Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 19
Angelique og Savary höíðu ekki minnstu hugmynd um það.
— Hvaða vandræði! Ég hef ekki tíma til að bíða eftir húsbóndanum.
Þegar þið sjáið hann, segið honum þá, að hans gamli vinur, Rochat,
hafi verið hér, og krafizt borgunar fyrir svampana sína og víntunnuna,
sem honum hafði verið lofað. Nei. Þegar betur er að gáð, skulum við
ekki segja neitt. Það er betra, að hann viti ekki, að við höfum talað
saman. Það er aldrei að vita!
— I Austurlöndum lætur hægri höndin aldrei þá vinstri vita, hvað
hún'er að gera, sagði Savary spámannlega.
— Rétt! Hann má ekki einu sinni gruna að ég hafi lánað ykkur
föngunum peninga. Hvaða vandræði! Mér þætti gaman að vita, hvort
örlæti mitt kemur mér ekki einhverntíman i koll! Staða mín verður
stöðugt verri! Jæja!
Hann hvarf, án þess svo mikið sem að tæma vínglasið sitt, svo mjög
var hann í öngum sínum yfir óvarkárni, sem hafði leitt af sér vandann
mikla, sem hann var nú staddur í.
Þegar þrælunum var skipað upp um kvöldið, var Arabi i hettuúlpu á
vakki skammt frá hafnarbakkanum. Angelique hafði rétt stigið upp á
landganginn undir vökulum augum Corianos. Savary hafði komið því
þannig fyrir, að þau voru aðeins lauslega bundin. Og fyrirvaralaust
þrýsti hann pyngju, úttroðinni, af sekínum, í hönd Corianos.
— Hvar fékkstu þessa peninga, gamli froskur? muldraði sjóræning-
inn.
— Það myndi ekki auðga þig neitt að vita það — né heldur að segja
skipstjóra þínum frá þvi, sagði apótekarinn. ■— Gefðu mér nokkrar
mínútur einum með Arabanum þarna yfirfrá, og þá skal ég gefa
þér meira.
— Svo að þú getir undirbúið flótta með honum?
— Jafnvel þótt svo væri, hverju máli skipti það? Heldur þú, að
þú fengir meira fyrir minn vesæla skrokk, en þessar þrjátíu sekínur,
sem ég gaf þér?
Coriano vó koparpeningana i hendi sér, hikaði eitt andartak en sneri
sér síðan undan og tók að fylgjast með sekkjavörunni, sem var að silast
i land: Gömlu mönnunum og hinum veiku á einum stað; þeim fagur-
limuðu i annarri röð, ungu og fögru konunum í þeirri Þriðju, og svo
framvegis.
Savary trítlaði yfir til Arabans. Stuttri stund síðar var hann kominn
aftur, og laumaðist upp að hlið Angelique.
— Jú, þetta var Ali Mektub. Hann á frænda, sem heitir Mohammed
Raki og á heima i Alsir. En karlinn segist muna, að frændi hans hafi
farið til Marseilles fyrir hvítan mann, sem hann vann lengi fyrir i
Súdan, þar sem þessi hvíti maður, sem var mjög lærður, átti gullnámur.
— Hvernig leit maðurinn út? Gat hann lýst honum?
— Engan æsing. Ég gat ekki spurt hann um þúsund smáatriði á
þesari stuttu stund, en ég hitti hann aftur og betur annað kvöld.
— Hvernig ætlið þér að fara að Því?
— Það er mitt mál. Treystið mér.
Coriano aðskildi þau. öflugur vörður flutti Angelique til hins franska
hluta borgarinnar. Kvöldið var að falla á, og úr opnum kránum með-
fram strætinu bárust ómar frá tambúrínum og flautum.
Húsið, sem þau fóru i, var eins og lítið virki. Þar var blandað saman
gamaili, evrópskri tízku með vönduðum húsgögnum, og myndum í
gullrömmum, ásamt austurlenzkum hægindum og hinni óumflýjan-
legu vatnspípu d’Escrainvilles. Sætur ópíumþefurinn fyllti vitin.
Hann bauð Angelique að drekka kaffi með sér, en það hafði hann
ekki gert síðan kvöldið góða á eynni, meðal marmaragyðjanna.
— Jæja. fagra dís, nú erum við komin í höfn. Eftir fáeina daga geta
allir aðdáendur fagurra kvenna, sem vilja láta af hendi háa fjár-
upphæð, til að eignast sjaldgæfan hlut, skoðað yður af mestu nákvæmni.
Við' munum gefa þeim nægan tima. Því megið þér treysta
— Þér eruð ruddi, sagði Angelique. — En ég held ekki, að þér hafið
þá ófyrirleitni til að bera, að bjóða mig upp — meira að segja nakta.
Sjóræninginn hló hátt. — Þeim mun meira, sem ég sýni yður, þeim
mun betri möguleika hef ég til að fá tólf þúsund pjastra fyrir yður.
Angelique þaut upp og augu hennar skutu gneistum: — Það mun
aldrei verða, hrópaði hún. — Eg mun aldrei láta slíka hneisu viðgang-
ast. Ég er ekki þræll. Ég er frönsk hefðarkona. Ég mun aldrei, aldrei
gefa mig i þetta. Reynið að fara þannig með mig, og ég skal sjá um.
að þér yðrist þess hundrað sinum meir, en þér getið með nokkru móti
ímyndað yður.
— Ósvífna hóra! hrópaði hann og þreif svipuna sína.
Eineygði liðsforinginn gekk á milli: — Láttu hana vera, skipstjóri.
Þú skemmir hana. Það væri heldur verra, ef hún væri öll blá og marin.
Smá dvöl í svartholinu lækkar svolítið rostann í henni.
D'Escrainville markgreifi var viti sínu fjær, en undirforinginn ýtti
honum varlega til hliðar, svo hann lét fallast ofan á hægindi og
svipan datt á gólfið.
Coriano þreif um handlegg Angelique en hún sleit sig lausa og sagðist
geta gengið óstudd. Henni haföi aldrei litizt á þennan náunga, með
kafloðna og útflúraða handleggi, sem var svo sannarlega sjóræningja-
legur, með svart augnspjaldið og rauðan höfuðklút, sem langt, strítt
og óhreint hár gægðist undan, og lafði niður á órakaðar kinnarnar.
Hann yppti öxlum og visaði henni veginn í gegnum hlykkjótta gang-
ana í þessu gamla húsi, sem var hálft virki, hálft krá. Eftir að hafa
neytt hana niður nokkra steinstiga, nam hann staðar fyrir framan
rammlega, járnslegna hurð, tók upp kippu af lyklum og sneri einum
þeirra í ískrandi skránni.
— Inn með þig!
Angelique hikaði á þröskuldinum. Hana langaði ekki að fara inn
i þennan svarta helli. Hann hratt henni inn og læsti dyrunum.
Nú var hún ein í svartholi, þar sem engin birta barst inn, önnur
en inn um litinn rimlaglugga, uppi undir lofti. Það var ekki einu sinni
hey til að liggja á; eini húsbúnaðurinn voru þrjár sverar keðjur með
járnum fyrir úlnliði og ökkla, sem voru boltaðir í vegginn. Sem betur
fór hafði óþokkinn þó ekki sett hana í þessi járn.
— Og þeir óttuðust að „skemma" mig.
Hún fann til í öxlunum, þar sem svipa d’Escrainville hafði vafizt
utan um hana. Hún lét fallast á gólfið. Þögnin var þung eins og í
grafhvelfingu. Hún hafði þó að minnsta kosti næði til að hugsa hér,
þó ekki væri þægindunum fyrir að fara. Hún uppgötvaði að rósemi
hennar stafaði lrá þeim fréttum, sem Savary hafði hvíslað að henni,
varðandi Arabakaupmanninn Ali Mektub.
Angelique endurtók orð hans með sjálfri sér, hvað eftir annað, til
að glata ekki voninni. Það gat ekki verið um að villast. Það hafði
verið rétt af henni að reyna, þrétt fyrir verstu mögulegar afleiðingar,
að komast til Krítar. Mjói þráðurinn hafði ekki slitnað, og vonin
blasti enn við á leiðarenda. Nú þurfti hún ekki lengur að blekkja
sjálfa sig. 1 langan tíma hafði ekkert svona öruggt skotið upp kollinum
I leit hennar. Hvenær myndi hún verða fær um að hitta frænda Aii
Mektubs? Hún vissi ekki einu sinni hvernig hún ætti að endurheimta
frelsi sitt, eða hvort hún myndi lenda i hinni hræðilegu kvennabúrs-
tilveru.
Engu að síður hlaut hún að hafa fallið í svefn, og sofnað fast, því
þegar hún vaknaði, fann hún við hlið sér koparbakka með tyrknesku
kaffi, rjúkandi heitu og angandi sykraðar pistacíahnetur og nokkrar
hunangskökur.
Hún var að ljúka við þessa hressingu, þegar hún heyrði raddir berg-
mála frammi í ganginum. Fótatak nálgaðist. Lykillinn vældi aftur i
lásnum og eineygði sjóræninginn snaraði inn tveimur öðrum konum,
önnur þeirra var með blæju; og báðar æptu þær aö honum fúkyrði
á tyrknesku. Sá eineygði svaraði þeim hástöfum í sama, lokaði hurð-
inni og gekk rausandi burt.
Konurnar settust að í einu horni svartholsins og störðu skelfingu
lostnar á Angelique, þangað til þær uppgötvuðu, að einnig hún var
kona. Þá byrjuðu þær að hlæja móðursýkislega.
Þegar hér var komið, var Angelique orðin vön dimmunni og sá að
konan með andlitsblæjuna var í tyrkneskum buxum, svartri silkiblússu
og bólerójakka úr flaueli. Þykkt, svart hár hennar, sem hún gerði
enn dekkra með því að lita það upp úr grænu henna, var skreytt með
rauðri flauelshúfu, en við hana var fest blæjan, sem huldi andlit
hennar. Þegar hún sá, að þarna var aðeins ein kona en, tók hún hattinn
af sér og lét hrafnsvarta lokkana liðast niður yfir augun. Hún hefði
verið mjög fögur, hefði nefið á henni ekki verið svona stórt. Um háls-
inn bar hún gullkeðju með krossmarki, sem hún kyssti og krossaði sig
síðan.
Þegar hún sá, hvernig Angelique brást við þessu atferli hennar, gekk
hún til hennar, settist hjá henni og tók að tala — Angelique til mik-
illar undrunar — á frönsku, ekki reiprennandi en réttri. Hún var
armenísk frá Tiflis, og hún hafði lært frönsku af Jesúítapresti, sem
kenndi henni og bræðrum hennar. Hún kynnti þriðju konuna, sem var
ljóshærð og Rússi, og Tyrkir höfðu tekið herfangi skammt frá Kiev.
Angelique spurði, hvernig hún hefði komizt á vald d’EscrainvilIe, en
sú armeníska gat varla útskýrt það, vegna þess að hún var nýkomin
frá Beirut í Sýrlandi, en ferð hennar hafði hafizt i Erzerum og hún
kom um Konstantínópei. Báðar prisuðu sig sælar að vera á Krit, því
þær vissu. að nú myndu þær ekki verða meðhöndlaðar eins og kýr og
boðnar fram naktar til sölu á almenningstorgum, heldur sem dýrmætar
vörur í lokuðum sölum. sem ætlaðir voru fyrir svo verðmæta verzlunar-
vöru.
Angelique horfði óviss á konuna, meðan hún talaði. Hún hét Tche^1-
itchain, og hafði verið mánuð á ferðinni, boðin fram nakin á öllum
torgum, sem á leiðinni urðu. Þó hafði enginn rænt af henni hinum
þungu guilarmböndum, sem hún hafði um úlnliði og ökla, né þunga
mjaðmabeltinu, sem gert var úr gullsekinum. I raun og veru bar hún
á sér nokkrar gull livres, og Angelique stakk upp á, hvort það nægði
henni ekki til að kaupa sér frelsi.
Sú armeníska rak upp hlátur. Þetta var ekki aðallega spurning um
peninga, heldur allt eins mikið um að finna verndara, sem hafði bæði
styrk og völd. Hún var viss um, að finna slíkan mann fremur hér á
þessari eyju, sem þar til mjög nýlega hafði verið eign kristinna, og
var enn verzlunarhöfn evrópskra sjóræningja og einnig þeirra skipa,
sem komu til að verzla við Austurlandabúa. Og hún hafði séð grisk-
katólska presta á götunum, og sú sjón jók henni von.
Sú rússneska lét minna á sér kræla. Henni virtist væntanleg örlög
engu máli skipta, en lagði undir sig mestallt rúmið i litla klefanum,
með því að teygja úr sér og reyna að sofna.
— Hún gefur mér ekki mikla samkeppni, sagði sú armeníska. —
Hún er falleg, en það er auðvelt að sjá, að hana skortir eitthvað til að
vera reglulega aðlaðandi. Hinsvegar vona ég, að návist yðar hér komi
ekki í veg fyrir að ég finni góðan húsbónda.
— Hefur yður aldrei dottið i hug að flýja? spurði Angelique
— Flýja? Ég? Hvert ætti ég að fara? Það er langt aftur heim í
Kákasus, þaðan sem ég er, og vegirnir liggja þvert yfir tjrrkneskt yfir-
ráðasvæði. Hafa þeir ekki þegar lagt Krít undir sig? Þar að auki er
enginn eftir heima. Þar eru bara Tyrkir. Þeir drápu pabba og eldri
bræður mína, og yngri bræður mínir voru geltir fyrir augunum á
mér, svo hægt væri að selja þá sem hvita geldinga. Nei, það bezta,
sem ég get gert, er að finna mér góðan húsbónda, eins fljótt og hægt er.
Svo tók hún að spyrja Angelique út úr og spurði með nokkri lotn-
ingu hvort hún kæmi af þrselamarkaðinum á Möltu.
— Hversvegna haldið þér, að það sé einhver heiður, að hafa verið
Framhald á næstu síðu.
VIKAN 19. tbl.