Vikan


Vikan - 22.12.1964, Blaðsíða 32

Vikan - 22.12.1964, Blaðsíða 32
KEIMNIÐ BÖRNUIMUM AÐ VARAST ELDIIMN Varist eldinn yfir hátíðarnar tBRUMABÓTAFÉLAG ÍSLAIXIDS LALGAVEGI 105 SÍIVEI: 24425 * II 4 ’ioupnar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ©Hrútsmerkið (31. marz — 30. apríl); Þú kemur á stað, sem þú hefur ekki komið á áður, en þar kynnist þú fólki, sem á eftir að hafa mikil áhrif á þig. Þú verður að fresta ákveðn- um gerðum um sinn, vegna veikinda eins ættingja þíns. Heillalitur er blátt. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Eitthvað skeður í vikunni, sem á eftir að valda þér nokkrum áhyggjum. Líkur eru á að þú ferð- ist eitthvað og lengur en gert var ráð fyrir í upphafi. Þú færð mjög gleðileg tíðindi, sem hald- ið verður upp á af miklum glæsibrag. Tviburamerkið (22. maí — 21. júní): JPtipiu Þú þarft eitthvað að sækja til manns, sem er K j mjög samansaumaður og erfiður viðureignar. Næst skaltu heldur leggja á þig krókinn, heldur en leita til hans. Þú átt í basli með að losna við ákveðinn hlut, sem er þér til byrði. Krabbamerkið (22. júni — 23. júlí): Þú hefur eitthvað fyrir stafni, sem dregur um of athygli þína frá fjölskyldu þinni. Ef þú legg- ur meiri rækt við hana, þegar þú ert til stað- ar, ætti það ekki að valda neinum skaða. Þú ferð í mjög skemmtilegt samkvæmi. ©Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): ■ Það er deyfð og drungi yfir þér, sem þú átt auð- velt með að hrista af þér, bara að demba sér í það. Þú verður trúnaðarvinur kunningja þíns í máli, sem þú skalt fara mjög vel með. Góð skil- yrði eru til verzlunar. Meyjarmerkið (24. ág. — 23. sept.): Gættu þess að láta ekki aðra stjórna gerðum þín- um. Reyndu að skapa þér tilbreytingu og láta hvern dag hafa sinn svip. Vinur þinn er í slæmri klípu og leitar til þín, en vafasamt er hvort nokk- uð verður við gert. Vogarmerkið (24. sept. — 23. okt.): Einhver verður, óviljandi, til að eyðileggja ákvörð- un þína. En það sem þú tekur til bragðs í stað- inn er á allan hátt heppilegra fyrir þig. Fyrir þá ástföngnu er vikan tilvalin til að hvísla leynd- ustu hugsunum og vonum. Drekamerkið (24. okt. — 22. nóv.): Þeir sem eru fæddir mjög snemma í þessu merki ættu að sýna skylduliði sínu meiri sóma en ver- ið hefur. Ungir menn ættu að umgangast skyld- menni sín á líkum aldri sem mest. Þér vegnar vel á vinnustað. ©Bogmannsmerkið (23. nóv. — 21. des.): Það vill svo til, að þú verður miðpunkturinn í framkvæmd, sem þú hafðir þó einsett þér að koma ekki nærri. Þú færð óvænta og rausnar- lega gjöf frá skyldmenni þínu. Varastu að gera nokkra bindandi samninga. Geitarmerkið (22. dcs. — 20. jan.): Þú leggur í nokkra tvísýnu, en eins og oft áður, ¥ J sleppurðu að mestu leyti. Þú rifjar upp gömul kynni og átt skemmtilegar samverustundir með félögum þínum. Náinn ættingi þinn kemur dá- lítið við sögu í vikunni. Vatnsberamerkið (21. jan. — 19. fcbr.): Þú hefur lofsamlega tekið þig á hvað peninga- hald þitt snertir. Þú skemmtir þér nokkuð og nýstárlega. Leitaðu til eins úr fjölskyldunni með vandamáiin og vertu nógu hreinskilinn. Varastu ákveðin sambönd við hitt kynið. Fiskamerkið (2. febr. — 20. marz); Vegna gleymsku þinnar lendirðu í dálítið erfiðri KL- aðstöðu og lítt afsakanlegri. Kunningjar þínir velja þig til vandasamra framkvæmda og sýna þér þar með ómetanlegt traust. Heillaliturinn er gult og heillatalan er 2. 22 — VIKAN S2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.