Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 14

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 14
5 dagar á heimsýningunni Fornaldadýp og framtíðarbílar „Þetta er veröld sem var“, segir röddin í stólbaklnu um leiö og opni Ford-bíllinn rennur með mann á spori framhjá fornaldarfólki, sem hefur tekizt aö koma mammút ofan í gryfju. Á öðrum stað stendur hinn risa- vaxni Dinosaurus og bítur gras, en á myndinni hér að neðan sést óargardýrið Tyranosaurus Rex búast til árásar á Stegosaurus. Með þessu hafa þeir sýnt hjá General Motors, hvernig byggia má jörðina gervalla, en þeir stað- næmast ekki við það eitt: Brátt líður lestin yfir tunglið í silfurbláu mánaskini, en geimfarar bera sig að koma upp bækistöð rétt hjá. Það er hin formfegursta bygging og talsvert l(k því húsi, sem við sáum áður byggt á Suðurskautinu. Þeir kalla sýninguna „Futurama", hvernig sem það má nú útleggjast á tungu feðranna, en mein- ing orðsins ber það í sér, að hér sé fjallað um framtíðina. Hvergi er það betur gert en hér, þó margir hafi freiztast til þess á þessari heimsýn- ingu að viðhafa nokkrar getgátur þar um. Og hvergi er það betur gert en ( borg framtíðarinn- ar hjá General Motors. Það er þýðingarlaust að freista þess að reyna að lýsa henni hér, en borg- in sú er meistarastykki að hugviti og fegurð; tækni- iegt undur með breiðgötum iðandi af umferð ókenni- legra framtíðarbíla. Og að þv( búnu rýmir maður lestina fyrir nýjum gestum. Til þess að sýna það og sanna að framtíðar- draumarnir eru senn veruleiki þá eru við útgang- inn úr höllinni sýndir nokkrir fullsmíðaðir framtíð- arbílar, forvitnilegir gripir og alllangt á undan sinni samtíð. Einn þeirra er kallaður „Runabout", lítill bíll og rennilegur, á einu hjóli að framan. Hann er sniðinn fyrir borgarumferð. Miklu meira tryllitæki er hins vegar „Firebird", eldfuglinn, sem lengi hefur verið á döfinni. Hann minnir helzt a hakarl og vantar ekki einu sinni á hann kjaftinn. Mannfjöldinn dreifist ótrúlega jafnt yfir þetta stóra svæði; það eru hvergi þrengsli, ekki einu sinni í biðröðum. Enginn reyn- ir að skjóta sér fram fyrir náungann, enginn sýnir neinskonar ýtni eða merki um það að hönum liggi á. Kvöldið áður var ég við samsöng hjá Fóstbræðrum f Austurbæjarbíói. Það voru engin sætisnúmer á miðunum og þegar dyrn- ar opnuðust, þá urðu pústrar og hrindingar og fólk stympaðist inn úr dyrunum rétt eins og ein- hver ósköp væru í húfi. Það má vel vera, að það fólk, sem sækir samsöngva hjá karlakórum sé ribbaldalýður, en þó finnst mér það ólíklegt. En mikið var ólíkt þekkilegra að standa ( biðröð þar sem allir sýndu fullkomna stillingu. Stórfyrirtækið General Electric á eina þá fegurstu höll, hem fundin verður á heimsýningunni. Það fór orð af því að þar innan dyra gerðust nokk- ur undur, ekki ómerkileg. Mundi jafnvel sjálfur galdrakarlinn Walt Disney hafa orðið þeim hjálp- legur. Húsið heitir Framfaraland. Negrakonan fyrir framan mig var orðin þreytt að halda á barninu sínu í brennandi sólarhitan- um; það bogaði svitinn af þeim báðum og barnið skildi ekki mikilvægi þess að standa í þessari röð. Aftur á móti sýndi Bretinn þar á undan engin svipbrigði og stóð teinréttur allan tímann í vað- málsfötunum sínum. Þarnö voru og amerískar frúr á þessum forkunnar púkalegum, hnésíðum buxum, sem þeim er uppálagt að vera í vegna þess að Merkasta bílanýjung sýningarinnar er „Aurora“ frá Ford, fjölskyldubíll, sem stýrir sér sjálfur. Setustofa í miðju, barnaherbergi aftast. Sjá nán- ar um hann í grein. — VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.