Vikan - 22.12.1964, Blaðsíða 4
Og svo mó ekki gleyma kisu, þegar jólin koma. Hún sér að
vísu sjálf um sparifötin sín, og þvær sér ofur vandlega,
áður en hátíðin gengur í garð. Svo hoppar hún upp í stól-
inn hans litla bróður, alveg upp við jólatréð og starir á
engilinn á toppnum. Liklega fær enginn neitt frá kisu, en
kannski fær kisa líka sína gjöf — borða um hálsinn eða
eitfhvað þessháttar. Eða kannski iólamús .... O
I JÓLASKA
BÚÐARGLUGGAR ERU FREISTANDI UM ÞESSAR MUND-
IR. ÞAR GETUR AÐ LfTA ÞAÐ, SEM MAÐUR VILDI HELZT
ÓSKA SÉR-EÐA TIL ÞESS AÐ GEFA PABBA OG MÖMMU.
LJÓSMYNDIR ÚR JÓLAÖS EFTIR KRISTJÁN MAGNÚSS.
0 Hvað væru jólin án gjafa? Það er mikið talað um gjafafargan, en hvað er á móti \
því? Börnin eru ekki síður glöð yfir að gefa en þiggja. Sjáið til dæmis þessa litlu hnátu
erna. Haldið þið, að hún sé að leita að einhverju, sem hún getur ágirnzt? Nei, hún \
er að leita að fallegri skál eða vasa, til að gefa mömmu. Önnur höndin er kreppt um
peningana í vasanum, og sjáið andlitssvipinn. - Hvað er nógu fallegt handa mömmu?