Vikan


Vikan - 12.05.1966, Qupperneq 28

Vikan - 12.05.1966, Qupperneq 28
Hópur kynvillinga á gangstétt í New York. Sumir þeirra hafa komið auga á Ijósmyndarann og skæla sig framan í hann. Barrett hefur staðið Murphy-mann að verki og handtekið hann. Meðan Barrett (til hægri) kallar á fórnarlamb Murp- hys, sem komið er spölkorn frá og hann vill nota sem vitni, neytir dólgurinn færis til að henda bréfsnifsi með heimilisfangi, sem hann ætlaði að afhenda næsta fórn- ariambi. En félagi Barretts var á verði og tók miðann upp. m ■ ii ■ að geta séð, hvort þar er á ferð eftirlitsmaður með húsnæði eða innbrotsþjófur. Murphy-mennirnir eru sumsstaðar fleiri en ferðamennirnir, stundum að minnsta kosti. Þeir setjast að skólapiltum og öðrum álíka sakleys- ingjum, einkum ef þeir eru undir áhrifum áfeng- is. Hann segist vita um hóruhús, en stelpunum þar sé ekki trúandi fyrir peningum, svo ekki megi borga þeim beint. Viðskiptavinurinn verði því að afhenda húsfrúnni peningana í innsigl- uðu umslagi, en ekki megi hann opna það, því þá geti svo farið, að húsfrúin saki hann um að hafa stolið einhverju af peningunum. Meðan Murphy-maðurinn semur við viðskiptavininn, sætir hann lagi að skipta á umslaginu með greiðslunni og öðru, sem hann hefur á taktein- um. Aumingja viðskiptavinurinn fer síðan beint á staðinn, sem honum var vísað á, og finnur þar vísast enga mellu, og þegar hann opnar umslagið, eru aðeins í því nokkur pappírssnifsi. — Sumir Murphy-menn eru meira að segja svo traustvekjandi, að þeim tekst að fá viðskipta- vinina til að fá sér til geymslu það fémæti, sem þeir hafa á sér, svo ekki sé hætta á að stúlk- an steli þv! af þeim. Já, það er meira en nóg að gera hjá Barrett. A svæðinu hans er meðal annars Rockefeller Center, Radio City, leikhúsin flest og Times Square. I hverjum mánuði eru þar að meðaltali framin fimmtán rán, tuttugu glæpsamlegar ár- ásir, þrjú hundruð og tuttugu þjófnaðir, tvær nauðganir auk alls annars, sem enginn nennir upp að telja, og er hér þó aðeins átt við það, sem lögreglan fær skýrslur um. Einn kvöldið var Barrett á vakki um umdæmi sitt við annan mann og stóð þá smáþjóf einn að verki við búðarhnupl. Þegar hann kom með þann fingralanga á lögreglustöðina, var einn starfsbræðra hans þar fyrir að yfirheyra mann, sem tekinn hafði verið höndum fyrir að stinga vegfaranda einn með hníf. „Hvað heitirðu"? spurði lögregluþjónninn. Framhald á bls. 34. Vinnudagur Barretts hefst klukkan fimm eft- ir hádegi og honum lýkur ekki fyrr en klukk- an átta aS morgni. Hér sést Barrett hvila sig smástund í varðstofu sinni að loknum þess- um langa vinnudegi. Á veggnum á bakvið hann eru festar upp myndir af fólki, sem lögreglan hefur lýst eftir. Tvær lesbíur (kynvilltar konur) spásséra um götu aS kvöldlagi, báSar undir áhrifum her- 2g VIKAN 19. tbl,

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.