Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 14
— HvefSvegna ég skrifi nú langa skáldsögu? sagði Ingimar Er-
lendur Sigurðsson, þegar við náðum tali af honum á dögimum.
— Einfaldlega vegna þess, að skáldsagan var eina formið, sem rúm-
aði það sem mér lá á hjarta. Hún er sannkallað völundarhús, og
í því húsi eru mörg herbergi.
— Hvernig heldurðu að standi á þessu skáldsagnaflóði einmitt
nú?
— Það er háþrýstisvæði yfir landinu, helvítis lægðin farin. Skáld-
in eru farin að átta sig á hlutverki sínu í þjóðfélaginu, þessu svo-
kallaða velferðarþjóðfélagi okkar, sem veitir þeim mönnum, sem
aðstöðu hafa, takmarkalaust frelsi til að þjóna eigin hagsmunum,
það er öll velferðin. Og þessu halda stjórnmálamennirnir við, þessir
galdramenn nútímans.
— Þú átt þá við galdramenn svipaðs eðlis og medísínmenn villi-
manna, seiðskratta, sem halda fólkinu í föstum viðjum ótta og
hleypidóma? Og þið skáddin eru þá trúlega kristniboðarnir, sem
leggja sig í líma við að frelsa aumingja fólkið?
— Við erum skæruliðar, vinur minn, og þú skalt sanna til,
að það verður ekki auðveldara að drepa okkur niður en þá í Víet-
nam. Þeir hafa þjóðina með sér, og svipað má segja inn okkur. Ég
fyrir mitt leyti hef aldrei hitt heilbrigða manneskju, sem tekið
hafi stjórnmálamann alvarlega. Fólkið kýs þá, það er annað mál...
— Af góðsemi?
— Já, eða einfaldlega af því að það hefur húmor.
— Þú virðist allt svo hafa álit á fólkinu.
— Já, ég trúi á þjóðina, þetta er heiðarlegt og gott fólk, sem á
skammir skilið.
— Þú skrifar þá fremur fyrir fólkið, heldur en vegna listarinnar
sjálfrar?
— Ég skil ekki lengur þessa setningu: listin fyrir listina. Ég
gerði það hér áður, meðan ég var taugaveiklaður og orti á nóttinni.
Nú minnir þessi frasi mig mest á dúkað veizluborð, þar sem allir
viðstaddir eru í kjól og hvítt og allt það. Maður gæti alveg eins
sagt að maturinn væri bara matarins vegna. Nei, má ég þá heldur
biðja um list í hversdagsfötum. Listin á að vera framlag til lífsins.
— Er það rétt að margir nútímamenn komi ljóslifandi fram í
Borgarlífi?
— Nú auðvitað. Bókin er skrifuð hér og nú. Þó myndi ég ekki
kalla hana persónulega árás á óvini mína, né heldur vini. Ég ber
enga óvild til þeirra manna, sem þar koma við sögu, en ég hata
það, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Það mætti miklu fremur segja
að ég elskaði þá, þótt sú ást sé auðvitað dálítið rauðglóandi, ég
viðurkenni það! En vitaskuld er það algert aukaatriði, hvort þessi
er þessi í bókinni eður ei. Ef maður, sem ekki þekkir fyrirmyndir
persónanna, les bókina, tekur hann hana sem skáldsögu, sem hún
líka auðvitað er. Og þannig verður hún lesin í framtíðinni.
— Svo er það tæplega alveg spánýtt að láta samtímafólk koma
fram í skáldsögum. Mér skilst að bæði Kiljan og Gimnar hafi gert
það.
— Já, þess eru dæmin deginum ljósari, einnig þegar hafðar eru
í huga þær skammir, sem ég hef fengið fyrir meint stéttarníð, í
þessu tilfelli á stjórnmálamönnum og blaðamönnum. Þegar Kiljan
sendi frá sér Sjálfstætt fólk, var líka sagt að hann væri að níða
stétt, bændastéttina.
— Eru það stjórnmála- og blaðamenn, sem þú beinir geiri þín-
um gegn?
— Bók minni er beint gegn siðferðilegri upplausn í þjóðfélaginu,
sem stjórnmálamennirnir nærast á og viðhalda. Og blaðamennina
get ég ekki heldur látið í friði, því blöðin eru ekki annað en klósett-
pappír í höndum stjórnmálamannanna.
— Flokkar þú Borgarlíf undir einhverja ákveðna stefnu í bók-
menntum?
— Ég er heldur lítið fyrir að skipa mér undir merki einhverrar
ákveðinnar bókmenntastefnu, það er pins og að stan.da í sömu stell-
ingimni heilan dag. En Borgarlíf er í megindráttui n realískt verk,
þar á ég að vísu ekki við þann gamla realisma, se.m var fyrst og
fremst miðaður við að segja sögu. í realisma nútinnans koma fram
áhrif frá ljóðagerð samtímans, myndlist, og jafnvel h.Ijómlist. Nú eru
sögurnar ekki fyrst og fremst sögur, heldur einskanar hljómkvið-
ur, tjáning.
— Hefurðu orðið fyrir áhrifum frá öðrum höfundunn?
— Já, og einkum erlendum. Af innlendum höfundum hefur Guim-
ar Gunnarsson haft mest áhrif á mig, og þá ekki sízt í gegnum sum
þau verk hans, sem hvað minnstum vinsæJ.dum hafa ná ð, til dæmis
leikrit ýms.
— Hvað finnst þér svona gott við Gunnar?
— Einkum hve frábærlega vel hann tjáir baráttuna milli góðs
og ills, sem háð er í huga persónaima. Ég fæ ekki séð að það hafi
Framhald á bls. 37.
VIKAN 19. tbt