Vikan


Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 24
Jlriarfell ar hafa verið, er talið, að ekki færri en um 20 þúsund heiðagæsir séu í Þjórsár- verum á sumrin, eftir að ungar eru upp- komnir. A haustin heldur hún til Norður- Englands, þar sem hún er talsvert skotin á veturna, en ekki virðist það þó svo mik- ið, að nærri stofninum sé gengið. I Arnarfellsbrekkunni hittum við fyrir mikið af heiðagæs, eins og annarsstaðar á þessum slóðum. Gæsaungarnir eru tals- vert vaxnir um þetta leyti, enda bráðum júlílok. Þeir eru þó dálítið krangalegir ennþá og spjátrungslegir í göngulaginu, horfa á okkur forvitnu auga, einn þeirra slæst meira að segja í förina og fylgist með okkur langleiðina upp á efsta tind Arnarfells, sérlega kumpánlegur náungi og mannblendinn. Utsýni er víða meira en af Arnarfelli, en þó er það tilkomumikið, einkum jökla- sýnin. Tiltölulega stutt er til Tungnafells- jökuls og Vatnajökuls, og Hofsjökull er að kalla í seilingarfæri. Sömuleiðis er gaman að virða fyrir sér Þjórsá og hið víð- áttumikla vatnasvæði hennar. Arnarfell hið mikla hefur að nábúum tvö fell, sitt til hvorrar handar, systurfell- ið, Arnarfell hið litla, að norðan, sem er raunar 1140 m. y.s., og Kerfjall sem er nokkru lægra, að vestan eða suðvestan. Kerfjall dregur nafn af jökulkeri, sem verður í krika í því sunnanverðu, unz það lyftir honum og fær framrás í Arnarfells- kvísl hina fremri. Um leið og kerið tæm- ist, brestur jökulþekjan og klofnar í ótal stykki, en eftir verða gnæfandi ísferlíki, hin margbreytilegustu að lit og lögun, eins og tröllauknar kynjamyndir. IV. Ferðin í Arnarfell og Kerfjall reyndist okkur ærið dagsverk. Annan dag leggjum við leið okkar í Múlana og sumir enn lengra, alla leið vestur í Nauthaga. Það er dálítið sullsamt ferðalag, vaða þarf Arnarfellskvísl hina fremri, sem er drjúg- mikið vatnsfall, fullt af sandkvikum og aurbleytum, og þeir, sem lengra halda en í Múlana, eiga von á fleiri fótaböðum áður en lýkur. Múlarnir eru í raun og veru jökulöld- ur eða jökulgarður, aurdyngjur, sem ýtzt hafa fram undan Múlajökli á mismunandi tíma og liggja í sveig um jökulsporðinn, í fimmfaldri röð a.m.k. Fremsta aldan er algróin og sunnan í henni smáhvammar eða grasbollar á löngum köflum. Líklega taka Múlarnir Arnarfellsbrekkunni fram, hvað gróðurfar snertir, og þarf þó mik- ið til. Hvergi hef ég t.d. séð annað eins burnirótastóð, hátt og gróskumikið, eins og þarna. Mikill sumarhiti á sjálfsagt drjúgan þátt í þessum ofsalega gróðri í Arnarfellsbrekkunni og Múlunum, en hins ber einnig að gæta, að þarna er lítill sem enginn ágangur af búfé. Kemur þcið sér ekki sízt vel fyrir burnirótina, sem sauðkindin kvað vera mjög sólgin í. Meðfram Múlunum má enn sjá gamla götutroðninga, leifar Arnarfellsvegar eða Sprengisandsvegar hins forna, sem lá vest- an Þjórsár, um Múlana og Arnarfell hið mikla. Hin leiðin, sem meira var farin á seinni öldum, lá austur yfir Þjórsá á Sól- eyjarhöfðavaði, þegar komið var að sunn- an, og þaðan norður á Sprengisand aust- an við ána. Til eru ýmsar frásagnir um erfið og hættusöm ferðalög um Sprengisandsleið, þótt hin séu sjálfsagt fleiri, sem falin eru í gleymsku. Alkunn er sagan um Kristin Jónsson, vinnumann á Tjörnum í Eyjafirði, sem villtist í göngum árið 1898, suður um Sprengisandsleið, matarlaus og illa klædd- ur, og fannst í BúrfelIsskógi að fimmtán dægrum liðnum, kalinn og aðframkom- inn, en komst þó til bærilegrar heilsu eftir langa og erfiða legu. Aræði Sturlu Jónssonar í Fljótshólum er líka í mínnum haft. Sturla átti heima á Jarlsstöðum í Bárðardal. Snemma vors eða nánar tiltekið um krossmessu árið 1916 tók hann sér ferð á hendur suður yfir fjöll að Hæli í Hreppum. Hann fór Sprengisandsveg. Hann gekk á þremur sólarhringum réttum milli byggða, frá Mýri í Bárðardal að Skriðufelli í Þjórsár- dal, en það mun vera nálægt 240 km. vegalengd. Sturla hafði skíði og sleða undir farangur. „Á allri leiðinni var hin versta færð, krapavaðall, aur og snjó- stemma, svo að hann varð víða að bera allt saman, farangurinn, skíðin og sleð- ann, en ár allar auðar og í vexti". Hann átti kærustu fyrir sunnan. Pálmi Hannes- son, rektor, sem var afburða ferðamað- ur og manna kunnugastur Sprengisands- vegi, tók svo til orða í grein um ferða- lag Sturlu, sem hér er vitnað til: „Þó að þrjátíu unnustur hefðu beðið mín, hefði ég ekki árætt að leggja á Sprengisand einn míns liðs svo snemma vors". Þess má geta, oð Sturla fann sína kær- ustu eins og til stóð, kvæntist henni og hóf búskap í Fljótshólum litlu síðar. Báðir fóru þeir Kristinn og Sturla vest- an Þjórsár um Arnarfell og þaðan niður í Þjórsárdal eða Sprengisandsveg hinn forna, ef hægt er að tala um, að þeir hafi farið nokkurn veg. V. Arnarfell mun vera um það bil miðja vega milli byggða norðanlands og sunn- an. Þaðan er á annað hundrað kílómetra til efstu bæja í Þjórsárdal. Það mundi telj- ast löng bæjarleið innsveitis. Sú bæjar- leið var til. I Arnarfellsmúlum stóð einu sinni fallega hlaðinn kofi grafinn inn ( hól, heimili tveggja útileguþjófa, sem gerðu byggðarmönnum þungar búsifjar, 24 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.