Vikan


Vikan - 25.06.1964, Side 16

Vikan - 25.06.1964, Side 16
Hann lá alveg grafkyrr með lokuð augu. Hann reyndi að sökkva sér aftur niður í hið mjúka, kyrra skaut svefnsins. Eitt augnablik hélt hann að hann væri um borð í einhverju skipi, sem hægt og rólega rynni áfram yfir lygnt hafið. Hljóðið . . . hann hlustaði á dimman þytinn. Þetta var fjarlægt hljóð. Það þrengdi sér inn í undirvitund hans, en þegar hann fór að hlusta betur, heyrði hann það greinilegar. Annað vélarhljóð barst inn í meðvitund hans, en það var aðeins titringur, svo lág- vært að hann frekar fann það en heyrði. Hann einbeitti hugsun sinni, þvingaði hana frá meðvitundarleysinu. Þarna . . . þyturinn leystist upp í mis- munandi hljóðeiningar. Hann heyrði lág- an, hvíslandi þyt. Hann blandaðist reglu- bundnu, næstum óheyranlegu tifi. Hljóðið líktist því, sem búast mætti við í einhverju farartæki í kyrrum sjó, en var þó einhvemveginn ólíkt, — ólíkt öll- um öðrum hljóðum. Hann heyrði annað hljóð: lágt hvísl í loftstraumnum, líkt og léttur blær liði yfir andlit hans. Hljóðið vakti forvitni hans, það var svo nálægt, en honum var ómögulegt að þekkja það. Hann þvingaði augnalokin upp. Myrkur. Nei, ekki alveg. Hann sá óljóst fram- fyrir sig, og festi sjónina á ljósgeisla. Það dugði. Á þessu augnabliki vissi hann, af nakinni og algjörri vissu, hvað hann var. Hann vissi skyndilega allt, sem á undan hafði gengið. Hann sá veika ljóshringi, sem svifu fyr- ir framan hann —- rauða hringi með grænum flekkjum. Ljósu hringirnir voru mæliskífur. í þeim voru orð, bókstafir og tölur og draugalegar nálar, sem einnig glóðu aðeins í myrkrinu. Eitt augnatillit á ljósblikið hafði sagt honum hvar hann var. Hljóðið . . . hann hafði hlýtt á suðið í kjarnaklúfinum, veikan titringinn í dæl- unum, sem sendu súrefni eftir rörum, leiðslum og göngum. Þyturinn í loftinu .. . hann hló að sjálfum sér í myrkrinu, því hann hafði ekki þekkt hljóðið í sínum eigin andardrætti. Hann greip hanzkaklæddri hendinni um gluggatjöldin og dró þau frá eftir stöng- unum. Breiður, sléttur gluggi kom í ljós. Hann beygði sig fram svo að andlitið kom nær glugganum og horfði út í nak- inn himingeiminn. Miljarðar sólna léku sér fyrir augum hans. í átta klukkustundir höfðu augu hans verið lokuð. Þau höfðu vanið sig við algert myrkur. Nú, rúmlega hundrað og fimmtíu kílómetrum fyrir ofan sof- andi jörðina, langt yfir þykkum, þving- andi lofthjúpnum, leit hann furðu lost- inn á hnífskarpar útlínur framandi hnatta. Himingeimurinn var baðaður í ljósi. Ótölulegur aragrúi reikistjama, pláneta og hnatta sveif fyrir augum hans og mill- jarðar af sólum. Hann gaf eftir á öllum vöðvum, en lík- aminn hreyfðist ekki. Hann féll ekki aftur niður í sætið. Hann vissi nú, vegna hvers hann hafði undrazt yfir mýkt og þægindum „söngsins" þegar hann var að rífa sig úr örmum svefnsins. Hvað gat verið betra og þæiglegra en hvíla úr tómu lofti? Ekki eitt einasta gramm þyngdar lá nokkursstaðar á líkama hans, togaði í sin- ar hans, né þandi vöðva hans. Hann fann til þæginda, sem voru svo fullkomin, að slíkt mundi ómögulegt þarna niðri á plá- netunni, sem hann kom frá. Líkaminn var í svo fullkominni hvíldarstöðu, að því var ógerningur að lýsa. Þyngdarleysi . . . afleiðing frjálsrar rásar umhverfis fæðingarjörð hans, með hraða sem var svo geypilegur, að hann virtist algjörlega tilgangslaus. Hann hló gleðisnauðum hlátri, þegar hann hugsaði um að hann væri aðeins átta mínútur að þeytast yfir þver Banda- ríkin. Fjarlægðir höfðu enga þýðingu. Hraðinn hafði enga þýðingu, því hann fann ekki vott af hreyfingu. Hraðinn hafði enga þýðingu, því hann fann ekki afleiðingar hans. Og samt hafði hraðinn allt að segja, því hann hafði fellt yfir honum dauðadóm. Jafnskjótt og hon- um kom þetta í hug, reyndi meövitundin að reka þá hugsun burt, og byggja varn- armúr umhverfis staðreyndina. En þessar hugsanir urðu ekki deyddar. Hann hafði hlotið sinn dauðadóm. Hvernig gat hann látið vera að hugsa um slíkt? Hann rak hræðsluna á flótta, því það var alls ekkert hægt að gera til að bjarga lífi hans. Hann hafði reynt allt, en án árangurs. Egghvassar hugsanir hans og viðbrögð, sem oftar en einu sinni áður höfðu borgið lifi hans, voru honum ekki lengur til nokkurs gagns. Það var nú einskis virði. Og vegna þess að hann gat ekkert gert til að breyta staðreyndunum, þá sætti hann sig við bær. Hann var enginn hugmyndabelgur, en hélt sér við blákaldar staðreyndir. En eftir tvo daga ,lauslega reiknað, mundi hann vera orðinn hetja . . . fyrsti píslarvottur himingeimsins, fyrsti geimfar- inn, sem ekki kæmist lifandi aftur til þeirrar jarðar, sem hann hafði fæðzt á. Hann vissi að það yrðu haldnar ræður. Honum hryllti ósjálfrátt við tilhugsun- ina. Embættismenn frá National Aeron- autics and Space Administration mundu halda ræður í tugatali. Fylkisstjórar og þingmenn mundu halda ræður. Konurnar í hundruðum kvenfélaga um allt landið, mundu snökta í vasaklútana sína, rit- stjórar mundu rita eftirmæli, vinir hans mundu syrgja hann — en sjálfur mundi hann losna við að hlýða á ræðurnar, sem mundu verða haldnar eftir aðeins tvo sól- arhringa. Dauðadómurinn hafði verið kveðinn upp af . . . hverju? Rafleiðslum? Straumrofa? Rakadropum á rafkapli? Einhverri hita- uppsprettu, sem hafði brætt einangrun á leiðslu, svo að hún var ónothæf? Keðja ólíkra og óskyldra atburða eða bilana? Litlar, hver út af fyrir sig, en drepandi í sameiningu? Hann vissi ekki hvað hafði bilað, en vildi mikið til þess gefa að vita það. Fyrir aftan, aðeins nokkrum sentimetr- um frá hnakka hans, aðskilið frá honum með þykkum einangrunarveggjum og fiberglerskildi, var sívalt tæki með nokkr- um úthlaupum. Það voru hemlaraketturn- ar, sem voru farseðill hans heim aftur til jarðarinnar. í tækinu sem fest var aftan á Mercury- geimfarinu, voru þrjár litlar rakettuvél- ar. Hver þessara véla var byggð til að framleiða fimm hundruð kílóa þrýsting í tíu sekúndur, gagnstætt núverandi stefnu hans. Fimmtán hundruð kíló í eldspúandi Víðast hvar í heiminum hafa undanfarin ár verið gefnar út bækur í þúsundatali, um alls- konar afrek og ævintýri í sam- bandi við nýjustu uppfinning- ar og fundi á sviði vísinda. Á ensku er þessi tegund skáld- skapar nefnd einu nafni „Sci- ence-fiction“ eða „Vísinda- skáldskapur“. Flestar slíkar sögur eru svo fráleitar og óraunverulegar, að stappar nærri brjálæði, enda hefur þessi tegund skáldskapar náð litlum vin- sældum hér á okkar raun- sinnaða landi. Þessi greinaflokkur, sem við birtum hér, tilheyrir ekki þessum flokki ævintýra á sviði nýjustu vísinda og upp- götvana. Samt er hún raun- veruleg að því leyti að hún gæti gerzt í dag, og hug- myndaflug höfundarins fer aldrei út yfir ramma raun- veruleikans. Hann tyllir alltaf öðrum fæti á kunnar stað- reyndir. Mercury 7 kaliar! Hef þrýst á hemla- rofann - en hylklð stöðvast ekki! Jg — VIKAN Z6. tW.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.