, það er lagið. — En að meðaltali er það einn á hverj- um hálftíma. Svo ef þér bíðið hér í tuttugu og sjö minútur i viðbót, deyr einhver ein- hversstaðar í þessari borg. Þér getið reitt yður á það. — Og ef þú heldur þér ekki saman, verð- ur það þú, sagði Al. — Ég er að leita að Pete Wilson. Náðu í hann. Það kom vonbrigðasvipur á Danny. Al hafði ekki beðið eftir því, að hann kæmist til að skýra frá því, hvað myndi gerast, ef ekki dæu fjórir á hverri mínútu; hvernig mannf jöldinn myndi verða svo mikill, að menn yrðu að standa ofaná hver öðrum eins og fimieikamenn. Þetta efni var Danny mjög hjartfólgið. Hann setti frá sér kústinn og gekk að skrifstofudyrunum. Ég beið ekki, heldur mætti honum á miðri leið. — Farðu og sópaðu kapelluna, Danny, sagði ég. — Sæll Al. — Pete! Al brosti sínu breðasta brosi. — Pete, gamli vinur! Hvernig líður þér? Ég lét sem ég heyðri þetta ekki. Þótt við hefðum setið inni saman, var enginn kom- inn til með að segja, að við værum vinir. — Jæja, Pete, sagði Al. — Þetta er þokka- legur staður. Rólegt. Reglulega rólegt. Manstu eftir bölvuðum hávaðanum í klefun- um, ha? Alltaf einhver að hósta, skyrpa eða æpa. Það gat gert mann vitlausan. — Eigum við að vera að tala um klef- ana? spurði ég. Al fór úr dýrum, blautum gaberdinefrakk- anum, og kastaði honum á bekk. — Nú skulum við láta fara vel um okkur, Pete sæll, sagði hann. — Og við skulum gleyma þessum klefum. Við skulum gleyma því, að þú hefur setið þrisvar sinnum inni. Við skulum gleyma öllu öðru en því, að nú erum við frjálsir, og skulum svo sannariega nota okkur það. Ég þurfti ekki að spyrja, hvað hann átti við; ég vissi það. Ég vísaði honum inn í skrifstofuna og dró fram gestastólinn. — 111 í lagi, Al, hvað er það þá? spurði ég, og mér var illt í maganum. Þvi að ef það er nokkuð, sem mig langar ekki til, þá er það að snúa mér að gamla starfinu aftur. Og ef það var nokkur, sem ég vildi ekki starfa með, þá var það Al Thomas. Al dró flösku upp úr vasa sínum og lítið veski með tveim staupum. Hann fyllti þau með dýrmætur Skota og rétti mér annað. Ég tók við því, vegna þess, að þegar Al — VIKAN 26. tÞl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.