Vikan


Vikan - 09.07.1964, Síða 15

Vikan - 09.07.1964, Síða 15
stuttbuxur eru bannaðar ó almannafæri í Banda- ríkjunum. Það þarf ekki að taka nema eina einustu biðröð til þess að sjá hina furðuleg- ustu klæðnaði. Mér er til efs, að nokkur hefði litið við, þó ég hefði mætt þarna í klofháum vaðstígvélum og með sjóhatt, jafnvel þótt ég hefði verið eins og Gvendur smali eða Grasa Gudda. Einhver þjóðlegheit, hefði fólk hugsað með sér og ekki virt það viðlits. Það vaða nefnilega uppi allskonar þjóðlegheit og þau eru vitaskuld sjálfsagður hlutur. Skotar ganga hér um í sínum pilsum, Arabar með fez og skikkjur. Hér er ekki staður til að hneykslast á einu eða neinu eftir einhverjum smáborgara- legum mælikvarða. Hjá General Electric sezt maður upp í risa- stóra hringekju, sem snýst framhjá einu sýningarsviðinu af öðru. Þar var sýnd mjög svo skilmerkilega sú þróun, sem hefur orðið á eldhúsum síðan á öldinni sem leið, en þar sem áhugaleysi mitt á þróun eldhúsa er mjög vítavert, þá hirði ég ekki að greina frá þessum sýningum hér, utan þeirri síðustu, sem var eitthvað út í framtíðinni. Þar sat fjölskylda í stofu sinni og var greinilegt að þetta var um jólaleytið því fólkið var að taka upp pakka og það snjóaði utan við gluggann með þeirri tegund af snjókomu, sem hefur ver- ið nefnd hundslappadrífa á íslenzku. Það var nokkurn veginn opið úr stofunni inn í eldhúsið að manni virtist að þar gerðist flest af sjálfu sér eða öllu heldur með elektróniskum geislum og rafeindaheilum. Svo sleppir hringekjunni og Disney tekur við. Rennistigi upp þrfhyrnd göng, ekki ósvipuð- um göngunum upp í Keopspýramýdann við Cairó, en litskrúðið er meira hjá Disney en Faraó. Síðan myrkur og þá er maður allt í einu staddur niðri á botni í kolsvörtum gíg, en stjörnu- bjartur himinn hvelfist yfir. Nú verða teikn mikil og stórmerki á himni svo fært hefði ver- ið f annála áður fyrr og talinn illur fyrirboði. Það verða þrumur og eldingar svo himinninn logar, það dregur saman ský og verður af fárviðri en síðan bregða sér atóm á leik um gervallt himinhvolfið og sólin er komin ískyggi- lega nærri; það lafa út úr henni rauðglóandi logatjásur. Sem sagt: óbeizluð orka geimsins. Disney hefur látið alvöru vfsindamönnum það eftir að gefa hugmynd um beizlaða orku og þeir hafa skorið þar sem feitast var á stykk- inu; það er hvorki meira né minna en vetnis- sprenging, beizluð vetnisorka. Til þess arna hefur verið byggður kjarnakljúfur, fyrirferðar- mikið og flókið verkfæri. Hann er hlaðinn og síðan er talið niður frá tíu. Þá verður allmikill hvellur og mjallhvítur blossi, en sjálf spreng- ingin hefur náð hita, sem samsvarar 6 milljón Fahrenheitstigum og tíminn: Nokkrir milljónustu úr sekúndu. Sólin verður rauð, þegar hún kemur niður í mistrið yfir Manhattan: Nú er hitinn að verða skaplegur. Á grasflötunum sit- ur fólk eða liggur og lætur liða úr fót- unum; svona sýningar eru þolraun fyrir fæturna. Ég sezt líka og horfi á fólksstraum- inn líða hjá. Flestir eru léttklæddir. Það er ann- ars ótrúlega hljótt og friðsælt í þessum mann- grúa, aðeins þungur niður líkt og f vatnsfalli. Einhversstaðar heyrist sinfóníuhljómlist í fjarska svo og lagstúfurinn sem hjólatíkurnar leika, þeg- ar þær komast ekkert áfram fyrir fótgangend- um. Mér finnst ég hafa séð alla þjóðflokka hér nema nágranna vora, Grænlendinga og Færeyinga. Þeir hafa þá að minnsta kosti skilið pottlokin sín eftir heima ef þeir eru hér. Nú heyrist trumbusláttur úr Afríkutjaldinu, seið- magnaður rytmi blandaður hrópum og jafn- snemma er kveikt á flóðljósunum við gosbrunn- VIKAN 28. tW. — jg

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.