Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 28

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 28
Hann brosti viS dr. No? Hann sagði: — Eg veit um sambönd yðar í stiórnarhúsinu. Miss Taro er um- boðsmaður yðar. Eg heti skýrt fró þessari staðreynd og hún mun verða tekin til athugunar — það var eng- in svipbrigða að sjó ó dr. No — eins og aðrar staðreyndir. En ef að við eigum að fara að segja sögur, skulum við gera það ón þess að setja þær meira ó svið. Þér eruð athyglisverður maður. En það er ekki nauðsynlegt að reyna að gera sjálfan sig athyglisverðari heldur en maður er. Þér hafið orðið fyrir þeirri ógæfu að missa hendur yðar. Þér notið gervihendur. Margir menn, sem hafa særzt ! stríðinu, nota gervi- hendur. Þér notið kontaktlinsur í staðinn fyrir gleraugu. Þér notið „walkie-talkie" í staðinn fyrir bjöllu til þess að kalla á þjóna yðar. Það er enginn vafi á því, að þér hafið einnig aðrar brellur í frammi. En, dr. No, þér eruð, þrátt fyrir þetta, maður, sem sefur og borðar og hef- ur galla eins og allir aðrir. Svo að við skulum sleppa öllum brell- um. Ég er ekki einn af skítgröfur- unum yðar og þeir hafa e»igin áhrif haft á mig. Dr. No hreyfði höfuðið lítillega: — Hreystilega mælt, Mr. Bond, ég fellst á þetta. Ég hefi án efa lagt mér til ýmsa, undarlega kæki af því að lifa of lengi í samfélagi með öpum. En álítið ekki þessa kæki uppgerð. Ég er tæknifræðingur. Ég sameina verkfærin og efnin. Samt sem áður, og dr. No lyfti hand- leggjum lítið eitt og lét þá svo falla aftur í kjöltu sína, — við skul- um halda áfram að tala. Það er sjaldgæf ánægja að hafa gáfaðan hlustanda, og ég mun áreiðanlega njóta þess að segja ykkur söguna af einum merkilegasta manni heims- ins. Þið eruð fyrstu persónurnar, sem fáið að heyra hana. Ég hefi ekki sagt hana áður. Þér eruð eina mannveran, sem ég hefi nokkurn- tíma hitt, sem kann að meta sögu mína og einnig, hann þagnaði til þess að síðustu orðin yrðu enn áhrifameiri, — eini maðurinn, sem mun örugglega ekki fara lengra með hana. Hann hélt áfrma: — Það sem ég sagði núna, á einnig við um stúlkuna. Þannig var það. Bond hafði aldrei verið í vafa um það að árás- irnar á hann, sem byrjuðu á Jama- ica, hefðu verið gerðar af heilum hug. Hann reiknaði með því frá því fyrsta, að þessi maður væri morðingi og að þessi barátta yrði einvígi við dauðann. Hann hafði eins og venjulega þetta óbilandi traust á því, að hann mundi vinna einvfgið og þetta traust hafði ekki bilað nema lítillega þegar eldvarp- an kom á móti þeim. Þá hafði hann að vísu byrjað nokkuð að efast. Nú vissi hann. Þessi maður var of sterkur og of vel útbúinn. Bond sagði: — Það er engin ástæða til að stúlkan heyri þetta. Hún á í rauninni ekkert sam- eiginlegt með mér. Ég fann hana í gærmorgun á ströndinni. Hún er frá Jamaica. Hún safnar skeljum. Menn yðar eyðilögðu kanó hennar, svo að ég verð að að taka hana með mér. Sendið hana burt núna og síðan heim. Hún mun ekki segja frá. Hún mun leggja eið út á það. Stúlkan greip herská fram í: — Jú, ég skal svo sannarlega segja frá! Ég skal segja allt, sem ég veit. Og ég ætla ekki að hreyfa mig. Ég ætla að vera kyrr. Bond leit á hana. Hann sagði með kulda í röddinni: — Ég vil ekki hafa þig. Dr. No sagði mynduglega: — Ver- ið þér ekki að eyða orðum að þessu, herra Bond. Enginn sem kemur til þessarar eyjar, hefur nokkurn tíma yfirgefið hana. Skiljið þér það. Enginn. Ekki einu sinni einfaldasti fiskimaður. Það væri ekki sam- kvæmt minni stefnu. Þið skuluð ekki deila við mig eða reyna að snúa á mig. Það er gjörsamlega tilgangs- laust. Bond horfði rannsakandi á and- lit dr. No. Þar var enga reiði að sjá. Ekkert. Hann yppti öxlum. Hann horfði á stúlkuna og brosti: — Allt í lagi Honey, ég meinti þetta ekki. Mér væri meinilla við, ef þú færir. Við skulum vera saman og hlusta á hvað þessi brjálæðingur hefur að segja. Stúlkan kinkaði kolli ánægð á svip. Þetta var eins og elskhugi hennar hefði ógnað henni með því að reka hana út úr bíóinu, en hefði nú látið undan. Dr. No sagði með sömu óbreyt- anlegu röddinni: — Þér hafið rétt fyrir yður, herra Bond. Það er ein- mitt það, sem ég er. Brjálæðingur. Öll stórmenni eru brjálæðingar. Þeir eru haldnir brjálæði, sem knýr þá áfram að marki þeirra. Vísinda- mennirnir, heimspekingarnir, trúar- leiðfogarnir, þetta eru allt saman brjálæðingar. Hvað annað en blint brjálæði gæt-i hafa beint þeim að snilligáfu þeirra og haldið þeim í stefnunni að markmiðinu? Brjálæði, minn kæri herra Bond, er jafn mikilisvirði og snilligáfan. Dreifing orkunnar, óstöðugleiki í aðferðum, tap augnablikanna og skorturinn á framkvæmdarvilja, þetta eru glæp- ir fjöldans. Dr. No hallaði sér ör- lítið afturábak í stólnum. — Þá glæpi drýgi ég ekki. Ég er, eins og þér réttilega sögðuð, brjálæðingur — brjálæðingur, herra Bond og mitt brjálæði er valdið. —■ Það, og svört augun glitruðu á Bond gegnum kontaktlinsurnar, — er til- gangurinn með lífi mínu. Þess vegna er ég hér. Þess vegna eruð þér hér. Það er þess vegna, sem þessi eyja er til. Bond tók upp glasið sitt og drakk út. Hann fyllti það aftur. — Ég er ekki hissa á því. Þetta er gamla sagan, þér haldið að þér séuð kon- ungur Englands eða forseti Banda- ríkjanna, eða guð. Öll geðveikra- hæli eru full af svona mönnum. Eini munurinn er sá, að í staðinn fyrir að koma yður á öruggan stað, Dr. No svaraði tilbreytingarlaust: — Sama er að segja um fegurðina, herra Bond. Sama er að segja um listina, peningana og dauðann. Og sennilega líka um lífið. Þetta er allt saman hliðstætt. Orðaleikur yðar hefur ekki áhrif á mig. Ég þekki heimspeki, ég þekki sögu, ég þekki rökfræði betur en þér, _held ég mér sé óhætt að segja. En við skulum nú hætta þessum tilgangs- lausu umræðum. Við skulum snúa aftur þangað sem ég byrjaði, að brjálæði mínu, eða, ef að þér viljið heldur kalla það svo, draumum mínum um vald. Og fyrir alla muni, herra Bond, og aftur tognaði ör- lítið meira á brosinu, — látið yður ekki detta í hug að hálfrar klukku- stundar samtal breyti öllu mínu Hferni. Leggið heldur eyrun við og hlustið á sögy mína. — Haldið áfram. Bond leit á stúlkuna. Hún leit á móti og þau horfðust í augu. Hún lyfti höndinni upp að munninum eins og til þess að hylja geispa. Bond brosti við henni. Hann velti því fyrir sér, hve- nær dr. No myndi þóknast að hrófla anna og þess að kveikja í tryggð- um eignum. Þannig kom upp í mér hefndin móti föðurnum, sem hafði brugðizt mér. Það var mitt líf og yndi, að eyðileggja og drepa. Ég varð gagntekinn af glæpatækni, ef þér óskið að kalla það það. Svo lenti ég i klípu. Ég varð að komast burt. Flokkurinn áleit mig of dýr- mætan til þess að drepa mig. Mér var smyglað til Bandaríkjanna. Ég settist að í New York. Mér hafði verið gefið kynningarbréf á dulmáli til annars hinna tveggja áhrifa- mestu Tongsmanna í Ameríku, Hip Sings. Ég veit aldrei hvað stóð í bréfinu, en þeir tóku mig strax sem trúnaðarmann. Þegar ég var um þrítugt, var ég gerður að gjald- kera. Sjóðurinn var yfir milljón doll- arar. Svo byrjaði glæpamannastrið- ið milli Tonganna á árunum fyrir nítján hundruð og þrjátíu. Minn Tong, Hip Sing, og keppinautur okkar, On Lee Ongs, háðu orrust- una. Á stuttum tíma voru hundruð drepnir af beggja hálfu og hús- um þeirra og eignum eytt. Þetta var tími pyndinga, morða, og bruna, hafið þér byggt yðar eigið hæli og lokað yður inni í því. En hvers vegna gerðuð þér það? Hvers vegna gefur dvölin í þessu sjálf- skapaða fangelsi yður þá hugmynd, að þér hafið valdið? Það var ekki laust við að svo- lítil reiðivipra myndaðist við ann- að munnvikið. Herra Bond, vald- ið er öryggið. Fyrsta skilyrðið er, að hafa öruggan grundvöll. Þá hefur maður frelsi til at- hafna. Það til samans, gefur mann- inum það, sem hann leitar að. Ég hefi tryggt mér þessa hluti og ýmis- legt fleira. Enginn annar í öllum heiminum á þá i eins ríkum mæli. Þeir geta ekki átt þá. Heimurinn er of mikil almenningseign. Þetta er aðeins hægt að tryggja, með því að vera út af fyrir sig. Þú tal- ar um kónga og forseta. Hversu mikið er vald þeirra? Eins mikið og þjóð þeirra vill. Hvern í heim- inum getur þú bent mér á, sem hefur fullkomið vald á lífi og dauða fólks síns? Nú þegar Stalín er dauð- ur, geturðu nefnt nokkurn mann annan en mig? Og hvernig hefi ég aflað mér þessa valds? Með því að útiloka mig frá umheiminum. Vegna þess, sem enginn veit. Vegna þess, að ég þarf ekki að standa neinum reikningsskil. Bond yppti öxlum. — Þetta er að- eins sú hugmynd, sem þér hafið um valdið, dr. No. Hver sem heldur í hendi sér hlaðinni skammbyssu, heldur lífi eða dauða náunga síns í hendi sér. Fleiri en þér hafa myrt ( leyni og komizt undan. Að lok- um komast þeir þó venjulega að sinni eigin sálarauðn. Þjóðfélagið, sem þeir lifa í, hefur meira vald á þeim sjálfum heldur en þeir á öðrum. Það sama mun koma fyrir yður, dr. No. Ég segi yður það satt, leit yðar að valdi er aðeins sápubóla vegna þess, að valdið sjálft er aðeins sápubóla. við kæruleysi hennar. Dr. No sagði vingjarnlega: — Ég skal reyna að láfa ykkur ekki leið- ast. Staðreyndirnar eru miklu skemmtilegri heldur en hugmynd- irnar. Eruð þið ekki sammála því? Hann bjóst ekki við svari. Hann horfði út um glervegginn á lítinn fisk, sem skauzt fyrir. Uppi undir loftinu skinu stjörnurnar skært gegn- um glerið. Dr. No hélt áfram: — Ég var einkasonur þýzks meþódistatrúboða og kínverskrar stúlku af góðu bergi. Ég var fæddur í Peking, en eins og sagt var, vitlausu megin við teppið. Ég var óskilgetinn. Frænku móður minnar var goldið fyrir að ala mig upp. Hann þagnaði. — Eng- in ást. Skortur á umönnun foreldra. Hann hélt áfram: — Sæðinu hafði verið sáð. Ég fór að vinna i Shang- hai. Ég komst í samband við Tongs og þeirra ólöglegu starfsemi. Ég naut njósnanna, innbrotanna, morð- og ég tók þátt í þessu með mikilli ánægju. Svo kom lögreglan til skjal- anna. Næstum allt lögreglulið New York borgar var hervætt. Neðan- jarðarhreyfingarnar voru skildar að, og forystumennirnir settir í fang- elsi. Ég fékk að vita með fyrirvara um árásina á Hip Sings. Nokkrum klukkustundum áður en hún átti að fara fram, fór ég að peningaskápn- um, tók þar milljón dollara í gulli, hvarf inn f Harlem og undir jörð- ina. Ég var bjáni. Ég hefði átt að yfirgefa Ameríku og fara eins langt burtu og ég hefði komizt. Jafnvel frá klefunum í Sing-Sing náðu ang- ar Tong til mín. Þeir fundu mig. Morðingjarnir komu um nótt. Þeir píndu mig. Ég vildi ekki segja hvar gullið var. Þeir píndu mig alla nótt- ina. Loks skáru þeir af mér hend- urnar til þess að sýna, að þetta lík væri af þjófi, skutu mig gegn- um hjartað og fóru burt. En þeir vissu ekki allt um mig. Ég er einn maður af milljón, sem er með hjart- að hægra megin. Þetta er svona sjaldgæft. Aðeins einn maður af milljón hefur hjartað hægra megin. Ég lifði. Á viljakraftinum eingöngu lifði ég uppskurðinn og mánuðina á spítalanum. Og allan tímann lagði ég niður fyrir mér, hvernig ég ætti að komast burt með pen- ingana — hvernig ég ætti að halda í þá og hvað ég ætti að gera við þá. Dr. No þagnaði. Það bar örlítið á æðaslætti við gagnaugu hans. Lik- ami hans hreyfðist örlítið inni f sloppnum. Minningar hans höfðu komið honum úr jafnvægi. Eitt and- artak lokaði hann augunum til þess að stilla sig. Bond hugsaði: Núna! Á ég að hlaupa á hann og drepa hann? Brjóta ofan af glasinu mínu og drepa hann með brotunum, sem eftir verða? Augun opnuðust: — Ykkur leið- ist ekki? Eruð þið viss? Eitt andar- tak fannst mér að eftirtekt ykkar brygðist. — Nei. Andartakið var liðið. Mundu fleiri koma? Bond mældi færið og tók eftir því að hálsslag- æðin sást greinilega ofan við slopp- inn. Þunnar rauðar varirnar greind- ust og sagan hélt áfram: — Það var kominn tími til að gera fastar, ör- uggar áætlanir. Þegar þeir slepptu mér út úr sjúkrahúsinu fór ég til Silberstein, mesta frímerkjasalans í New York. Ég keypti eitt umslag, aðeins eitt umslag, fullt af sjald- gæfustu frímerkjum f heiminum. Það tók mig vikur að safna þeim saman. En mig varðaði engu hvað ég borgaði — í New York, London, París, Zurich. Ég vildi, að auðæfi mín væru varanleg. Ég festi þau öll í frímerkjum. Ég hafði séð fyrir um heimsstyrjöldina. Þá mundi verða verðbólga. Ég vissi, að frímerkin mundu ekki verða verðlaus. Þau mundu að minnsta kosti halda sínu gildi. Og meðan ég gerði þetta, breytti ég útliti mfnu. Ég lét taka af mér allt hárið með rótum. Ég hafði haft breitt nef. Ég lét gera það þunnt. Ég hafði verið munn- smár og varaþykkur. Ég lét stækka hann og skera af vörunum. Ég gat ekki minnkað mig, svo að ég gerði mig stærri. Ég tók að ganga á sóla- þykkum skóm. Ég þjálfaði á mér bakið og breytti líkamsburðinum. Ég hætti að nota gervihendur og notaði vaxhendur í hönzkum. Ég breytti nafni mínu í Júlíus No — Júlíus eftir föður mínum og No, sem þýðir nei, vegna þess, að ég afneitaði honum, eins og hann hafði afneitað mér, og ég viðurkenndi einskis vald yfir mér. Ég henti gler- augunum mínum og tók að nota kontaktlinsur, sennilega einhverjar þær fyrstu sem gerðar hafa verið. Eg fór til Milwaukee, þar sem engir Kínverjar voru og sökkti mér nið- ur í læknisfræði. Ég faldi mig f háskólaheiminum, f heimi bóka- safna, tilraunastofa og skólastofa. Og þar, berra Bond, gleymdi ég mér við að rannsaka mannlegan líkama og mannlega sál. Hvers vegna? Vegna þess að ég vildi vita hvað þessi leir væri fær um. Ég varð að vita til hvers tólin mín dygðu, áður en ég tæki að nota þau við næstu fyrirætlun mína — að komast í fullkomið öryggi fyrir sálarveikleika, efnislegri hættu og frá þeim hættum, sem Iffið yfirleitt leiðir yfir mann. Þá, herra Bond, að fengnum þeim örugga grunni, brynj- aður gegn öllum vopnum heimsins, ætlaði ég að taka til óspilltra mál- anna og skapa mér vald — vald, herra Bond, til þess að gera öðr- um það, sem mér hafði verið gert, vald til þess að skilja milli lífs og dauða, vald til að ákveða, til að dæma, vald til þess að vera full- komlega sjálfstæður fyrir öðrum yfirvöldum. Því það, herra Bond, hvort sem yður líkar það eða ekki, er hið raunverulega vald. Bond teygði sig í hristarann og hellti sér í glasið í þriðja sinn. Hann leit á Honeychile. Hún var enn eins og fjarhuga og kærulaus — eins og hún væri að hugsa um eitthvað allt annað. Hún brosti. Dr. No sagði virðulega: — Ég býst við að þið séuð bæði svöng. Gerið svo vel að vera þolinmóð. Ég skal vera stuttorður. Ég var kom- inn þangað, sem ég var í Mil- waukee. I fyllingu timans lauk ég námi mínu, yfirgaf Ameríku og komst smám saman umhverfis jörð- ina. Ég kallaði sjálfan mig doktor, vegna þess að doktorar fá trúnaðar- traust og þeir geta spurt spurninga án þess að vekja grunsemdir. Ég var að svipast um eftir aðsetri. Það varð að vera á öruggum stað gagn- vart komandi stríði. Það varð að vera eyja. Hún varð að vera alger- lega út af fyrir sig og þar varð að vera hægt að hafa iðnaðarþró- un. Að lokum keypti ég Crab Key. Og hér hefi ég verið í fjórtán ár. Þetta hafa verið örugg og ábata- söm ár og ekkert ský á sjóndeildar- hringnum. Mér þótti gaman að þeirri hugmynd að breyta fugla- skít í gull og ég réðist í þetta vanda- mál með ástríðu. Mér fannst þetta úrvalsiðnaður. Það var stöðugt þörf fryir framleiðsluna. Fuglarnir þarfn- ast einskis annars en að fá að vera í friði. Hver og einn er ein- föld vél til þess að breyta fiski í áburð. Gúanóvinnslan er aðeins spurning um það að eyða ekki of miklu gúanói með því að grafa of mikið. Aðalvandamálið var kostnaðurinn við höfnina. Þetta var 1942. Venjulegur kúbanskur og jamaiskur verkamaður fékk þá tíu shillinga á viku við að skera sykur- reyr. Ég lokkaði hundrað þeirra yfir á eyjuna með þvf að borga þeim tólf shillinga á viku. Meðan að dritið var á fimmtíu dollara tonnið var ég vel stæður. En með einu skilyrði — að vinnulaunin væru ekki breytileg. Ég tryggði það með því að einangra eyjuna frá óðaverð- bólgunni í heiminum. Ég hef stund- Framhald á bls. 44. 2g — VIKAN 28. tbl. VIKAN 28. tbl. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.