Vikan - 22.12.1964, Blaðsíða 25
[þýzku. Önnur röddin var köld, hin
var hrædd og heit. Vegabréf og
farseðill Herr Kurt Goldfarb voru
horfin. Hafði Herr Goldfarb tekið
þau úr klefa lestarþjónsins? Að
sjólfsögðu ekki. Hafði Herr Gold-
farb raunverulega lótið lestarvörð-
inn hafa pappíra sína? Að sjólf-
sögðu. Þó var mólið í hæsta móta
óþægilegt, það yrði að fara fram
irannsókn. Vafalaust myndi þýzka
sendiróðið f Istanbul greiða fljótt
ffram úr vandanum. (Bond brosti að
Iþessari uppóstungu). Á meðan varð
IHerr Goldfarb, því miður, að dvelja
ium kyrrt f Uzunkopru. Vafalaust
igæti hann haldið ófram ó morgun.
'Vildi Herr Goldfarb vera svo vænn
að klæða sig. Farangur hans myndi
verða fluttur inn á járnbrautarstöð-
iina.
MGB maðurinn, sem kom fram
á ganginn, var dökki maðurinn af
iKákasustýpunni, ,,yngstur gest-
'anna". Tekiö andlit hans var grátt
•af skelfingu. Hár hans var allt f
óreiðu og hann var aðeins klædd-
ur f náttbuxur. En það var ekkert
spaugilegt við æðisgenginn flótta
hans niður eftir ganginum. Hann
rauk framhjá Bond. Við dyrnar á
númer 6 nam hann staðar og herti
upp hugann. Hann dap mjög var-
lega dyra. Dyrnar opnuðust og
Bond sá í svip þykkt nef og hluta
af yfirskeggi. Svo var keðjan tekin
frá og Goldfarb hvarf inn. Að því
loknu varð þögn, meðan einkennis-
Iklæddi maðurinn fjallaði um papp-
Ííra tveggja roskinna franskra
kvenna á númer 9 og 10, og kom
svo að Bond.
Hann leit varla á vegabréf
Bonds. Hann skellti þvf aftur og
rétti lestarþjóninum. — Ferðist þér
með Kerim Bay? spurði hann á
frönsku. Augu hans voru fjarlæg.
- Já.
— Merei, Monsieur. Bon Voyage.
Maðurinn bar höndina að enninu,
svo snerist hann á hæl og barði
snöggt á dyr 6. Dyrnar opnuÖust
og hann fór inn.
Fimm mfnútum seinna voru dyrn-
ar opnaðar upp á gátt. Óeinkennis-
klæddi maðurinn kom fram í dyrn-
ar með valdsmannssvip og benti
lögreglumönnunum að koma. Hann
sagði eitthvað við þá á tyrknesku,
hastur í máli. Svo sneri hann aftur
inn í klefann. — Þér eruð hér með
tekinn höndum, Mein Herr. Tilraun
til að múta opinberum embættis-
mönnum er alvarlegur glæpur f
Tyrklandi. Goldfarb tók til máls
með reiðihreim á slæmri þýzkunni.
Hinn Rússinn þaggaði niður f hon-
um með einni snöggri setningu.
Það var annar Goldfarb, Goldfarb
með brjálæðisleg augu, sem kom
fram úr klefa númer 6 og gekk
eins og svefni niÖur eftir gangin-
um og inn á númer 12. Lögreglu-
maður tók sér stöðu fyrir utan dyrn-
ar og beið.
— Og yðar pappíra, Mein Herr.
Gerið svo vel að koma nær. Ég
verð að bera saman andlit yðar
við Ijósmyndina. Óeinkennisklæddi
maðurinn hélt græna, þýzka vega-
bréfinu upp að Ijósinu. — Komið
nær. Hikandi, með andlit fölt af
reiði, kom MGB maðurinn, sem
kallaði sig Benz, fram í ganginn,
í glæsilegum innislopp úr bláu silki.
Hörð brún augun horfðu beint á
Bond, en virtust þó ekki sjá hann.
Óeinkennisklæddi maðurinn
skellti aftur vegabréfinu og rétti
lestarþjóninum. — Pappfrar yðar
eru f lagi, Mein Herr. Og mættum
við þá aðeins fá að sjá farangur-
inn. Hann fór inn ásamt hinum lög-
reglumönnunum. MGB maðurinn
sneri bláu bakinu að Bond og
horfði á rannsóknina.
Bond tók eftir bungu út í slopp-
inn, undir vinstri handlegg og sá
móta fyrir breiðu belti um mittið.
Hann velti því fyrir sér, hvort hann
ætti að benda óeinkennisklædda
manninum á þetta. Svo ákvað hann,
að betra væri að halda sér saman.
Hann gæti lent í að þurfa að bera
vitni.
Rannsókninni var lokið. Óein-
kennisklæddi maðurinn kvaddi
Rússann kurteislega og hélt áfram
niður eftir ganginum. MGB maður-
inn fór aftur inn á númer 6 og
skellti dyrunum á eftir sér.
Þetta var bölvað, hugsaði Bond.
Einn komst undan.
Svo sneri hann sér að gluggan-
um. Þrekvaxinn og fyrirferðarmikill
maður, með gráan linan hatt og
stórt Ijótt kýli aftan á hálsinum,
var að fara inn um dyrnar sem
báru yfirskriftina POLIS. Með hon-
um var lögreglumaður. Niðri í gang-
inum var dyrum skellt. Goldfarb
steig af lestinni í lögreglufylgd.
Með drjúpandi höfði gekk hann
yfir rykfallinn pallinn og hvarf í
gegnum sömu dyr.
Það glumdi f eimblfstrunni. Lest-
ardyrunum var skellt aftur. Óein-
kennisklæddi maðurinn og einn ein-
kennisklæddur birtust á pallinum.
Þeir gengu yfir að lögreglustöðinni.
Vörðurinn við afturhluta lestarinn-
ar leit á úrið sitt og rétti upp flaga-
ið. Lestin kipptist við og fremri hluti
hennar rann af stað. Sá hluti henn-
ar, sem taka mundi nyrðri leiðina,
gegnum járntjaldið, gegnum Drag-
oman á landamærum Búlgaríu, að-
eins fimmtíu mílur í burtu, stóð
kyrr við rykfallinn brautarpallinn
og beið.
Bond dró niður gluggann og leit
f síðasta skipti á tyrknesku landa-
mærin, þar sem tveir menn sátu f
auðu herbergi, undir því sem jaðr-
aði við dauðadóm. Tveimur fugl-
unum færra, hugsaði hann. Tveim-
ur af þremur. Hlutföllin voru orðin
hagstæðari.
Hann horfði á mannauðan, ryk-
fallinn járnbrautarpallinn og hæn-
urnar, sem vöppuðu f kring, þang-
að til lestin fór aftur upp á sína
réttu teina og hélt áfram eftir þeim.
Hann leit út á fremur Ijótt lands-
lagið umhverfis Uzunkopru. Sólin
skein yfir tykrnesku sléttuna. Þetta
myndi verða fallegur dagur.
Bond dró höfuðið inn úr svölu,
ilmandi morgunloftinu. Svo skellti
hann glugganum aftur.
Hann hafði ákveðið sig. Hann
myndi verða kyrr á lestinni og sjá
hverju fram yndi.
23. KAFLI. - ÚT ÚR GRIKKLANDI.
Þau fengu heitt kaffi við Pition (því
veitingavagninn var ekki opnaður
fyrr en um hádegið). Þjáningarlaus
heimsókn grískra tollvarða og vega-
bréfseftirlits, og svo var gengið frá
kojunum, meðan lestin þaut suður
á bóginn. Það varð bjartara og lit-
sterkara úti fyrir. Loftið varð þurr-
ara. Mennirnir á litlu brautarstöðv-
unum og ökrunum voru myndar-
legir og laglegir. Mais, vfnviður
og tóbaksjurtir þroskuðust f sólinni.
Þetta var eins og Darko hafði sagt.
Annar dagur, öðruvísi en sá f gær.
Bond þvoði sér og rakaði sig,
meðan Tatiana horfði á. Hún tók
eftir því, að hann setti enga olíu
f hárið.
— Það er sóðalegur siður, sagði
hún. — Mér var sagt að margir
Evrópumenn gerðu þetta. Það dytti
okkur aldrei í hug í Rússlandi. Það
óhreinkar koddana. En það er
skrýtið, að þið hérna vestan megin
notið ekki ilmvötn. Það gera allir
okkar menn.
— Við þvoum okkur, sagði Bond
þurrlega.
Meðan hún var ennþá að mót-
mæla, var barið að dyrum. Það
var Kerim. Bond hleypti honum
inn. Kerim hneygði sig í átt til
stúlkunnar.
— En skemmtilegt heimilislíf,
sagði hann glaðlega um leið oa
hann þrýsti sér ofan ( þröngt sætið
í horninu við dvrnar. — Ég hef
sjaldan séð jafn falleat njósnaoar.
Tatiana horfði kuldalega á hann.
— Ég er ekki vön vestrænni fyndni,
sagði hún kuldalega.
Hlátur Kerims var afvoonandi. —
Þú lærir það, vina mín. [ Englandi
eru þeir alltaf að gera að gamni
sínu. Það er álitið nauðsynlegt að
gera grín að öllu. Ég hef líka lært
að vera fyndinn. Það greiðir fyrir
öllu. Ég er búinn að hlægja heil
ósköp í morgun. Vesalings strák-
arnir f Uzunkopru. Mér þykir verst,
að ég skyldi ekki vera þar, þegar
lögreglan hringdi til þýzka sendi-
ráðsins f Istanbul. Það er það versta
við fölsuð vegabréf, að það er ekki
erfitt að búa þau tii, en það er
næstum ómögulegt að falsa einnig
fæðingarvottorðin — og skjöl land-
anna, sem sögð eru hafa gefið út
umrædd vegabréf. Ég óttast, að
framagöngu þessarra tveggja fél-
aga þinna sé hér með lokið, frú
Sommerset.
— Hvernig fórstu að því? spurði
Bond um leið og hann hnýtti á sig
bindið.
— Peningar og áhrif. Fimm
hundruð dollara handa lestarverð-
inum. Svo varð ég að gera mig
breiðan við lögregluna. Það var
mjög heppilegt, að vinur okkar
skyldi reyna að múta. Það var
verst, að þessi þrekvaxni Benz,
þarna hinum megin — hann benti
á vegginn — flæktist ekki í málið.
Ég gat ekki látið tvö vegabréf
hverfa. Við verðum að ná honum
einhvernveginn öðruvísi. Þessi með
kýlin var auðveldur. Hann kunni
ekki þýzku, og það er alvarlegt
mál að ferðast án farmiða. Jæja,
dagurinn hefur byrjað vel. Við höf-
um unnið fyrstu lotu. Vinur okkar
hérna hinum megin verður mjög
varkár. Hann veit við hverju hann
á að búast. Kannske það sé líka
bezt. Það hefði verið óþægilegt að
fela ykkur bæði allan daginn. Nú
getum við hreyft okkur — jafnvel
borðað saman, ef þú tekur fjöl-
skyldugimsteinana með þér. Við
verðum að hafa auga með þv(,
hvort hann reynir að hringja á ein-
hverri stöðinni. En ég efast um, að
hann ráði við grísku símaþjónust-
una. Hann bíður sjálfsagt þangað
til við komum til Júgóslavíu, en þar
hef ég mitt kerfi. Þar getum við
fengið liðsauka, ef við þurfum á
að halda. Þetta verður mjög
skemmtileg ferð. Það er alltaf eitt-
hvað spennandi í Austurlandahrað-
lestinni. Kerim opnaði dyrnar. —
Og rómantískt, bætti hann svo við
og brosti inn í klefann. — Ég skal
sækja ykkur, þegar maturinn er til.
Grísk fæða er verri en tyrknesk,
en jafnvel maginn í mér er' í þjón-
ustu drottningarinnar.
Bond reis á fætur og læsti dyr-
unum. Tatiana hreytti út úr sér:
— Vinur þinn er ekki kulturny!
Það var mjög óviðeigandi að tala
um drottningu ykkar á þennan hátt.
Bond settist við hlið hennar. —
Tania, sagði hann þolinmóður. —
Þetta er dásamlegur maður. Hann
er líka góður vinur. Hvað mig snert-
ir, getur hann sagt hvað sem er.
Framhald á bls. 43.
VIKAN 52. tbl. — 25