Vikan


Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 21

Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 21
Asgeir vitavörður ásamt konu sinni Jónu Jónsdóttur. Þau eru bæði fædd og uppalin á Hvallátrum. Bæirnir á Hvallátrum eru fjórir, þessi hcitir Að Húsum og par býr Þórður Jónson. Yfir sumartímann er gest- kvæmt, hér cr Ásgeir vitavörður að kveðja aðkomu- fólk. Myndirnar að ncðan: Þetta eru Bjargtangar vestasti oddi íslands, og um leið vestasti hluti Látrabjargs. Lundarnir sitja á bcrgbrún- inni og bæra sig varla þó gengið sé framhjá þeim. Nokkru austan við Bjargtangavitann hcfur Látrabjarg náð á annp.ð hundrað metra hæð og sumstaðar eru krikar inní það líkt og hér. Allar syllur eru krökar af fugli. eða að leggja ó fjallið, sem skilur Hvallátra frá byggðinni við Patreksfjörð. Ekki er fráleitt að sumir kunni að svitna dálítið í lófunum á leiðinni upp hlíðina ofan við Orlygshöfn, sumir verða jafnvel máttlausir í knjáliðum undir þess- konar kringumstæðum. Oq mikið happ er það allavega að þurfa ekki að mæta bíl í brekkun- um þeim. Eftir að uop er komið á fjallið, hlykkj- ast vegurinn um stórgrýtisurðina, seinfarinn og varla hægt að mæla með honum fyrir veiga- litla bíla. Maður hefur það einhvernveginn á tilfinningunni á þessu fjalli, að þetta sé ver- aldarhjari, sem gefur að minnsta kosti borgar- búum hugmynd um algera einangrun og af- skekkt. Þarna hefur maður í einni sjónhendingu allan sjóinn vestur af Vestfjörðum, vafalaust allt vestur á Halamið. En hvað kann ekki að leynast í víkum undir bröttum hlíðum: Þegar minnst varir sést niður á byggingar við eyði- legan fjörð og túnblettur í kring. Breiðavík, þetta er heimili fyrir vandræðaunglinga úr Reykjavík. Það verður ekki hlaupið að þv[ fyrir þá að strjúka heim til sín, en til hvers er verið að hola þessari stofnun þarna niður? Er þetta ekki eins og algert fangelsi þar sem vistmaðurinn hefur til- finningu fyrir fangelsun á eyðieyju án nokkurs sambands við venjulegt mannlíf? Margir eru í vafa um að þessi Breiðuvíkurgeymsla ungling- anna hafi mikil bætandi áhrif á þá en það er önnur saga. rð og grjót, upp í mót. Það er að segja þegar ekki er farið niður brekkur í stað- inn. Það hlaut að koma að því: fjallsbrúnin er framundan og hafið girðir fyrir suðrið. Þarna verður ein af þessum myndarlegu brekkum sem útheimta gætilegan akstur í fyrsta gír og þar fyrir neðan vík milli tveggja núpa, dökkgrænt tún upp af hvítleitri sandströnd, nokkrir bæir ! þyrpingu: Hvallátrar. Það var þarna sem Þórólfur skör nam land og þar vildu allir búa til aldamóta. En nú? Þessi vestasta byggð í Evrópu hefur með nýjum sið- um og viðreisn í landinu orðið dálítið hnípin. Bændurnir eru fjórir: Þórður Jónsson í Húsum, Kristján Sigmundsson í Heimabænum, Daníel Eggertsson á Sæbóli, og Asgeir Erlendsson vita- vörður ! Ásgarði. Og bæirnir standa allir í sama túninu; þar var grænkan dekkri á grasinu en ég hef annarsstaðar séð og taðan bæði kjarngóð og þurrvönd. En hver fer nú um brött fjöll ! af- skekkta vík til þess eins að færa sér ! nytjar kjarngóða töðu? Það minnti mig svolítið á Sel- voginn að koma að Látrum; það liggur eins og í loftinu að byggðin heyri til fortíðinni og þarna verði engan lifandi mann að finna eftir nokkur ár utan viðtavörðinn. Þórður bóndi var ekki heima; það þekkja hann allir úr kvikmyndinni um björgunarafrekið við Látrabjarg og svo er Þórður oft að skrifa ! blöðin. Aftur á móti var Ásgeir vitavörður heima, miðaldra maður með þá rósemi í blóðinu, sem einsetumönnum er helzt gefin, greindur vel og sjófróður um allt, sem lýtur að sögu umhverfis- ins. Ekki svo að skilja að Ásgeir sé einsetumað- ur þó hann sé vitavörður. Hann er kvæntur syst- ur Þórðar og jafnframt vitavarðarstarfinu einn af Látrabændum. En hann var vondaufur um framhald byggðarinnar: — Þegar þessi kynslóð er fallin frá, sem nú býr á Hvallátrum, þá leggst þessi byggð í eyði. Unga fólkið vill ekki búa hér. Reykjavík hefur hirt það allt. Asgeir er fæddur og uppalinn á Hvallátr- um og alla ævi hefur hann átt þar heima. Og vitavörzluna hefur hann haft með höndum í fimmtán ár. Nú leggja forvitnir ferðalangar leið sína yfir fjallið og það er jafnvel daglegur viðburður yfir hásumarið að sjá bíla að sunnan ! hlaði á Hvallátrum. En annars er ekki ærustan eða hávaðinn utan gnýrinn frá hafinu, sem ár og stð klappar ströndinni og Bjargtöngunum, stundum helzt hressilega. í vetur mun hafa verið tíu manns í heimili á bæjunum fjórum. Og kúnum fækkaði um helming ! haust; þær voru fjórar ! vetur, ein á hvern bónda að með- altali. Ásgeir kvaðst eiga sjötíu fjár en samtals eru þeir Hvallátrabændur með þrjúhundruð f jár. Byggðin hefur engar nytjar af sjó lengur, hvorki reka né sjófang, þó eru lendingarskil- Framhald á bls. 49. VIKAN 20. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.