Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 7
Kínverskir
réttir
Framtiald frá
síöasta blaði
Sveppir, sætur pipar og svínakjöt.
200 gr. fremur stórir sveppir, 4 V2 matsk. olía, 1 grænt piparhulstur, 2 tesk. syk-
ur, IV2 matsk. soya sósa, 250 gr. magurt svinakjöt, 1 matsk. hveiti, e.t.v. y2 matsk.
sherry. ,
Skerið sveppina í sneiðar og sjóðið í 1 matsk. olíu í 2 mín. Skerið piparhulstr-
ið í lengjur og steikið í V2 matsk. olíu og bætið 1 tesk. sykri í og V2 matsk.
soyasósu og látið malla í 2 mín. Skerið kjötið í litlar lengjur, veltið því upp úr
hveiti og steikið í því. sem eftir er af olíunni og hrærið stöðugt í á meðan. Hell-
ið olíunni af kjötinu og bætið sherrýinu í, ef það er notað, ásamt því sem eft-
ir er af sykrinum og soya sósunni. Látið sjóða í V2 mín. og hrærið í. Blandið
sveppunum og piparnum í og látið malla aðra hálfa mínútu og berið fram strax.
Soðin gúrka. '
1 stór gúrka, 2 matsk. olía, V2 tesk. salt, pipar, '/4 tesk. þriðja kryddið.
Flysjið gúrkuna og skerið í helming eftir endilöngu og takið kjarnana úr.
Hitið olíuna og sjóðið gúrkuna þar í 1 mín. og hrærið í á meðan. Bætið krydd-
inu í og sjóðið áfram í 1 mínútu.
Bækjur mcð sætum pipar.
2 stór, græn piparhulstur, 41/2 matsk. olía, 2 tesk. soya sósa, 1 tesk. sykur, 1
bolli rækjur, 1 matsk. hveiti, svolítill saxaður hvítlaukur, e.t.v. V2 matsk. sherry.
Takið fræin úr piparnum og skerið hann í litla ferhyrnda bita. Hitið IV2 tesk.
olíu og steikið piparbitana þar í. Bætið soya sósunni I og sykrinum og látið
malla í 3 mín. Veltið þurrum rækjunum upp úr hveiti og hitið það sem eftir
var af olíunni, bætið hvítlauknum í og síðan rækjunum og steikið í V2 mln.
Hellið olíunni, sem rækjurnar hafa ekki sogið í sig, ef þeim og hellið slierrýinu
yfir og bætið piparhulstrinu saman við. Sjóðið í V2 mín. og berið fram strax.
Toppkál.
Saxið 4—6 blöð af toppkáli og sjóðið í 2—3 mín. í saltvatni. Síið vel. Rétt áður
en það er borið fram, er olian hituð og kálinu bætt í. en pipar og engifer stráð
yfir og látið malla í V2 mínútu.
Siir-sætar kjötbollur.
750 gr. hakkað nautakjöt, 2 egg, 3 matsk. hveiti, % bolli olía, 1'/2 bolli kjúklinga-
seyði (teningar), 3 stór græn piparhulstur (skorin í sneiðar), 6 sneiðar niður-
soðinn ananas (skorinn i stykki), 2 matsk. kartöflumjöl, 2 matsk. soya sósa, 1
tesk. þriðja kryddið, % bolli edik, % bolli ananassafi, % bolli sykur. V2 tesk.
salt, nýmalaður svartur pipar.
Gerið 18 bollur úr hakkaða kjötinu. Blandið saman eggjum, hveiti, salti og
pipar. Dýfið bollunum í deigið og steikið í olíunni þar til þær eru brúnar. Tak-
ið bollurnar upp úr og haldið þeim heitum og hellið olfunni úr pottinum, nema
einni matsk., sem er skilin eftir. en út í hana er hellt V2 bolla af kjötsoðinu,
græna piparnum og ananasnum. Setjið lok yfir og sjóðið við meðalhita í 10 min.
Blandið hinum efnunum saman og hellið í og hrærið stöðugt í þar til suðan
kemur upp og sósan verður þykkari. Bætið kjötbollunum saman við og látið
malla í 15 mínútur. Ætlað fyrir 6 manns.
Won Ton súpa.
Won Ton súpa er kjúklingaseyði með fylltu brauði. Fyrst er kjötfylling búin
til í brauðið. síðan brauðdeigið og svo súpan. Fylling: 500 gr. hakkað svína-
kjöt, 1 egg, 1 matsk. soyasósa, nýmalaður, svartur pipar. Blandið þessu vel sam-
an. Deigið: 2 bollar hveiti, 1 egg, lauslega þeytt, 1 tesk. salt. Blandið hveitinu
og saltinu saman og hrærið eggið í, u.þ.b. ’/s bolla af vatni bætt í, nokkrum
dropum í senn, eða þar til deigið er hæfilega þykkt, til að hægt sé að fletja
það út. Hnoðið þar til það er jafnt á borði, sem hveiti hefur verið stráð á, þek-
ið það með hreinu handklæði og látið standa í 20 mín. Fletjið það næfurþunnt
út og skerið í stykki ca. 5x5 cm. Það ættu að verða 18 stk. Látið matsk. af
Won Ton fyllingunni í miðju hvers stykkis og brjótið deigið utan um og limlð
saman brúnirnar með svolítilli eggjahvítu eða vatni. Súpan: 8 bollar kjúklinga-
seyði, soyasósa, 2 matsk. saxaður laukur. Látið suðuna koma upp á soðinu og
látið nokkra Won Ton út 1 og sjóðið í 5 mín. eða þar til þeir fljóta á yfirborð-
inu. Takið þá upp úr, látið renna af þeim og haldið heitum. Setjið þá fleiri
bita út í og þannig áfram þar til allir eru soðnir og setjið þá alla út í súpuna,
þegar hún er borin fram. Soya^ósa borin með og saxaöur laukur, annaðhvort
með eða út á súpuna.
Rafmagnsrakvélar
i miklu iirvali metf og
án bartskera og
h'arklíppum
BLÓMABÚÐIN
ÁLFHEIMAR 6
SÍIVII 33978
REYKJAVÍK
VIKAN 20. tbl. rj