Vikan


Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 30

Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 30
notuð er i skólanum, kannski frá Oxford? — Nei, það er hin venjulega enska af skárra taginu, Standard English. Hún er fallegt mál, og mér finnst hún alltaf fallegri og fallegri eftir því sem ég venst henni meira. — Þið eruð að verða búnar, skilst mér. — Já, við Ijúkum báðar námi í endaðan júlí. — Svo var það ein samvisku- spurning. Hvernig teljið þið að það fari saman að vera leikkona og eiginkona? Hrafnhildur? — Ég hef ekki nema ágæta reynslu af því. Ég hef verið trú- lofuð í sjö ár og gift í eitt, en engu að síður gert allt sem mig hefur langað til, og það hefur í engu spillt sambandi okkar Baldurs, en hann er nú líka dásamlegasti eiginmaður i heimi, og það er þér óhætt að undirstrika! Það gerir ekkert til þótt hjón eða kærustupör dvelj- ist langdvölum fjarri hvort öðru, það skerpir bara kærleikann. Og ef hann þolir ekki að- skilnaðinn — það er að segja kær- leikurinn — þá er hann varla þess virði að upp á hann sé púkkað. Fyrir mig hefur það líka verið ó- metanleg stoð á námsbrautinni, að foreldrar mínir hafa hjálpað mér eftir fremsta megni. — Já, þú ert nú líka svo heppin að eiga mann, sem hefur áhuga og góðan skilning á leiklist, segir Jón- ína. — En slíkir menn eru því mið- ur ekki á hverju strái. Ekki gæti ég hugsað mér að giftast kannski verkamanni, sem hefði engan sér- stakan áhuga á mínu lífsstarfi sem leikkona, en vildi þess í stað að ég væri fyrst og fremst húsmóðir. Þess- háttar hjónaband væri fyrirfram dauðadæmt. Því leiklistin er kröfu- hörð, hún heimtar allt manns lif. — Þá væri ráð að giftast leik- ara, eða leikstjóra. Það hafa marg- ar frægar leikkonur gert, eins og Soffía Lóren. — Var hún orðin fræg áður en hún giftist Ponta? Ég held ekki. Og það er heldur billeg leið til frægð- ar að giftast áhrifamanni í leikhús- málum. Nei, ég kæri mig ekki um að giftast inn í leikhúsið. En kannski geri ég samt ekki annað betra. — Hverjar eru svo helztu fram- tíðaráætlanirnar að námi loknu? — Þá skiptir mestu máli að kom- ast á íslenzkt leiksvið. — Og á því ættu að vera góðar horfur, eftir svo prýðilega skólun? — Já, ég er mjög bjartsýn. Það er ég alltaf, stundum einum um of, segir Hrafnhildur og brosir. — Ég er ekki nærri eins bjartsýn, segir Jónína, en ég vona þó að einhver smuga reynist mér opin inn í leikhúsin okkar. Þar er ég reiðu- búin að verða að liði, hvar og hvenær sem min er þörf. Að lokum vildum við segja: Þótt námstímabilið, sem nú er á enda, hafi verið erfitt á margan hátt, þá er okkur Ijóst, að miklu harðari barátta bíður okkar í fram- tíðinni, er við verðum að standa á eigin fótum og brjóta okkur braut í heimi leikhúsanna. ☆ Þorsti Framhald af bls. 23. neitt. Það eina sem hann skynjaði var örmagna þreyta sem hann reyndi af alefli að bsrjast rhóti, eins og maður sem er innisnjóaður og berzt við að falla ekki í svefn. Hann reif sjálfan sig upp úr þessu móki og skipaði mönnunum að halda áfram. Onnur sveit kom þá til þeirra og fylgdist með þeim, þeir voru niu. Börurnar sem þeir höfðu sett saman í mesta flýti voru úr trjágreinum og heldur óþjálar. Einn úr liðinu henti úlpu sinni á börurnar, sneri sér undan, eins og hann byggist ekki við að sjá hana aftur. Þeir mjökuðust hægt áfram. Sól- in var hátt á lofti og steikjandi heit. Yfirforinginn reið aftast, en neyddist til að færa sig fram, vegna þess að daunninn frá hinum særða manni var óþolandi. Rétt eftir há- degi, þegar þeir voru búnir að klöngrast niður á Glasinac slétt- una, gátu þeir náð í kerru og uxa hjá einum bændanna. Svo héldu þeir áfram og nokkru fyrir sólarlag náðu þeir dalnum þar sem þorpið Sokolac var. Þeir liktust einna helzt veiðimönnum, nema hvað þeir voru þöglir og veiðin var sannarlega óvenjuleg. Konur og börn úr þorp- inu söfnuðust saman á enginu fyr- ir framan herbúðirnar. Meðal þeirra var líka kona yfirforingjans. Fyrst í stað hugsaði hún ekkert um skæru- liðan'n, beið aðeins eftir eiginmanni sínum, eins og venjulega. En þeg- ar hinar konurnar fóru að tala í æsingi um manninn á börunum, og þegar fylkingin nálgaðist, hægt og silalega eins og jarðarför, fylltist hún sjálf kvíða og hræðslu. Loks- ins komu þeir. Mennirnir opnuðu hliðið sem var vinstra megin við herbúðirnar, með miklum hávaða. Þetta hlið var aldrei opnað nema þegar komið var með vagnhlöss af eldivið eða heyi. Þar fór yfirforing- inn af baki, hlunkaðist niður eins og dauðþreyttir reiðmenn gera venjulega. Unga konan fann skegg- broddana rífa sig í kinnina og fann þessa kunnu lykt af svita, mold og regni, sem venjulega fylgdi honum, þegar hann kom heim úr leiðöngr- um sínum. Meðan maður hennar gaf fyrirskipanir, stalst hún til að virða bandingjanh fyrir sér. Hann virtist ekki taka eftir neinu í kring um sig. Rammur þefur, eins og af særðu villidýri, gaus upp af hon- um. Þegar yfirforinginn var búinn að gefa skipanir sínar, tók hann í hönd konu sinnar og leiddi hana í burtu, svo hún losnaði við að sjá þegar mennirnir leystu böndin og báru fangann inn. Þegar hann var búinn að þvo af sér mesta skítinn, fór hann aftur út til að sjá hvernig gengið hefði verið frá fanganum. Lazar var læstur inni í kjallaran- um undir íbúð yfirforingjans; kjall- arinn var notaður sem bráðabirgða fangelsi. Hurðin var ekki sterkleg og efri partur hennar var úr járn- rimlum. Læsingin var heldur ekki örugg. Þessvegna varð að hafa varðmann til að gæta dyranna, alla nóttina. Yfirforinginn borðaði litið, en tal- aði því meira við konu sína. Hann masaði um allt og ekkert og var kátur eins og smástrákur. Hann var mjög ánægður, hann hafði loksins náð í erfiðasta stigamanninn, eftir fimm mánaða þvæling, fram og aftur um fjöllin. Hann var oft bú- inn að fá óréttlátar skammir frá yfirboðara sínum ( Rogatica og frá aðalstöðvunum í Sarajevo Hann var ákveðinn í því að fá upplýsing- ar hjá Lazar um hina skæruliðana nöfn þeirra og felustaði, og með því ætlaði hann að vinna til opin- berrar viðurkenningar. — En ef hann fæst ekki til að segja frá því, sagði kona hans mei5 hægð. — Hann gerir það, hann skal, svaraði yfirforinginn og vildi ekki tala meir um það við konu sína. Svo varð hann syfjaður Þreytan lagðist þungt yfir hann, sterkari en hungur hans, gleði eða þrá eftir ungu konunni. Angandi hreinleiki rúmfatanna steig honum til höfuðs, eins og vín. Hann gerði tilraun til að tala, eins og hann fyndi ekki til þreytu, en orðin urðu þvogluleg og þagnirnar urðu æ lengri. Hann féll í svefn í miðri setningu, vinstri 0Q VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.