Vikan


Vikan - 09.07.1964, Page 24

Vikan - 09.07.1964, Page 24
Tilsögsi og ráöleggingai* ókeypis Fá tómstundastörf eru eins útbreidd og vinsæl og ljósmyndun og liósmyndavinnsla. Við eigum orðið margar ágætar verzlanir fyr- ir þær vörur, sem til þessara starfa eru nauðsynlegar, en það er alltaf gott til þess að vita, þegar nýjar og smekklegar verzlanir, með fjölbreyttu úrvali, eru settar á stofn. Síðast liðinn vetur skaut ein ný upp kollinum — Fótóhúsið í Garðastræti. Og ef þið eruð ekki á því hreina með, hvar Garðastræti er, getum við frætt ykk- ur á því, að það er gatan sem byrjar beint á móti Naustinu — og allir vita, hvar Naustið er. í Fótóhúsinu býr einn maður, Trausti Thorberg, sem fram til þessa hefur verið kunnastur fyrir að spila á gítar með þekktum hljómsveitum. Við fréttum af því, að hann er fús á að gefa ráðleggingar og leiðbeiningar, og komum við hjá honum um daginn, og spurðum, hvað það væri, sem fólk flaskaði mest á í sambandi við myndatökur. — Það er til dæmis að beina ljósmælinum of mikið upp. Það má ekki. Það á að beina honum heldur niður. í öðru lagi er fólk gjarnt til að láta myndir vera hreyfðar. Það gætir þess ekki, að um leið og smellt er af, á myndavélin að vera grafkyrr. Þegar ég var smástrákur, kenndi bróðir minn mér að halda niðri í mér and- anum, meðan ég smellti af, og það gefur góða raun. Svo er það fjarlægðin. Mér sýndist almenningur yfirleitt vera of langt frá því, sem hann ætlar að taka myndir af. Ef þú ætlar til dæmis að taka mynd af manni og landslagi, þá borgar sig fyrir þig að taka tvær myndir, aðra af manninum, nálægt, en hina af landslaginu. Það má gjarnan vera fólk á landslagsmyndinni, en þá er það aukaatriði. Þar að auki vill það koma fyrir, að fjarlægðin er ekki rétt stillt á vélinni, en ráð við því er t. d. að nota dýptarskalann. Trausti tók litla og netta vél ofan úr skáp og sýndi mér. — Ef við notum t.d. Ijósop 11, sem er mjög algengt, stillum við fjarlægðina þannig, að óendanleg fjarlægð, sem er táknuð með tölustafnum 8, sem hefur dottið fram yfir sig, vísi á 11 í þessum skala hérna. Þá verður myndin skörp frá — ja, á hvað vísar 11 hérna megin — já, frá tveimur og hálfum metra og upp í óendanlega fjarlægð. Þetta er ósköp einfalt. Það kemur oft fólk í búðina til mín, og biður um einhverja 24 — VIKAN 28. tbl. Benjamin Yellen tók nýlega að sér að veria mál ættflokks eins í Mexikó, sem ákærður var fyrir að hafa stundað lækningar án lækn- ingaleyfi. Yellen varði málið vel og skörulega og var að því kom- inn að vinna það, þegar allt í einu að dómarinn neitaði honum um að taka til máls en lét taka hann fastan — ákærðn fyrir að hafa ekki réttindi sem lögfræðingur. myndavél, sem sé nógu einföld. Það er búið að hræða fólk svo mikið, að það heldur að það þurfi langt nám til að taka sómasam- lega mynd til gamans sér og kunningjunum. Sannleikurinn er sá, að þetta er ofureinfalt. Það þarf að læra nokkur smáatriði, en ég hef engann hitt ennþá svo heimskan, að hann hafi ekki getað lært það mjög fljótlega, hafi hann reynt. Og ég reyni að segja þeim til, sem spyria mig, eins vel og ég get. Ég kann að vísu engin ósköp, en ég hef verið áhugaljósmyndari í mörg ár og maður lærir talsvert á því. — Þú ert hérna með allskonar gerðir af myndavélum, filmum, pappír og svo framvegis. Þú einskorðar þig ekki við neina eina tegund. — Nei, ég sel allar tegundir, eftir því sem ég get. Og ég hugsa að þetta sé örugglega eina búðin á landinu, sem hefur t.d. allar tegundir af filmum til sölu. — Og svo er náttúrlega framköllun og kópíering? — Já, ég reyni að hafa allt með, þannig að hér geti allir fundið það sem þá vantar, — og ekki dýrara en í öðrum búðum. Kannski ódýrara. — S. Þrátt fyrir mótmæli verksmiðjunnar, hvískra Svíar um það sín á milli, að unnið sé að bví að gera nýtt módel í staðinn fyrir Volvo VP 544 -— sem hefur verið nær óbreyttur í um 20 ár, og selst enn eins og heitar lummur. Þessi orðsveipur er byggður á því, að Volvo hefur pantað nýja stansa yfir í Ameríku, og glöggir nátthrafnar telja sig hafa séð nýtt, áður óþekkt farartæki æða um reynslubraut- irnar í Torslanda um nætur. Sé það satt, verður fróðlegt að sjá nýja Volvoinn - sjálfsagt verður hann allmikið frábrugðinn þeim tveim, ssm hér eru á myndinni — annars v.egar Volvo 1927 — einn af fyrstu bílunum - en hins vegar hinn víðkunni og vinsæli Amazon. Sú saga gengur í Róm, að Soffía Lóren sé kona eigi einsömul. Til skamms tíma hefur Sossa litla ekkert viljað segja um málið, né heldur hann Carló hennar Pontí. Meira að segja kvikmynda- forlagið er þögult eins og gröfin, og það segja Rómverjar jafn gott og opinbera yfirlýsingu. Og hverju sætir það, að Soffía hefur dregið sig í hlé um hríð, og helgar sig nú húsmóðurstörfum eingöngu?

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.