Vikan


Vikan - 25.06.1964, Síða 47

Vikan - 25.06.1964, Síða 47
sem Angelique Þekkti ekki. Málverkið sýndi ólympskan guð og gyðju í djúpum faðmlögum. —- Bara að ég fengi að koma við þetta, klappa því og snerta það, iiugsaði hún. Einn góðan veðurdag ætla ég að eiga þetta allt.... 5. KAFLI Þegar voraði, tók unga fólkið að skemmta sér og safnast saman, og það var ekki laust við að eitt og eitt par laumaðist inn á milli runn- anna, til að vera eitt út af fyrir sig. Þegar kom fram í júní, gifti gamli Saulier dóttur sína og það var mikil veizla. Hann leigði landskika af de Sancé barón, en hinir bænd- urnir voru leiguliðar og urðu að gjalda baróninum helming uppsker- unnar. Litla rómversk-kaþólska kirkjan var skreytt með blómum og stórum kertum. Baróninn leiddi brúðina sjálfur upp að altarinu. Á eftir var borinn fram ríkulegur matur og vín( Þegar kom fram á kvöldið, átti að dansa undir stóra álmviðnum á þorpstorginu. Karlmennirnir sátu við borð, sem hafði verið komið íyrir undir berum himni umhverfis torgið. Angelique heyrði eldri systur sína kjökra, og biðja um að fá að fara heim, af þvi að hún skammaðist sin fyrir kjólinn sinn. — Uss sagði Angelique. — Óttalegur asni ertu, greyið mitt! Kvarta — Valentine, mon doé! hrópaði hún á bændamállýzku. -— En hvað þú ert fallegur! Sonur malarans var í yfirhöfn, sem greinilega hafði verið saumuð í borginni. Drengurinn var fjórtán ára gamall og karlmannlega vax- inn, en kunni sýnilega ekki við sig í þessum fötum. Angelique hafði ekki séð hann um hrið, en tók nú eftir þvi, að hún náði honum varla i öxl. Það lá við að hún yrði feimin. Til þess að láta ekki á neinu bera, greip hún hönd hans. — Komdu að dansa. — Ó, nei! mótmælti hann. — Ég vil ekki skemma fötin mín. Ég ætla að fá mér glas með mönnunum. Hann gekk virðulega yfir torgið, í áttina til fullorðnu mannanna. —- Komdu að dansa, hrópaði einhver, og þreif um mittið á Angelique. Þetta var Nicholas. Augu hans, dökk eins og þroskaðar valhnetur, voru full af gáska. Rökkrið féll á. Kvöldsvalinn strauk sveitt ennin. Angelique hreifst af hljóðfalli dansins, laus við allar áhyggjur. Piltarnir dönsuðu við hana, einn eftir annan og í glampandi, hlægjandi augum þeirra, las hún eitthvað, sem henni fannst spennandi. Svo kom að þvi, að mál var að ljúka dansinum og snúa sér að borðunum, sem svignuðu undan veitingum. NSU-PRINZ4 • SPARNEYTINN OG VANDAÐUR 5 MANNA BÍLL. • REYNSLAN HEFUR SÝNT AÐ PRINZ 4 HENTAR ÍSLENZKUM VEGUM OG VEÐRÁTTU VEL. ÖRUGG VARAHLUTA- OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Árgerð 1964 Kr. 125.200,00 Fálkinn h.f. Sími 18670 — Laugaveg 24 — Reykjavík ég undan fötunum minum? Samt er kjóllinn minn bæði of þröngur og of stuttur. Skórnir mínir meiða mig, en ég kom með klossana mína með mér, og þegar dansinn byrjar, fer ég i þá. Ég ætla svo sannarlega að skemmta mér! Hortense hélt hins vegar áfram að sífra og vilja fara heim. Madame de Sancé fór að leita að eiginmanni sinum, til að segja honum, að hún ætlaði að fara heim með Hortense, en skilja Angelique eftir hjá honum. Um sama leyti komu hijóðfæraíeikararnir inri á torgið. Fyrst komu tveir sekkjapípuleikarar og bráðlega bættist flautuspilari í hópinn. •—■ Nú byrjar dansinn, hrópaði Angelique og þaut af stað í áttina Jað runnanum, þar sem hún hafði falið klossana sína. Pabbi hennar horfði á hana skoppa yfir torgið og klappa saman höndunum eftir hljóðfallinu. Ljósgult hárið sveiflaðist um axlir henn- ar. Kannske var það af því, að kjóllinn hennar var bæði of stuttur og •of þröngur, að hann tók allt i einu eftir þvij hve hún hafði þroskazt mikið síðustu mánuðina. Herðarnar höfðu breikkað og brjóstin þrýstu mjúklega út í slitinn kjólinn. Eins og hinar ungu stúlkurnar hafði hún skreytt hálsmálið með rauðbláum og gulum vorrósum. Hún leit sannarlega út fyrir að vera meira en tólf ára. Karlmennirnir, sem sátu umhverfis baróninn, tóku einnig eftir þess- ari ungu stúlku. — Dóttir þín er að verða falleg stúlka, sagði gamli Saulier með tvíræðu brosi og drap tittlinga framan í Þá, sem hjá sátu. Þrátt fyrir stoltið hafði baróninn nokkrar áhyggjur. — Hún er. að verða of stór, til að gantast við þessa slöttólfa, hugs- aði hann. — Það væri nær að senda hana í klaustur, fremur en Hort- ense. Angelique hafði ekki hugmynd um, að á hana væri horft og um hana var talað, en blandaði sér kát og ánægð í hóp unga fólksins. Hún rakst á ungling, sem var svo vel klæddur, að hún þekkti hann ekki strax. — Hvað ertu að hugsa um, pabbi, spurði Angelique og tyllti sér við hliðina á föður sínum, sem var enn með áhyggjusvip. Hún var rjóð og móð. Það lá við, að hann væri óánægður við hana, fyrir að vera svona áhyggjulaus og ánægð, þegar hann gat ekki einu sinni notið ánægju af veizlunni á sama hátt og áður. — Um skattana, sagði hann og starði á manninn sem sat andspænis honum við borðið. Það var heldur enginn annar en Corne, skattheimtu- maðurinn, sem gamli Guillaume hafði svo oft hrakið burt frá kastal- anum. Hún mótmælti: — Það er bannað að hugsa um svoleiðis, þegar allir eru að skemmta sér. Bændurnir hugsa ekki um skattana núna. Samt borga/ þeir meira en nokkrir aðrir. Er það ekki rétt Monsieur Corne, kallaði hún glað- lega yfir borðið. — Er það ekki rétt, að I dag má epginn hugsa um skatta — ekki einu sinni þér? Þetta olli háværum hlátri. Mennirnir tóku að syngja, i fyrstu sak- lausa létta söngva, en smám saman breyttust textarnir og farið var að syngja tvíræðar brúðkaupsvísur. Armand de Sancé horfði á dóttur sína hvolfa í sig úr hverju vínglasinu á fætur öðru) og ákvað ag fara heim. Hann sagði Angelique að kveðja og koma með sér. Raymond og yngri börnin voru löngu farin heim með fóstrunni. Eftir voru aðeins feðgin- in og elzti sonurinn, Josselin. Hann sat hjá einni bóndadótturinni og hélt utan um hana. Baróninn lét han eiga sig. Þegar hann var á sama aldri og Josselin vr nú, hafði hann einnig gert sínar uppgötvanir. Fullviss um, að Angelique væri á næstu grösum, tók baróninn að kveðja fólkið, en dóttir hans hafði aðrar fyrirætlanir. Hún ætlaði ekki að fara heim, fyrr en henni sjálfri sýndist. Hún sá sér færi á að laum- ast út úr mannfjöldanum og hljóp svo, með klossana í hendinni, í átt- ina að fjarlægari enda þorpsins, þar sem öll húsin voni nú mannlaus. Hún kom að opinni hlöðu, stökk léttilega upp stigann og andaði að sér höfgum heyilminum. Vínið og dansþreytan kom henni til að geispa. VIKAN 26. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.