Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 34
ÓviðjafnanSegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist SÍLVER GiLLETTE: h:n ótrúiegn bsitta og mjúka Gillette egg á rakblaði úr ryðfríu stóíi, sem engin rakstursaðferð jafnast á við. plBiil * ■ * wmm ppffiffliifejh 1 iiBBiœiifflii |i iiaiiiif 1 m iíí lllb&iUiiiiiiuiSiin i m Gillette ® ntýksti, bezti og þægiiegasti rakstur, sem vöi er á e ryðfritt stál, sem gefur yður flesta rakstra á b/að • gæðin alltaf söm við sig—öll - -- blöðin jafnast á við það siðasta RYÐFRIA STALBLAÐIÐ alla löngun til lífsins. Svo frétti hún, að Nell Taylor væri farin að vera með öðrum ungum manni, að trúlofun þeirra Steve hefði verið slitið. Vonin vaknaði aftur með henni. Hún var á leið heim af balli með Martin. — Martin, sagði hún, — hefurðu heyrt um Nell og Steve? Það er búið á milli þeirra. — Já, ég var að frétta það í kvöld. Hún sat lengi þögul og spurði svo varfærnislega: — Heldurðu að hann komi aftur til mín? — Það er vissara að reikna ekki með því, sagði hann vin- gjarnlega. — Það er ekki algengt, eins og þú veizt. Hún hallaði sér aftur á bak og lokaði augunum. Höfuð henn- ar lagðist á öxl Martins og hún sofnaði. Hann vakti hana þegar þau voru komin að dyrunum hjá henni. — Karen, sagði hann blíð- lega, —• nú verðurðu að vakna, vina mín. Hún leit upp og hann brosti til hennar. — Martin, sagði hún svefn- þrunginni röddu, — þú ert svo góður. Hún kyssti hann létt á kinnina og smeygði sér út úr bílnum. Nokkrum dögum síðar kom bréfið frá Steve. Það var langt bréf, fullt af afsökunum og bæn- um um fyrirgefningu. — Það hef- ur engin verið eins og þú, og engin getur komið í þinn stað . . . Ör af hamingju stakk hún bréf- inu í vasann og gekk út í garð- inn. Veðrið var heitt og kyrrt. Martin stóð þar skammt frá og var að þvo bílinn sinn. Hún hljóp til hans. — Martin, sagði hún og ham- ingjan geislaði af henni. — Þú átt að verða sá fyrsti sem frétt- þið. Hann kemur aftur. Steve kemur aftur til mín! Martin vatt þvottaskinnið höruklega og hristi það. Hann horfði á hana og vindurinn feykti til dökku hári hans. — Þú ert hamingjusöm aftur, sagði hann hægt. —• Já, og ég er svo fegin, að ég taldi ekki sjálfri mér trú um að ég væri ástfangin af Georg. Það verður aldrei neinn annar en Steve fyrir mig. Ég held, að ég hafi vitað það allan tímann, að hann kæmi til baka. Martin tók fram pípuna sína, fyllti hana hægt og kveikti í henni. — En ef hann er nú ekki lengu sá sami? Og ef þú hefur breytzt, Karen? Og ef rósirnar, tunglskinið og hrifningin er ekki lengur fyrir hendi? — Ó, Martin. Hún hló glað- lega. Svo sneri hún sér við og lagði af stað, en stanzaði aftur. — Þú hefur verið mér mikil hjálp, Martin. Hún tók um hend- ur hans. — Þú munt alltaf eiga heima á alveg sérstökum stað í hjarta mínu. Alltaf. Hann horfði á hana yfir pípu- hausinn, en leit svo burt. — Ég hef bara verið staðgengill fyrir bróður þinn. Þú stóðst þig ágæt- lega sjálf. Steve hringdi frá stöðinni. — Karen, má ég koma til þín núna? Sambandið var ekki reglulega gott, og í fyrstu var hún ekki laveg viss um að þekkja rödd- ina. Svo sagði hann aftur: — Ert þetta þú, Karen? — Steve, sagði hún og hana svimaði næstum. —- Komdu núna! Komdu strax! Hann hló. — Ég ætla bara heim til þess að losa mig við farangurinn og heilsa foreldrum minum, en svo kem ég. Karen hljóp upp stigann. Hún hafði fengið sér nýjan, bláan kjól, nýja hárgreiðslu og nýtt ilmvatn. Allt átti að vera full- komið. Steve var kominn aftur. Hann mundi taka hana í faðm sér, og allt mundi aftur verða að hrifningu, tunglskini og rós- um. Fyrsta, stóra ástin var kom- in aftur. Þú verður að vera viss, alveg viss, hafði Martin sagt. Og hún hafði beðið, hafði sent Georg burt, hafði heldur viljað bíða alla ævi en að sætta sig við eitt- hvað, sem var ekki eins dásam- legt og faðmlög Steve og varir hans við hennar. Henni fannst hún vera sem fugl á hæstu grein trés, reiðubú- inn til að fljúga út í veröldina. Eins og rós, sem bíður eftir að opnast og ilma. Hún var ung stúlka, sem hafði fundið aftur fyrstu ástina sína . . . Svo hringdi dyrabjallan. — Ég skal opna, mamma, hrópaði hún og henni fannst vera vængir á skónum, þegar hún hljóp niður stigann. Hún opnaði hurðina og þar stóð hann og horfði niður til hennar. — Steve, hvíslaði hún. Hann kom inn og lokaði hurð- inni. — Þú ert fallegri en nokk- urn tíma fyrr, sagði hann. — Steve, sagði hún aftur og beið eftir faðmlagi hans. Hann breiddi út faðminn og hún leið til hans. Nú mundi hún finna aft- ur tunglskinið, rósirnar og hrifn- inguna . . . Hún svaf vel þessa nótt, með frið í hjarta. Næsta morgun klæddi hún sig í skyndi og kast- aði kápu yfir herðarnar. — Ég kem aftur eftir nokkrar mínútur, mamma, kallaði hún um leið og hún hljóp út. Hún hljóp efljir götunni að húsi Bowens. — Er veðrið ekki dásamlegt í dag, herra Bowen, sagði hún, þegar faðir Martins opnaði hurðina. Hún gekk inn í forstofuna og móðir Martins kom út úr borð- stofunni, til að sjá hvaða gestur — VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.