Vikan


Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 37

Vikan - 09.07.1964, Blaðsíða 37
HUSQVARNA 2000 - Stillið á lit og saumið - Það er þessi einfalda nýjung, sem kölluð er „Colormatic", sem á skömm- um tíma hefur aukið vinsældir HUSQVARNA 2000 til stórra muna. Beinn saumur, hnappagöt, blindfaldur og úrval HUSQVARNA heimilistæki, saumavélar o. fl. mynztursauma er hægt að velja með einu hand- eru þekkt hér á landi í yfir 60 ár. Hafa nafninu taki. Þar sem það er sýnt á greinilegan hátt, hér sem annarstaðar stöðugt vaxið vinsældir. í litum, á „saumveljara". Kynnið yður þessa nýjung á sviði sauma- véla, og þér munuð komast að raun um að Husqvarnai er í fremstu röð enn. sem fyrr. um og voru fulltrúar margra stjórna, og ástæðan fyrir því að þeir voru þar samankomnir, var sá viðburður, er tvær stærstu þjóðir heims gerðu með sér samn- inga, —• Rússár og Bandaríkja- menn höfðu samið um áætlunar- ferðir í lofti milli New York og Moskvu tvisvar í viku, og nú var fyrsta flugvélin að leggja af stað frá Moskvu. Rússarnir höfðu gert eins mikið veður og þeir gátu í sambandi við þetta fyrsta flug. í stað hinn- ar voldugu Tupolev TU-114 skrúfuþotu, sem allir bjuggust við að sjá, steig silfuglitrandi risi upp frá Tsushinoflugvellinum í Moskvu, rennileg og fögur Ily- ushin IL-62, með fjórum aflmikl- um hreyflum, með á annað hundrað farþega og átta manna áhöfn. Móttakan í Moskvu var haldin tii að undirstrika mikilvægi þessa viðburðar. Krúsjeff kom sjálfur. Það var í miðri r- 'i;- .,-•- '.'n- inni, að sondiboði rr'l'r.ðist rússneska stiórn-rfo'-marninn og hvíslaði nokrum orðum í eyra hans. Breitt bros breiddist yfir kringluleitt andlit Krúsjeffs og hann fór þegar út úr salnum. Hann var í burtu í fimm mínútur, og á meðan gestirnir undruðust háttarlag hans, hlustaði hann á stuttorða en ánægjulega skýrslu Karpenko. Krúsjeff forsætisráðherra sneri aftur til gesta sinna. Hann vissi að menn undruðust fjarvist hans 0g gizkuðu á margar ástæður fyrir henni. Hann brosti með sjálfum sér og þagði. Látum þá bíða. Bitinn verður ávallt bragð- betri, ef maður þarf að bíða hans. f nokkurn tíma enn var hann rólegur og lét á engu bera, þar til hann fékk aftur staðfestingu með sendiboða, um að allt hefði gengið að óskum. Gott! Ágætt! Höldum þessu áfram, svo við getum þrifið bandaríska geim- farann úr klóm dauðans. Og hvernig eigum við að taka á móti okkar ameríkanska vini, sem við björgum svo óvænt? Kannski . . . já, það væri ef til vill bezt að rúlla út rauða teppinu og sýna honum geimstöðina okkar. Já, það verður ágætt. Nikolayev og Valentina verða honum til leið- sagnar, og gera hann furðu lost- inn yfir því, sem hann sér þar . . . ___ Hvað álítið þér, forsætis- ráðherra, um þennan vesalings mann . • • Ameríkanann? Þetta er hræðilegur dauðdagi! Og svona ungur! Forsætisráðherrann horfði svip- lausum augum á manninn, sem spurði. Já, frá ítalíu, þessi. Frá einhverri fréttastofu þar. Og — ágætt, blaðamenn frá Frakklandi, og þessi litli frá japönsku frétta- stofunni. Ekki hægt að velja betri stund. — En þér eruð alltof svart- sýnn! svaraði hann. Þér talið alveg eins og þessi ungi Amerí- kani sé þegar dauður. Ég er anzi hræddur um að það sé of snemmt að skrifa eftirmælin hans. Hann dreypti á glasinu. ítal- inn lyktaði ákafur af agninu. — Haldið þér í raun og veru að nokkur von sé til að bjarga honum? Það er ekkert til . . . alls ekkert, sem hægt er að gera honum til bjargar! Krúsjeff hló. — Þér þykist aldeilis vera viss í yðar sök! —• Nei, alls ekki, herra for- sætisráðherra. En . . . ítalinn sló um sig með hendinni . . . maður getur ekki andað nema lofti. Og það er aðeins tímaspursmál hvenær súrefnið er búið hjá hon- um. Þá slokknar lífið eins og þegar maður blæs á kertaljós. Rússneski leiðtoginn hallaði dálítið undir flatt. — Já, en það er ávallt möguleikar til að út- vega meira loft. Það er alltaf von. Þið gefizt of snemma upp á því að vona um líf Ameríkan- ans. Að sjá þá! Blaðamennirnir titra af spennu til að missa ekki af einu einasta orði. Gott, gott! Komið nær, því það er betra ef ég þarf ekki að tala hátt. ítalinn áttaði sig loks. Hann leit hvasst á Krúsjeff. — Haldið þér virkilega, að það sé hægt að bjarga honum? spurði hann. Forsætisráðherran brosti við honum. — Allt er mögulegt. Og þér vitið jú vel, að Vostok-geim- förin okkar eru mjög stór . . . svo, hver veit! Vði skulum hlusta á fréttirnar. Kannske við heyrum eitthvað forvitnilegt þar. En -— hér er jú maðurinn, sem teiknaði hina nýju farþegaflug- vél okkar. Kannske hann geti sagt okkur eitthvað um framtíð- aráætlanir . . . Tuttugu mínútum síðar voru allir fréttamennirnir komnri á skrifstofur sínar og skrifuðu í óða önn skýrslur sínar. Og Krúsjeff hló . . . Framhald í næsta blaði. MILLJÓNA FRÍMERKI Nýlega var eitt umslag með tveimur frímerkjum á selt í London fyrir 25 þúsund pund, eða góðar 3,5 milljónir íslenzkra króna. Þetta voru tvö rósrauð frímerki frá Brezku Guineu 1850 Og auðvitað var það frímerkja- safnari, sem keypti þetta rarítet. Sá sem seldi honum, keypti um- slagið árið 1921 fyrir 5425 pund. Segiði svo, að það borgi sig ekki að safna frímerkjum! VIKAN 28. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.