Vikan


Vikan - 25.06.1964, Síða 36

Vikan - 25.06.1964, Síða 36
AGFA LITFILMAN, er sérstaklega skörp, með fullkomnum og gallalausum litum AGFAer merkið, sem þér þekkið og getið treyst AGFA CT 13 kvikmyndafilman er fullkomnasta litfilman sem á markaönum er. Hún er plús/mínus eitt Blend og 10-16 din. gg _ VIKAN 26. tbl. TYPE S staklega í fyrravetur. Drengirnir, sem ég hef alið upp, eru orðnir svo stórir, að þeir eru farnir á togara. Markús bauð okkur inn, meðan við vorum að rabba saman. Við komum í eldhúsið, og þar var greinilegt, að kvenmannshendur höfðu ekki um kirnur klappað. Þar ægði ýmsu saman, og kött- urinn hoppaði léttilega um borð og stóla og teygði sig upp í skápa. Svo hoppaði hann upp á öxl Markúsar, og maðurinn var blíð- ur við kisu. Svo stökk kisa aftur niður á borð og stakk hausnum upp að eyrum niður í fiskbollu- dós. —- Einu sinni fórst flugvél, þar sem við nú stöndum, sagði Mark- ús. — Þá var hér hænsnahús. Ég sá vélina koma þrisvar niður, áður en hún hafnaði hér. Þrír fórust. Einn bjargaðist sjálfur. Hann stökk strax og meiddist ekkert. Hann hefur aldrei orðið samur maður síðan. Öðrum náði sonur minn úr flakinu. — Er þá ekki reimt hér? — O, anzkotakornið. Það held ég ekki. En það eru til sögu- sagnir um, að hér hafi karl drep- ið kerlingu sína. Han.n fór til sjós, og vissi enginn annað en allt væri í lagi, þar til um páska- leytið, að kona frá Arnarfelli fann kerlinguna hans dauða í flórnum hér. — Segðu mér eitt, Markús, ertu hættur að fara á traktorn- um þínum í bæinn? — Já, ég er alveg hættur því. En hvernig losnar þú við mjólkina? Ekki drekkur þú einn mjólk úr 5 kúm. — Nei ég hef selt í Valhöll. Og prestinum. — Lokast aldrei vegurinn hingað? — Nei, hann lokast eiginlega sjaldan, nema helzt ef lækurinn hérna við túnfótinn bólgnar veru- lega. En það er ekki oft. — Ertu nokuð á þeim buxun- um að fara að hætta þessu? ■—- O, maður veit ekki. Maður er nú orðinn gamall. Hundarnir fylgdu okkur gjammandi úr hlaði, þegar við fórum. Markús stóð eftir með kettlinginn undir hendinni og gaf heimaalningunum að sjúga úr pela. Manni fannst næstum ótrúlegt, að skúrkum skyldi detta í hug að koma hingað upp í þenn- an afkima til þess að hrekkja þennan góðlega og friðsama mann. Og það jafn ótuktarlega og raun bar vitni. Þeir eru orðnir margir, sem hafa staðið á töngunum við Vell- ankötlu og reynt að krækja sér í fisk úr vatninu. Að vísu er ekki von á stórfiski á krókinn, en þetta getur verið skemmtilegt allt að einu, og murtan og smá- bleikjan eru góður matur. Stund- um lætur líka þokkaleg bleikja, tveggja til þriggja punda, ginn- ast af maðkinum, og þá finnur maður til sín, meðan hinir ham- ast við að draga smáfiskana á land. En þeir hafa sennilega ekki verið að hugsa um fiskirí í gamla daga, þegar þeir stönzuðu við Vellankötlu og gerðu boð vinum sínum á Alþingi við Öxará, að þeir kæmu til móts við þá og veittu þeim lið, því það hafði sannspurzt, að óvinir myndu taka á móti þeim með banaspjót- um þegar itl þingsins kæmi. Og þá hafa sendiboðarnir farið fram hjá þeim stað, sem Vatnskot stendur nú. En þá var þar enginn Símon. • Nú var hann hins vegar heima ásamt Helgum tveimur, dóttur sinni og dótturdóttur, og Lauf- eyju Jónsdóttir, sem hefur verið hjá honum meira og minna í 20 ár. Símon Jónsson er fæddur á Brúsastöðum, en í Vatnskoti hef- ur hann átt heima síðan 1910. Símon er hálfgerður galdrakarl og þekktur fyrir það. Hann hefur búið sér til alls konar tæki og vélar, sem fáum öðrum hefur dottið í hug. Meðal annars má minna á vélsleðann, sem hann gerði úr gamalli flugvél, vatna- reiðhjólið og margt, margt fleira. Hann hefur búið með allskonar skepnur, fé, geitur og kýr, en nú hefur hann, eftir því sem hann sagði sjálfur: Enga skepnu, ekki kött, ekki hund, þaðan af síður páfagauk. Hins vegar held- ur hann áfram að veiða í vatn- inu, og hefur þetta 10- 20 net. Meðan skepnur voru enn í Vatnskoti, var oft erfitt með hey- skapinn. Hann varð að sækja út á heiði, norður að Selkoti, vestur að Fellsenda og reyndar víðar. Þá var legið við, meðan á hey- skap stóð, og reitt heim á hest- um. Raunar hefur Símon ekki verið að þvælast þetta með hrossagreyin, lengur en nauðsyn- legt var, því hann var fljótur að tileinka sér tæknina, þar á meðal bíla. Einn bíla hans stendur enn fyrir utan hús í Vatnskoti. Það er að vísu aðeins grindin og nauð- synlegir hlutir til að knýja bíl- inn sporum og hafa einhverja hönd í bagga um það, hvert hann fer, en Símon á margar góðar minningar um þennan bíl. Og eftir að hann hætti að nota hann, gerði tengdasonur 'hans, maður Helgu, sér það til skemmtunar að skrönglast á honum austur um allt hraun og yfir að Laugarvatni fyrir norðan Lyngdalsheiði. —: Mér þótti gaman að því, sagði Símon, og varð hýr á svip við þessa upprifjun. Hann er hættur að vera allan ársins hring í Vatnskoti. — Mað- ur er orðinn ekki neitt, sagði hann, þar sem hann var í óða önn að greiða net með fingrum. — Lappirnir eru löngu ónýtar. Nú er ég næstum alian vetur- inn hjá Aðalsteini syni mínum, á Laufskálum í Stafholtstungum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.