Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 25.06.1964, Qupperneq 19

Vikan - 25.06.1964, Qupperneq 19
Það var í fyrrasumar, að nokkr- ir vinnufélagar fengu laxveiðiá á leigu í nokkra daga, og jafnframt gistingu og fæði í veiðiskála við ána. Að sjálfsögðu fréttist þetta um stofnunina nokkru áður, og þeim til mikilla leiðinda fór svo, að eigandi fyrirtækisins ákvað að fara með þeim. Eigandinn var frámunalega leiö- inlegur maður, merkilegur og montinn, þóttist Nallt geta, allt kunna og allt mega, svo þá hlakk- aði síður en svo til að hafa hann með, en gátu ekkert að gert, og enginn þoröi að hreyfa mótmæl- um. Það fór líka svo sem þá grun- aði. Þeir voru varla komnir á stað- inn, þcgar vinnuveitandi þeirra tók til að segj^i þeim ævintýra- legar sögur af veiöimennsku sinni, hvað hann hefði veitt stóra laxa, marga og fallega. Að lokum kom að því að einn viðstaddra fór kurtcislega að láta í ljós vafa um að allar þessar furðu- sögur væru sannar. Eigandinn hnyklaði brýrnar og spurði með sínum mesta sparisvip: „Og liver ert þú, góði, sem leyfir þér að efast um að ég segi satt?“ „Ég er einn þeirra ólánssömu manna“, svaraði hinn, „sem vinna ekki hjá þér“. ★ Prestur nokkur haíði þaö orð á sér, að hann gerði sitt bezta til að vera álitinn písl- arvottur hvar sem hann var, og hvað sem hann gerði, og bar alltaf það útlit og þann svip, að vel mátti skiija að þarna fór heilagur maður. Einhverju sinni var hann Hómor í miðri Viku Maður nokkur frá einu austan- tjaldsríkjanna var fyrir nokkru staddur um tíma liér á íslandi í viðskiptaerindum. Hann dvaldist hér í nokkrar vikur, og gerði sér þá auðvitað ýmislegt til dundurs í frístundum sínum. Einhver þeirra íslendinga, sem samband höfðu viö hann hér heima, spurði hann hvort hann hefði ekki áliuga á veiðiskap, og bauðst til að reyna að fá leigöa laxveiðiá einn dag eða svo og tók hann því mjög vel. En það dróst að fá leigða ána vegna aðsóknar, og þar kom aö maðurinn fór aö verða óþolinmóð. ur. Hann spurði því íslendinginn livernig á þessu stæði, og var hon- um skýrt frá þvi live mikil aðsókn væri í árnar. Það barst um leið í tal hversu mikið leigan kostaði, og blöskraði austanmanninum verð- ið. „Þetta er alveg stórfurðulegt ‘, sagði hann, „hvað kapítalistarnir leyfa sér að taka fyrir svona lag- að. Heima getur maöur rennt í hvaða sprænu sem er, án þess aö greiða nokkuð fyrir, en hér kostar það stóra peninga. Hvernig stendur á þessu?“ „Það er ofur skiljanlegt“, svaraði íslendingurinn. „Hér höfum við nefnilega ráð á því að borga fyrir það“. ★ staddur í samkvæmi, þar sem aðrir sálusorgarar voru fyrir, og bárust nokkuð meira á en hann. Einbver þeirra kom að máli við hann og spurðist fyrir um það, hvernig hann hefði það. „Ég hefi það ágætt“, svaraði hann, „ég þarf ekki að kvarta yfir neinu, — nema því hve gott ég hefi það. Þess vegna er ég að hugsa um að. breyta til og sækja um eitthvað annað brauð, þar sem þægindin eru minni. Ég hefi það að lífsreglu að forðast óhóf og Iíkamleg þægindi, sem gætu haft óheppileg áhrif á heilbrigt andlegt líf“. Hinn svaraði hægt og gætilega: „Þú lendir í vandræðum, kunningi, þegar þú kemur til himna . . .“ VIKAN 26. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.