Vikan - 22.12.1964, Blaðsíða 13
heim og falið úti í eldiviðar-
geymslunni.
Svo þegar aðfangadags-
kvöldið var runnið upp, stóð
tréð í stofunni í allri sinni
dýrð, með glitrandi skraut
og kertaljós alveg upp í topp,
þar sem jólastjarnan blikaði.
Jane frænka ætlaði að leika
jólatrésleikinn, það vissi Sús-
anna. Það var ekki leikurinn
sjálfur, sem gerði jólin svo
dásamleg, heldur tréð, þegar
það var fullbúið, hugsaði Sús-
anna. Ef herra Elliott sæi
grenitréð sitt skreytt —
mundi það ekki koma honum
skemmtilega á óvart? Það
mundi kannski gera jóla-
kvöldið hans spennandi og
indælt.
Auðvitað voru nokkrir erf-
iðleikar þessu samfara. Pen-
inga átti hún í sparibauknum
sínum, bæði fyrir skrauti og
jólagjöf, en það yrði erfitt að
skreyta tréð, án þess að nokk-
ur yrði var við það, þar sem
tréð stóð beint fyrir framan
húsið.
Súsanna fór í búðina henn-
an frú Svendsen til að kaupa
þetta, og bústin og glaðleg
búðarkonan leit forvitnislega
á Súsönnu, þegar hún valdi
englahár, bjöllur og silfur-
stjörnu, en búðin hennar var
líka miðstöð bæjarslúðursins.
„Þú þarft þó ekki allt þetta
jólaskraut?" sagði hún.
Súsanna, sem ekki vildi
segja ósatt, varð hálfvand-
ræðaleg. „Nei, svaraði hún
hikandi. „Þetta er ekki fyrir
mig sjálfa!“
Forvitnin skein út úr svip
frú Svendsens, en Súsanna
var ákveðin í að segja ekki
meira. Hún tók böggulinn og
gekk út úr búðinni. Þegar
hún kom heim, tókst henni
að komast óséð upp á herberg-
ið sitt.
Nú þurfti hún bara að kom-
ast að því, hvers herra Elliott
óskaði sér í jólagjöf. Það yrði
ekki auðvelt, því að hún hafði
hingað til aldrei talað við
hann, og hann gat auðvitað
með ehgu móti vitað, að hún
ætlaði að hengja jólagjöfina
hans á grenitréð í garðinum
hans.
En hamingjan var henni
hliðholl. Daginn eftir var búð-
in lokuð frá hádegi, því að
það var miðvikudagur. Þegar
Súsanna kom út úr bílnum,
var herra Elliott að gera við
garðshliðið hjá sér.
Hún beið þar til bíllinn var
lagður aftur að stað. Robert
Elliott varð var við að ein-
hver horfði á hann, svo að
hann leit upp og horfði þá
beint í áhyggjufull barnsaugu.
Þetta er frænka hennar Jane
Pelham, hugsaði hann. Hann
hafði oft séð hana, og svipur
hennar minnti hann mikið á
Jane.
Hann leit með spurnarsvip á
telpuna, og Súsanna sagði dá-
lítið feimnislega: „En hvað þetta
er fallegt grenitré, sem stendur
þarna í garðinum!"
Hann fann enn til sársaukans,
við tilhugsunina um Önnu, þeg-
ar hún hafði gróðursett það. Það
hefur stórar rætur, hafði hún
sagt, það átti að vaxa þarna í
garðinum þeirra og minna þau
á fyrstu jólin þeirra saman. Þeg-
ar hún dó, hafði hann ætlað að
rífa tréð upp með rótum, og
hann hafði oft undrazt það, að
hann skyldi ekki gera það.
Súsanna gerði aðra tilraun.
„Mér finnst skreytt jólatré svo
fallegt, finnst yður það ekki
líka?“
„Jú“, svaraði hann kuldalega.
Hann fór að hugsa um Önnu,
þegar hún festi stjörnuna í topp-
inn — en hann gat ekki verið
svona óvingjarnlegur við barnið.
„Ég er orðinn of gamall fyrir
jólatré", hélt hann því áfram.
„Ó, það segir mamma líka að
ég sé“, sagði Súsanna. „Og þá
leika hún og pabbi jólatrésleik-
inn — þau láta eins og ég eigi
ekkert jólatré að fá. Þau fela
tréð í eldiviðageymslunni og ég
fæ ekki að sjá það fyrr en á að-
fangadagskvöld, þegar búið er
að skreyta það. Allir ættu að
hafa jólatré", bætti hún alvar-
lega við.
Sást votta fyrir brosi í munn-
vikum hans? Súsanna var ekki
alveg viss.
„Það er undir því komið,
hvort manni fellur vel við jólin
eða ekki“, sagði hann og nú var
svipur hans þungbúinn.
„Gerir yður það ekki?“ spurði
hún og nú var rödd hennar mjög
áhyggjufull.
„Ekki sérlega vel!“ Hann var
orðinn óþolinmóður og langaði
til að losna við telpuna, sem
hafði rifjað upp svo margar
minningar — minningar frá tím-
anum áður en hann hitti Önnu.
„Fáið þér ekki jólagjafir?"
spurði Súsanna.
„Nei!“
„Ef þér munduð fá jólagjöf,
hvða vilduð þér þá helzt fá?“
Hann tók saman verkfærin sín,
og allt í einu varð honum hugs-
að til bindisins, sem Jane hafði
gefið honum, þegar hann varð
átján ára — jólin, þegar hann
hafði kysst hana í fyrsta skipti.
Það var reyndar hræðilegt bindi.
hur 'aði hann, gult með bláum
köflum, en hann hafði borið það
stoltur.
„Bindi“, sagði hann upphátt.
„Með gulum og bláum köflum!“
Svo stóð hann upp og fór. Sús-
anna mundi sjálfsagt halda, að
hann væri vitlaus — og það gat
hann sjálfum sér um kennt.
, Hann fór inn að borða og allt
kvöldið var hann eirðarlaus og
órólegur. Líf hans var hversdags-
legt Og einmanalegt, en hann
hafði þó átt ró og frið — en
í kvöld var kyrrðin honum kvöl.
Loks gat hann ekki setið leng-
ur inni og fór út að ganga.
Súsanna hljóp ánægð áfram.
Nú vissi hún hvers Elliott ósk-
aði sér í jólagjöf. Bindið gat hún
keypt inni í borginni þegar hún
kæmi úr skólanum á morgun!
Það flögraði ekki að henni, að
herra Elliott gæti grunað, að
það væri hún, sem hefði sett
gjöfina á tréð hans.
Það var auðvelt að finna
heppilegt bindi, og með það
neðst í skólatöskunni fór hún í
búðina til herra Elliott, til þess
að kaupa jólakort.
Hún brosti til hans eins og
þau væru gamlir vinir. Verzlun-
in var stór og björt og margir
voru þar við afgreiðslu, en Jane
gekk beint til Roberts Elliott,
sem sat við skriftir inni á litlu
skrifstofunni.
„Góðan daginn!“ sagði hún.
Það var auðveldara að tala við
hann, þegar hún var búin að
kynnast honum. „Ég ætla að fá
sérstaklega fallegt jólakort
handa Jane frænku!“
Svipur hans varð kuldalegri.
„Það er mikði úrval frammi
á búðarborðinu, þar getur þú val-
ið þér kort“, sagði hann.
Þegar hann sá vonbrigðin í
svip hennar, varð hann vand-
ræðalegur. Hann andvarpaði og
stóð upp. „Hvers konar kort á
það að vera?“ spurði hann.
„Fallegt — fyndið — eða jóla-
legt?“
„Það á helzt að vera reglulega
jólalegt — það finnst henni fal-
legast!“
Hann hjálpaði henni að finna
kort og óskaði á meðan, að barn-
ið léti hann í friði.
Ráðskonan hans hafði sagt
honum, að foreldrar Súsönnu
væru erlendis og hann hafði
sjálfur séð Jane og telpuna á
götu einn daginn, en þá hafði
hann snúið sér undan.
„Jane frænka hefur ákveðið,
að hafa sykurbráð á jólakökunni
þessi jól“, sagði hún, eins og til
að halda uppi samræðum. „Henni
tókst nú ekki mjög vel að búa
hana til, því að þegar búið var
að smyrja henni á, var eins og
kakan hefði verið úti í snjóhríð.
Henni er annað betur gefið en
að þekja kökur með sykurbráð,
skal ég segja yður!“
Nei, hann mundi vel eftir því.
Einu sinni hafði hún ætlað að
skreyta köku fyrir afmælið hans,
en að lokum varð hún að þekja
hana með möndludeigsrósum, til
þess að hy.lja ójöfnurnar.
„Heima höfum við alltaf kerta-
ljós á borðinu, þegar við drekk-
um síðdeigisteið á jóladögunum.
Það ætlum við líka að gera þessi
jól“, hélt hún áfram. „Langar
yður til að koma og drekka með
okkur einhverntíma?“
„Nei, takk“, svaraði hann stutt-
ur í spuna.
Orð Súsönnu höfðu gert hón-
um enn ljósara hve einmana
hann var. Hann gat séð Jane
og Súsönnu fyrir sér, hlæjandi
og talandi við teborðið •— og
honum fannst hann vera utan-
veltu og einmana.
En það er engum nema sjálf-
um mér að kenna, hugsaði hann
og viðurkenndi það nú fyrir
sjálfum sér. Ég vildi enga vini
eiga. Ég vildi vera einn með sorg
mína og örvæntingu.
Það vor orðið dimt, þegar hann
kom heim og settist við borðið
þar sem kaldur og ólystugur mat-
urinn beið hans. Ef hann færi
út að ganga, kæmist hann ekki
hjá því, að sjá öll jólatrén, sem
búið var að kveikja á í húsun-
um í kring — þau líktust litl-
um vitum, sem vísuðu jólunum
leiðina inn.
Hann fór að hugsa um húsið
hennar Jane með rauða tígul-
steinaþakinu og fallegum runn-
um sitt hvoru megin við gul-
málaðar dyrnar. Þar mundi jóla-
tréð hennar Súsönnu standa og
lýsa upp jólakvöldið.
Hann fór líka að hugsa um
hvað hún hafði sagt honum um
jólatrésleikinn og við hugsunina
fór hann að hlæja. Þá mundi
hann allt í einu eftir, að hann
hafði einu sinni fengið bréf frá
Jane — fyrir fimm árum síðan.
Það lá enn einhvers staðar í
skúffu, en fyrstu mánuðina eftir
dauða Önnu, þegar Jane hafði
skrifað honum, hafði hann verið
alltof sorgbitinn til að geta svar-
að því. Hann skildi ekki hvers
vegna samvizkan fór allt í einu
að hrjá hann núna.
Súsanna hafði allt tilbúið í
snyrtilegri röð inni í fataskápn-
um sínum — bjöllurnar, engla-
hárið, stjarnan og svo lítill pakki
í jólapappír með grænu bandi
um.
Eini vandinn var að komast
með það að trénu hjá herra Elli-
ott, án þess að nokkur sæi. En
hún gerði ráð fyrir að sér tæk-
ist það.
Hún varð að gera það á sjálft
aðfangadagskvöld, áður en það
yrði alveg dimmt — næstum
allir mundu verða önnum kafnir
á þeim tíma og herra Elliott
yrði varla kominn heim úr búð-
inni. En hún varð að flýta sér,
því að hún ætlaði með Jane
frænku í kirkju klukkan fimm.
„Ég ætla að skreppa snöggv-
ast út“, sagði hún við Jane
frænku, þegar farið var að
skyggja.
Jane brosti. Það var ekkkert
óeðlilegt, þótt leyndarmál væru
á döfinni þennan dag, og Sús-
anna virtist eiga bágt með að
halda sínu leyndu.
„Vertu nú ekki of lengi, góða
mín — það er næstum orðið
dimmt. Jæja, við getum orðið
Frömhald ó bls. 40.
VIKAN 52. tbl. — Q