Vikan


Vikan - 09.07.1964, Page 39

Vikan - 09.07.1964, Page 39
Toni gefur fjölbreytileika r Sama stúlkan. Sama permanentib. Olíkt útlit Toni lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Ef þér óskið eftir að fá leiðbeiningar um hárlagningar fyrir þessar hrífandi hárgreiðslur, þá vinsamlegast skrifið til Evelyn Douglas, Globus h.f., Vatnsstíg 3. Reykjavík. UmToni- Aðeins T oni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. 5 DAGAR A HEIM- SÝNINGUNNI Framhald af bls. 16. Lincolns; við aðalinnganginn byrj- ar ein svona; „As I would not be a slave, so I would not be a master", — þar sem ég vildi ekki vera þræll, vildi ég ekki heldur vera só er heldur þræla — Fögur og sígild tónlist er leikin ( nokkrar mínútur unz tjaldið er dregið frá og Abraham Lincoln sit- ur í stóli á miðju sviðinu. Þá hætt- ir tónlistin og upp stendur Lincoln, hægt og þreytulega. Hann stígur eitt skref fram og heldur stutta ræðu. Ræður hans voru jafnan stutt- ar, en Gettysborgarávarpið og ræða sú, sem hann hélt við endurinnsetn- ingu í forsetaembætti, eru taldar meðal perla heimsbókmenntanna. Þó var þessi ræða hvorug þeirra. Hann talaði háum hvellum rómi, hreyfði augu, kjálka og varir eðli- lega og þó er þetta bara vél, sem Walt Disney hefur ásamt öðrum góðum mönnum komið saman. Slík- ur er heimur tækninnar. Þeir gerðu beinagrind úr járni innan í vax- mynd af Lincoln og einhversstaðar komu þeir fyrir litlum rafeinda- heila, sem stjórnar hreyfingum á höndum, vörum og líkamanum í heild. Leikari var látinn flytja ræð- una með þeim raddbrigðum, sem heimildum kemur saman um að Lincoln hafi haft og þarna stend- ur hann: Lifandi Lincoln og heldur sína framúrskarandi ræðu einu sinni á stundarfjórðungi hverjum. Það er næstum því óhugnanlegt, svo eðlilegt er það. ar sem svo mörgu ægir sam- an, fer varla hjá því, að ekki er allt gull sem glóir. Sumu er tjaldað til einnar nætur og hefur á sér þenn- an ódýra leiktjaldasvip. Annað er svo vandað og varanlega byggt að undrun sætir. Mér dettur í hug það rammlega hús, sem Spánn á og flestum blöðum, sem ég hef les- ið kemur saman um að beri lár- viðarkransinn. Það er vel varið dag- stund ( þessu húsi og skyldi eng- inn fara sér óðslega. Þarna er eng- inn sláandi (burður, ekkert litríkt skraut. En þetta hús virðist byggt fyrir aldirnar, enda þótt manni sé sagt, að samanlögð byggingarverk sýningarinnar eigi að hverfa að henni lokinni, utan kannski stál- hnötturinn mikli. Hann á að standa eftir sem minnismerki. Spánarhúsið minnir á hamraborg; það fer ekki mikið fyrir gluggum á því, enda er þar skuggsælt ( meira lagi innan dyra. Skuggsæl hús heyra til sólsviðnum löndum eins og Spáni. [ lokuðum garði var spánskur dansflokkur að dansa með kastanettur og uppgerðar ástríðu- þunga. Ég sá ekki betur en Örlygur Sigurðsson, listmálari, væri einn aðaldansarinn, en ég sá það þeg- ar hann kom nær, að hann vantaði höfðinglegt fas Örlygs; þetta fas sem þeir einir menn fá, sem aldir eru upp í gamla aristókratíinu á Akureyri. Auk þess höfðu Spánverjar tekið með sér safn fágætra listaverka úr Pradosafninu í Madrid og kunnáttu- menn héldu þv( mjög eindregið fram, að veitingasalurinn Toledo væri hinn frábærasti sinnar tegund ar á sýningunni. Trumbuslátturinn hefur enn einu sinni vakið athygli m(na og að lítilli stund liðinni er ég kominn inn í garðinn milli Afríkuskálanna. Þeir eru kringlóttir og upptypptir; alveg greinilegt hvað þeir eiga að minna á, en Ktið er á því að græða að skyggnast inn í þá. En nú sezt ég við hliðina á glaðbeittu Suður- Ameríkufólki ( sandinn. Dansinn er að hefjast. Hljómsveitin hefur kom- ið sér fyrir, þeir þreyfa um trumb- urnar, klæddar villidýraskinnum og sóparinn sléttar úr sandinum á pall- inum. Fyrir utan trumburnar er að- eins ein flauta, en hún er notuð mjög sparlega. Svo herða þeir slátt- inn og inn geysast nokkrir hávaxn- ir Watusi-menn ( strápilsum og mál- aðir ( framan. Þeir eru eitt vöðva- bunkt, þessir menn, líkir villidýrum í hreyfingum. Þeir dansa með mikl- um alvöruþunga og ota spjótum. Svo bætast stúlkur ( hópinn; þær eru mjúkar eins og kettir og dans þeirra minnir á egypskan maga- dans. Dansarnir eru allir táknrænir, stundum er verið að fæla burtu illa anda, stundum óvini. Sumt eru sigur- og gleðidansar. Þetta var Afríka. Þeir leysa fólk ekki út með Ford- bílum ( sýningarhöll Ford Motor Company, en fólk leggur það á sig af fúsum og frjálsum vilja að standa þar ( biðröð frá einum klukkutíma og upp í tvo og hálfan. Sjálfur stóð ég ( hálfan annan tíma ( bið- röð, sem var Kklega um hálfur k(ló- metri að lengd. Það var á mánu- dagsmorgni og fólkið í biðröðinni var svo venjulegt, að það gat mín vegna allt saman verið ofan af VIKAN 28. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.