Vikan


Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 49

Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 49
Sængur Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver, gæsadúns- og dralon-sængur og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Sími 18740. (Örfá skref frá Laugavegi) Vestasta byggð í Evrópu Framhald af bls. 21. yrSi góð. Bjargið hefur heldur ekki verið nytjað í marga áratugi. Þangað er stutt leið, aðeins örfá- ir kílómetrar og vegurinn út þang- að hefst í foksandinum neðan við túnið á Hvalíátrum. SumUm heíur orðið hált á því að leggja í sand- inn á litlum bílum, en úr því er vegurinn greiður fyrir Brunnanúp og út á Látrabjarg. Eg vissi það af afspurn og göml- um skólalærdómi, að Bjargtangar seilast lengst vestur í sjóinn af öll- um útnesjum íslands; ég hugsaði mér alltaf að þar yrði Látrabjarg hæst en því er öfugt farið. Bjargið koðnar niður í ekki neitt allra vest- ast og endar með því að vera ekki reisulegra en svo að maður getur setzt framan á það eins og rúmið sitt og damlað með fótunum í sjó- inn. En örfáum skrefum austar hef- ur bjargið náð fjörutíu metra hæð og þar stendur vitinn; þangað fer Asgeir á Rússajeppanum sinum ann- an og þriðja hvern dag þann tíma sem vitinn er starfræktur, árið um kring, utan júní og júlf. Niðri mal- ar Ijósavélin og þar hefur Ásgeir rúm til þess að láta fyrir berast, ef skyndilega skyldi gera ófært. Það gerir tíðum afspyrnuveður á Bjarg- töngum. Þá rótar hafið upp grjót- inu úr botninum vestan við Bjarg- tangana og stundum verður harkan í veðrinu með þeim hætti að hnefa- stórir steinar koma eins og fall- byssukúlur utan úr myrkrinu og bylja á vitanum. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni, að eins cm. þykkt glerið í gluggum vitans hef- ur þverbrostið undan þesskonar ár- ásum. ustanvert við vitann hækkar bjargið enn; nær þar skammt undan hundrað metra hæð. Þar sitja lundarnir á bjargbrúninni f einfaldri röð, kurteisir fuglar og glæsilega búnir í kjól og hvftt, kannski dálítið forvitnir. Eg hef aldrei komizt svo nærri villtum fugli að frátöldum öndunum á Tjörninni í Reykjavík, sem aldar eru upp við fólksmergð og brauðát. Austar og ofar; Hér er bjargið miklu hærrö, sjálfsagt tvohundruð metrar eða meira, einn veggur nið- ur í sjó. Hér og hvar verða krikar inn f bjargvegginn, þar er allt kvikt af fugli, kvikt eins og f fuglabjargi. Jarðvegurinn uppi á bjarginu er smá nibbóttur og grasið líkt og hálfbrunnið af ofgnótt áburðar en neðar lúrir hafið í hljóðlátum og átakalausum faðmlögum við bjarg- ið á þessum kyrra sumardegi. Nú er ekki kviku að sjá um allan Breiðafjörð. Héðan er Snæfellsjök- u11 í suðaustur; hann sýnist þó vera yfrið nær en þá er hann blasir bezt við úr Reykjavík. Það er freistandi að leggjast á magann á bjargbrúnina og virða fyrir sér síkvika óþolinmæði lífs- ins, sem hrærist í veggjum bjargs- ins. Þar er annrfki Ifkt og í stór- borg, aldrei verður friðarstund f kássunni á syllunum, svo setur að manni óhug við þá tilhugsun að kannski sé þessi sneið af bjarginu komin að því að hrapa og mikið yrði maður lengi á leiðinni niður. [ svoleiðis hrapi lifir maður mörg ár, kannski heila mannsævi segja sumir. Svona er tíminn afstæður. Svo ná sumir gamalsaldri og hafa aldrei upplifað neitt. Það er eins og Jónas sagði: „Oft dó áttræður/ sem aldrei hafði/tvítugs manns/ fyrir tær stígið". Það setur að manni óhug og maður heldur sér í gras- nibburnar á brúninni, ef til vill vegna þess að nærstaddir eru með sífelldar viðvaranir um yfirvofandi lífshættu. Svona eru menn orðnir hugdeig- ir í seinni tið og er talsverð aftur- för orðin f þessum efnum síðan þeir fóstbræður gengu um vest- firzkar slóðir, Þormóður og Þorgeir. í Gerplu er frá þvf sagt, að þeir voru eitthvað að paufast meðfram bjargbrúnum og þótti ekki taka því að sýna varfærni. Nema hvað Þor- geir hrasar ofan af bjargbrúninni og nær handfestu í hrísluanga. Sannur garpur eins og Þorgeir var, gat ekki fengið sig til að láta neyðaróp heyrast úr sínum barka og hangir hann þarna lengi dags unz fóstbróður hans Þormóður Kol- brúnarskáld, fann hann og dró hann upp. Þótti Þorgeir þunnt að verða að þiggja lífgjöf og var fátt með þeim félögum lengi á eftir. nn hækkar Látrabjarg til aust- urs, unz það nær 446 metra hæð. þar heitir Heiðnukinnarhorn. En það er miklu austar og þangað höfðum við ekki þolinmæði til að ganga í þetta sinn enda kvöldsett orðið. Bjargið er samtals 16 kíló- metra langt; einhversstaðar í aust- urhluta þess er Flaugarnefið svo- kallaða, frægur staður eftir björg- unarafrekið, sem þeir Látramenn unnu hér ásamt sveitungum sínum 12,—15. des. 1947. Bjargið er mat- arbúr, með gnægð af fugli og eggj- um ef einhver fengist til að taka þá áhættu sem bjargsigi er sam- fara. Á annan hátt verða auðæfi bjargsins ekki nýtt. Fyrr á tímum verzlunaráþjánar, harðinda og hungursneiðar, hefur ábúð á Hval- UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A . HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? I»að cr alltaí sami leikurinn i henni Ynd- isfrið okkar. Hún hcfur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og hcitir góðum verðlaunum handa þeim, scm gctur fundlð örkina. Verðlaunin cru stór ' kon- fcktkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn cr auðvitað Sælgætisgcrð- in Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Bjarni Halldórsson, Fögrukinn 19, Hafnarfirði. Vinninganna má vitja í %;rifstofu LILJU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu bú9 - og flasan ffer VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.