Vikan


Vikan - 22.12.1964, Blaðsíða 2

Vikan - 22.12.1964, Blaðsíða 2
r I fuilri alvöru: Canadian Mist er heimsþekkt vörumerki Biðjið um vörur úr Canadian Mist poplíni Frumþarfir og þjónusta Ahril'amáttur orða er mismik- ill. Sum hljóma nánast óhugn- anlega, eins og milliliður og miililiðastarfsemi. Getur verið ástæða til að sýna slíkum lyrir- Iirigðum miskunn? — varla. En nú er milliliðástarfsemin fólgin í verzlun, samgöngum og ann- arri þjónustu. Ekki getum við lagt allt slikt niður. Nei, að visu ekki, en það er ofvöxtur í þess- um gagnslitlu störfum, og þá er eitthvað annað að vinna hörð- um höndum. Þetta er ekki eingöngu til- búinn áróður, svona tala menn og luigsa, og þessu trúa marg- ir. Auðvitað eru frumatvinnu- vegirnir liin mikla undirstaða, sem þjóðfélagið byggir að veru- legu leyti á, en þeir einir ná skammt. Um aldir lifði nær allt fólk hér á landi á fiskveiðum og landbúnaði, en hvílíkt lif, oft liafði það varla að borða og stundaði þó matvælaframleiðslu. Siðar hefur þjóðfélagið orðið æ fjölbreyttara og ný og ný starfsemi verið tekin upp, en tiltölulega færri og færri stunda frumatvinnuvegina, samt verð- ur þjóðfélagið efnaðra ineð ári livcrju. Framleiðslan heflir lika margfaldazt. Tæknin, skipulagn- ingin og verkaskiptingin hafa séð um ]>að, en ekki fjöldi hand- anna. Auðvitað getur oft verið um sóun á vinnuafli að ræða i þjón- ustustarfsemi og slíkt þarf að reyna að fyrirbyggja, en ]>að er hægt að sóa á fleiri sviðum. Hvers virði er sú framleiðsla, sem er hálfgefin úr landi? Því miður eru til dæmi um þetta. Mikil gjaldeyrisöflun er undir- staða þess, að liægt sé að lifa nútíinamenningarlífi á íslandi, en er sá dollar nokkuð meira virði, sem kemur fyrir frosinn fisk lieldur en sá, er kemur frá farþega Loftleiða? Það er ein- mitt, þegar frumþörfum okkar hefur verið fullnægt, sem við föru mað meta þjónustuna mik- ils. Saddur maður vill lieldur kaupa Vikuna en kíló af kart- öflum, sem hann hefur ekkert við að gera. Á hinn bóginn eiga verzlun og samgöngur mjög verulegan þátt í því, sem við fáum fyrir framleiðsluna. Vissu- lega þarf framleiðslan að ítuk- ast, en aðeins til þess að við getum nolið betri lífskjara ■— mciri þjónustu. Peninga á að nota ítf ráðdeild og liagsýni, en þeir eru ekkert markmið í sjálfu sér. Þeir eru aðeins mikilvægir vegna þess, sem við getum feng- ið fyrir þá. vk. 2 — VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.