Vikan


Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 11
í höndum Ragnars í Smára en nú. Þær eru Svört messa eftir Jóhannes Helga (krítik fremur já- kvæð, þó blandin), Borgarlíf eftir Ingimar Erlend (krítík heldur neikvæð, þó ekki án vissrar við- urkenningar) og Orgelsmiðja Jóns frá Pálmholti (krítík niður- sallandi). Fjórða bókin kom út hjá Oliver Steini í Hafnarfirði það var Dœgurvísa Jakobínu Sigurðardóttur (krítik mjög já- kvæð). Ungu mennirnir þrír eiga það sameiginlegt, að þeim er þjóð- félagsgagnrýnin ofarlega í hug, og ganga þeir Jóhannes og Ingi- mar þar sérstaklega óvægilega til verks. Og fleira er þeim sam- eiginlegt en gagnrýnin ein: því sem næst óskeikular söguhetjur (Logi og Murtur), óskaplega vergjarnar fegurðardrottningar og Ameríkanar, sem haga sér frekar sem skepnur en menn. Ótalið er þó það, sem mesta at- hygli hefur vakið, að nokkrir höfuðskúrkanna kváðu vera hin- ir sömu hjá báðum, eða réttara sagt fyrirmyndir þeirra; þar þykjast menn kenna framámenn eins okkar góðkunnu stjórnmála- flokka og blaðs hans. Er haft fyrir satt, að bók Ingimars geti vel gengið sem túristaleiðarvísir að því sama blaði; auðvelt sé að ganga að hverri manneskju á sínum stað eftir lýsingunni á Framhald á bls. 48. anförnum árum hafa sárafáar skáldsögur komið út á íslenzku og enn síður hafa þær aflað höf- undum sínum álits hjá almenn- ingi, nú bregður hins vegar svo við, að upp rís hver rithöfundur- inn á fætur öðrum með rödd svo hvella að bergmálar í eyrum alþjóðar. Á síðastliðnu hausti sendu hvorki meira né minna en fjórir ungir höfundar frá sér sína fyrstu skáldsögu; áður hafa þeir skrifað samtalsbækur, smásög- ur og Ijóð; kannski þeir hafi nú fundið líkt og Rimbaud, að galdur hins síðastnefnda er þrot- inn. Jóhannes Helgi hefur til þessa orðið þekktastur fyrir ævi- sögu nokkurskonar, sem þótti ó- venjusnjöll af þessháttar littera- túr að vera; Ingimar Er- lendur Sigurðsson er kannske okkar bezti smásannahöfundur, en þar er Jakobína í Garði líka ofarlega á blaði. Jón frá Pálm- holti hefur um langt skeið verið eitt okkar þekktustu atómskálda; það heiti skilst mér að notað sé oftast um ljóðasmiði þá er yrkja órímað, burtséð frá því hvaða stefnum í ljóðlist þeir annars fylgja. Og eru þá taldir höf- undar nýju skáldsagnanna fjög- tura. Þrjár þessara bóka komu út hjá Helgafelli, og hefur frum- kvæðið í íslenzka þókamennta- heiminum sjaldan verið fremur VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.