Vikan


Vikan - 22.12.1964, Blaðsíða 31

Vikan - 22.12.1964, Blaðsíða 31
Parísardömur í prjóna- fötum Framhald af bls'. 15 mcð ýmsu móti: kollótt, der- húfusnið, týrólahattasnið, nú og svo er gjarnan dúskur í topp- inn cða hekluð rós úti í ann- arri hliðinni. — Hárnetið er ætlað fyrir þær sem eru með sítt hár. Er það heklað — nijög gisið — og nær frá hvirfli aftur og niður fyrir hárið og undir það. Ofan á hvirflinum er yfir- leitt slaufa, skrautnæla eða ann- að slíkt. Hárnetið er hægt að fá allt frá grófasta garni upp í fínasta gullþráð. Þetta var nú í stuttu máli það helzta sem ég man eftir varð- andi prjónafatatízkuna i Paris. Það má segja að vetrartízkan í ár sé konunni góð. Hún lætur ekki konuna fórna heilsu sinni sín vegna, heldur segir luin henni að ganga i ullarfötum frá toppi til táar. Og eins og nllir vita þá er Parisartízkan ekki aðcins ætluð Parísardömunni á Signuhökkum, heldur einnig Reykjavikurstúlkunni i Austur- stræti. Og nú er Reykjavikur- stúlkan vel sett, því að bað er vart hægt að hugsa sér ákjósan- legra efni í mikið af framan- töldum prjónafatnaði en islenzka lopann. Hann er tiltölulega ó- dýr, hlýr og léttnr og með þvi að snúa saman þráðum i tveim- ur eða fleiri litum og prjóna úr þeim kápu eða dragt má segja að hámarki Parísartízkunnar sé náð. En hvernig er það með aum- ingja karlfólkið, kann nú ein- hver að spyrja. Á það að sálast úr kulda? Nei, við skulum vona að það geri það ekki, jafnvel þótt það liafi gleymzt hér í Paris þegar verið var að „setja saman“ prjónafatatizkuna. Peysurnar, treflarnir, sokkarnir og vettlingarnir eru i litlu eða engu fráhrugðnir þvi sem verið hefur, og um annan prjónafatn- að er vart að ræða — þvi mið- ur. Og litla fólkið? Hvernig er með það? Engin stórtiðindi i ár. Hlýjar peysur, húfur, treflar, sokkar og vettlingar eins og und- anfarin ár — en hver segir að litla daman megi ekki ganga í prjónakápu eins og mamma liennar eða stórasystir? Þórdís Árnadóttir. Ástir á Suðurhafs- eyjum Framhald af bls. 11. um stærri en Evrópa. Flestar eru eyair þessar smóar, nema Nýja Sjáland, sem er heldur stærra en Stóra Bretland. Næst stærst er Havaí, sem er tæplega þriðjungi stærri en Sjáland. Flestar stærri eyjanna eru hálendar og með eld- fjöllum, sem til allrar guðslukku eru útbrunnin, með fáeinum undantekn- ingum þó. Hinar smærri eru yfir- leitt kórlaeyjar. Loftslagið á Pólýnesíu er með afbrigðum milt, sumarblíða árið um kring, nema þá helzt á Nýja Sjálandi og nærliggjandi eyjum. Einangrun eyjanna og hið víð- áttumikla hafsvæði, er þær eru dreifðar um, hefur auðvitað átt mikinn þátt í mótun íbúanna og menningu þeirra. En það furðu- lega er, að yfirleitt er munurinn á siðafari á hinum ýmsu pólýneslsku eyjaklösum varla meiri en sams- konar munur á til dæmis Þjóðverj- um og Svíum. Og tungumálið er því nær hið sama á eyjunum öll- um. Það þykir hljómafgurt og myndríkt og ekki náskylt öðrum málum, þótt málfræðingar telji það hafa nokkur tengsli við tungur Malaja og Míkrónesa. Hin efnalega og tæknilega menn- ■m ing Pólýnesa var heldur einföld í sniðum, en vel löguð eftir lands- háttum. Húsdýr þeirra voru svín, hænsni og hundar, og átu þeir kjöt allra þessara dýra af jafngóðri lyst. Fiskimenn voru þeir miklir. Þá lifðu þeir í stórum stíl af gróðri jaðrar, sem fremur lítið þurfti fyrir að hafa. Ekki var það siður Pólýnesa að safna matvælum og öðrum verald- argæðum, enda erfitt að halda því óskemmdu í hinu heita loftslagi. Þess í stað komu þeir sér upp nokk- urskonar tryggingakerfi, sem var á þá leið, að ef einhver fjölskylda komst í kröggur, voru nágrannarn- ir skyldugir að rétta henni hjálpar- hönd. Þessi gjafmildi var þvi til- komin algerlega af félagslegri nauðsyn, en ekki endilega neinum kristilegum bróðurkærleika, eins og Evrópumönnum hætti til að halda. Gestrisni Pólýnesa misskildu Evrópumenn á svipaðan hátt. Eyja- skeggjar voru ferðalangar miklir, en gistihús engin ( ríkjum þeirra. Þótti því öllum sjálfsagt að taka vel við hverjum þeim gesti, er að garði bar, því vel gat svo farið, að gestgjafinn sjálfur þyrfti á hlið- stæðri greiðasemi að halda innan tíðar, og þá ef til vill frá hendi þeirra, er áður höfðu sótt hann heim. Aður en Pólýnesar kynntust Evrópumönnum, þekktu þeir ekki til notkunar málma, en voru hins vegar smiðir góðir og gerðu sér mörg hagnýt tól úr þeim fábreyttu efnum, sem völ var á. Hæpið er að kalla þá steinaldarmenn, því flest áhöld sín gerðu þeir úr tré, skjaldbökuskel og beini, einkum voru mannabein í hávegum höfð af smiðum Suðurhafseyja. Skipa- smiðir voru þeir góðir og stóðu þar tii dæmis Indíánum Norður-Amer- íku langtum framar; voru kanóar þeirra glæsileg langskip, sem borið gátu allt að hundraði manns og siglt mörg þúsund kílómetra vega- lengd á opnu hafi. Hús þeirra, sem voru að miklu leyti gerð úr pálma- blöðum, voru einnig reist af ör- uggri smekkvísi. Að vopni höfðu pólýneskir stríðs- menn lensur, spjót og gaddakylfur, VIKAN 52. tbl. — BEIIMT í MARK

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.