Vikan


Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 27

Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 27
idsverður af afbrotalýð New York boroar í boðorö í samskiptum við skepnurnar á Broadway er að bera hærra hlut frá borði. >em til þess þarf og veit hvernig á að nota það. Ef fortölur duga ekki við einhvern slæ ég hann, og sé hann duglegri að slást en ég, þá nota ég kylfuna eða byssuna." ■o Hún hefur fengiS eldri herramann ó snæriS, en óþokkinn sem vinnur meS henni, bíður lengst til hægri. Þegar hún er komin með herra- manninn inn, kemur fylgifiskurinn og þykist vera maðurinn hennar. Þó verður hinn aS borga vel tii að sleppa ómeiddur. 4 Vændiskonan ó myndinni, sem styð- ur sig við ruslafötuna, er ekki kona, eins og útlit er fyrir, heldur kyn- villtur karlmaður i kvenbúningi. Hjó honum stendur maður, sem er á höttunum eftir vændiskonu. Slíkir menn eru í New York kallaðir Jón- ar (Johns). Murphy-maður (negri með hatt) reynir að selja tveimur unglingum aðgang að vændiskonum, sem hann þykist þekkja. um, allrahanda úrkynjað pakk, öfuguggar og lögbrjótar, „sýklar", svo enn sé vitnað í Barrett. Bæði á sjálfum Broadway og á Sjöundu Tröð, niður að suðurmörk- um umdæmisins á Fertugasta og öðru stræti, veður allt í mellum og bílþjófum, sem eru önnum kafnastir frá klukkan átta og framundir miðnætti, meðan bíleigendurnir eru í leik- eða kvikmyndahúsum. Þá er enginn hörgull á svokölluðum Murphy-mönnum, en sú manntegund gefur sig út fyrir að vera melludólgar, tekur við greiðslu af lysthaf- endum og stingur svo af. Þar eru einnig á rölti hættulegri skálkar, sem berja menn og ræna, ef færi gefst. Flírulegar sígaunakonur sitja i flauelslögðum stólum út við glugga við dauf Ijós; sé einhver svo vit- laus að fara inn til þeirra, er hann öruggur um að verða ruplaður inn að skyrtunni af vasaþjófum, sem eru ósviknir töframenn í sinni grein. Á Broadway, milli Fertugasta og þriðja og Fertugasta og fimmta strætis,'eru karlkyns mellur á hverju strái, kynvillingar sem reika um i leit að viðskiptavinum og æpa skammaryrði hver að öðrum af kven- legum tilfinningahita. Þarna er líka margt fórnardýra eiturlyfjanautn- arinnar á vakki. Umdæmi Barretts er ekki stórt, 384 ekrur, og það er ekki nema tuttugu mínútna gangur um það enda milli. En það er meira að gera þar en á svæði nokkurs starfsbræðra hans. Þar eru framdir fleiri glæp- ir en á nokkru öðru lögregluumdæmi borgarinnar. Meðal verstu dólg- anna þar eru svokallaðir „greifingjar" (badgers). Hver þeirra hefur mellu á sinum snærum. Þegar hún er komin með viðskiptavin upp I herbergi til sín, ryðst greifinginn inn og þykist vera eiginmaður henn- ar, eða þá lögregluþjónn. Fórnarlambinu er þá ætlað að kaupa sig út úr vandræðunum, en reyni það aðrar leiðir, lemur greifinginn það trúlega niður eða jafnvel drepur það. Ef leynilögregluþjónn, sem hefur á hendi gæzlu á slíku svæði, ætlar að verða að nokkru gagni, verður hann að þekkja umdæmið sitt út og inn, skynja líf þess af jafn næmri eðlisávísun og dýrið frumskóg- inn sinn. Mæti hann þokkalega klæddum manni með stráhatt og sam- anvafið dagblað undir hendinni, verður hann að geta séð á augna- bliki hvort þar er á ferð meinlaus túristi eða Murphy-maður. Mæti hann ungri konu einsamalli á ferð á næturlagi, verður hann samstundis að geta séð hvort hún er hjúkrunarkona á leið i vinnuna, nemandi á heimleið eða vændiskona. Hann verður að geta þekkt sundur eitur- lyfjasjúkling og mann, sem er illa haldinn af sykursýki, án þess að til þess þurfi nokkra rannsókn. Sjái hann mann koma út um einhverjar dyrnar með tösku í hendinni, verður lögreglumaðurinn á augabragði VIKAN 19. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.