Vikan


Vikan - 09.07.1964, Side 21

Vikan - 09.07.1964, Side 21
fara. Svo ætlaði hún að sýna umheiminum glaðlegt andlit. Nú gat hún heyrt til föður síns og móður niðri í eldhús- inu, og ilmandi kaffilykt barst upp til hennar. Skömmu seinna kom frú Scott aftur upp stigann og Karen heyrði skúffur dregn- ar út og hurðum lokað. Loks heyrði hún þau ganga út — hún var ein í húsinu. Klukkan ellefu hringdi síminn. Hún svaraði og rödd hennar var hálfkæfð af áreynslu við að vera sem eðli- legust. — Karen! Þetta er Steve. — Já. —• Karen — það er viðvíkj- andi þessu, sem kom fyrir í gær. Get ég komið og talað við þig? — Já. — Er það of snemmt að koma núna? — Nei, það hentar mér ágætlega. Hún lagði tólið á og sat með krepptar hendur meðan hún reyndi að jafna sig. Þessi rödd, sem hafði yljað henni og fyllt hana sælukennd, hana átti hún aldrei að heyra fram- ar. En hún mátti ekki gráta. Ekki núna, þegar hún eftir nokkrar mínútur átti að mæta erfiðustu stund ævi sinnar. Hún stóð á fætur og gekk fram og aftur um gólfið. Ég vil ekki gráta, ég vil það ekki. Bara að allt væri afstaðið, svo að hún gæti farið upp á her- bergið sitt og grátið. Þegar dyrabjallan hringdi, fór hún strax til dyra. Hann kom hægt inn, lokaði hurð- inni og stóð þar og hallaði sér upp að veggnum. Það var auðséð á andliti hans, að hann hafði líka átt svefnlausa nótt. — Karen, sagði hann — ég veit ekki á hverju ég á að byrja . . . —■ Byrjaðu á endinum, sagði hún hægt og einkenni- lega rólega. — Er það ekki bezt fyrir alla, Steve? Hún rétti honum hringinn. — Karen, mig tekur þetta svo sárt . . . — Já, ég veit það. En gerðu það fyrir mig, að tala ekki meira um það. Taktu hring- inn — það er það eina sem ég fer fram á. Hann hélt á hringnum og svipur hans var vandræða- legur og sársaukafullur. — Eg mun alltaf . . . þú verður alltaf . . . Ó, Steve, hugsaði hún, ég elska þig svo ótrúlega mikið, augun þín, hendurnar . . . En upphátt sagði hún: — Vertu sæll, Steve! Hann setti hringinn í vas- ann. — Vertu sæl, Karen. Svo sneri hann sér við og gekk út. Hún lokaði hurðinni og stóð ein eftir í auðri for- stofunni. Aldrei mundi neinn geta komið í stað Steve. Karen langaði ekki til að fara í þessa veizlu, en Judy og Ralph Hatch lögðu fast að henni að koma. — Það verða ekki bara pör, sagði Judy. — Það kem- ur alls konar fólk! En ég get róað þig með því, að Steve og Nell koma áreiðanlega ekki. Svo Karen fór. Dökkhærð höfuð, ljósir kollar, sólbrún andlit og hvít- ar tennur — en ljóst stutt- klippt höfuð Steve var þar ekki. — Þú munt yfirvinna þetta, hafði Martin sagt. En var það nú satt? Mundi hún nokkurn tíma komast yfir hina áköfu þrá, sem hún bar til Steve? —• Eigum við ekki að at- huga, hvort nokkuð ætilegt er á boðstólum? kallaði ein- hver ,og þá hópuðust allir að borðinu. Ung stúlka bar fram bolla og einhver ungur maður hjálpaði við að hella kaffinu. Hlátur og skraf kom öllum í gott skap og það liðu stund- um margar mínútur milli þess, að Karen yrði hugsað til Steve. — Er nokkuð eftir handa mér? Það var Martin, sem var kominn, en var eins og venjulega seint á ferð og hafði ekki komizt heim til að hafa fataskipti. Einhver rétti honum pappírsdisk með kjúklingi og salati, annar hellti kaffi í boll- ann hans. Með bollann á barmi disksins gekk hann um, og um leið og hann gekk framhjá Karen, klappaði hann henni vingjarnlega á vang- ann án þess að stanza hjá henni. Dapurleiki hennar var rof- inn af rödd við hlið hennar: •—- Ég held, að við höfum ekki verið kynnt. Hún leit við og sá ungan mann með geðfellt andlit. Hann brosti til hennar og lyfti um leið annarri augna- brúninni. Karen hló. — Ég heiti Karen Scott, sagði hún. — Georg Watkins hér. Til- vonandi forstjóri fyrir Miller Importing Company. Reyndar bara aðeins hærra settur en sendisveinninn í taili. Hann beit stóran bita af kjúklings- leggnum. — Það verður sjálf- sagt skemmtilegt hér. Aftur lyfti hann hægri augabrún- inni. Þú verður sjálfsagt vinsæll hér í borginni, hugsaði Kar- en hlýlega. Hann var í nálægð hennar það sem eftir var kvöldsins, og hún naut þess að sjá hvernig hann dáðist að henni. Þegar veizlan var búin og bílarnir byrjuðu að renna fram fyrir húsið, sagði Ralph Hatch: — Georg, getur þú ekki orðið okkur samferða? Karen varð döpur, þegar hún skildi að þau voru að reyna að koma Georg og henni saman. Hún gat ekki sætt sig við, að þau létu eins og Steve hefði aldrei verið til. Eins og hún hefði gleymt . . . Kvöld eitt hringdi Georg. Hann átti miða í leikhúsið daginn eftir. Hann sagðist verða að gera það upp við sig, hvort hann byði húsmóður sinni með sér, einni af stúlk- unum á skrifstofunni eða Kar- en. Hann bað hana að hjálpa sér við að velja. —• Það væri fallega gert af þér að bjóða húsmóður þinni, sagði Karen. — Já, en hún er bæði gömul og heyrnarlaus, sagði Georg. — Þá væri það helzt ein af skrifstofustúlkunum. — En hver þeirra? Þær eru svo margar, og ef ég býð einni, verða hinar svo sorgbitnar. — Ó, já, sagði Karen. — Þá er ekki nein eftir nema þú, er það ekki? Lang- ar þig til að koma? Já, því þá ekki? hugsaði Karen. Hún gat ekki setið alltaf heima og verið í sorg allt lífið. Þar að auki féll henni hann vel í geð. — Já, þakka þér fyrir, ég vil gjarnan koma. —■ Það er ágætt! Eigum við að borða saman áður en við förum í leikhúsið? —■ Verður það ekki fullmik- ið? —■ Alls ekki. Ég er ókunn- ugur hér og mig þyrstir í félagsskap. Þannig byrjaði það og eftir þetta hringdi hann oft til hennar. Hún svaraði honum ekki alltaf játandi, því að hún vildi ekki gefa honum of mik- ið undir fótinn. Létt skap hans gerði hann mjög vinsælan alls staðar, og þegar hún sagði einhvern tíma við hann, að hann ætti að fá sér fleiri vin- konur, leit hann hissa á hana. Framhald á bls. 33. VIKAN 28. tbl. — 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.