Vikan


Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 23
kvæmilega aS taka nokkurn tíma, enda þótt öllum undirbúningi hefði verið lokið kvöldið óður. Tvöföld lína hafði verið strengd milli bakkanna, svo að hægt væri að draga bátinn fram og aftur. Það gætti dálítillar eftirvæntingar í hópnum og firð- ings í taugakerfinu, eins og verið væri að leggja upp í fyrstu tunglferðina, við vor- um flest vanari bíl en feriu sem farar- tæki yfir ár, ef til vill læki loftið úr gúmmí- bátnum eða dráttartaugin slitnaði, þegar verst gegndi, og fleytan bærist undan straumnum niður ána. En allar slíkar bolla- leggingar urðu sér til skammar, ferjunin gekk greiðlega og hópurinn komst far- sællega yfir ána. Síðan var haldið i átt- ina að Arnarfelli um sléttar eyrar og aura, þar sem Arnarfellskvísl hin innri flæmist sitt á hvað. III. Arnarfell hið mikla er í suðausturjaðri Hofsjökuls, milli tveggja mestu skriðjökla hans, Þjórsárjökuls og Múlajökuls, sem halda þvi [ heljargreipum sínum. Það er 1148 m. y.s., en aurarnir niður að ánni um 600 m. y.s. Hæð þess er því ekki ýkja- mikil. Samt er þetta hið myndarlegasta fell, eins og nafnið bendir til, bratt og strýtumyndað nokkuð, brekkugróið langt "'W v.i? a * J '•I U 1 >......?*! , $3 œfi M.y r ;,V\ \ > « - t; r Arnnrteil bid ■ikla LITAZT UM Á MIÐDEPLI LANDSINS SUÐ-AUSTUR VIÐ HOFSJÖKUL, ÞAR SEM EYVINDUR 0G HALLA BYGGÐU SÉR BÓL NÁLÆGT INNSTU SYTRUM ÞJÖRSÁR. EFTIR GEST GUÐFINNSON. upp eftir sunnan í móti, en síðan klettar og skrið- ur. Aður var jökullinn kenndur við fellið og kallað- ur Arnarfellsjökull, ef til vill upphaflega af sunn- anmönnum, en [ seinni tið er hann kallaður Hofs- jökull og þá kenndur við Hof í Skagafirði, sem á afrétt norðan að honum, og gætir þar sýnilega á- hrifa norðanmanna í nafngiftinni. Við stöldrum við í Arnarfellsbrekkunni og virð- um fyrir okkur umhverfið, nær og fjær. Það verð- ur að viðurkennast, að ekki er ofsögum sagt af gróðrinum í Arnarfelli. Þarna er allt í kafi í grasi. Hávöxnust er hvönnin og burnirótin, en mikið ber einnig á blágresi og viði og mörgum lágvaxnari jurtum, svo sem fíflum, steinbrjótum, steindeplum og fjalladeplum. Uti á aurunum ber mest á eyrar- rósinni, sem vex þar ( rauðum breiðum. Sunnan við Arnarfellskvíslarnar tekur við geysi víðáttumikið graslendi, um 100 ferkílómetrar að stærð, en nær allt suður að Fjórðungssandi. Heitir það einu nafni Langaleit, en annars ýmsum nöfnum, svo sem Arn- arfellsver, lllaver, Nauthagi, Oddkelsver og Tjarn- arver. Er þar víða blautlent, fullt af síkjum og tjörn- um, en kafgras á milli. Það er t.d. til marks um gróðursældina f Nauthaga, að fjallamenn reka fé út í störina til að handsama það, að sögn kunn- ugra. A þessum slóðum eru aðalheimkynni og varp- stöðvar heiðagæsarinnar í heiminum, f svokölluð- um Þjórsárverum. Samkvæmt athugunum, sem gerð- ■ ■ ■ ■ E VIKAN 19. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.