Vikan


Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 46

Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 46
í I i I í PLAST- SKARTGRIPIR Paco Rabanne hefur valdið byltingu í skartgripaiðn- aðinum. Allt sem þið sjáið hér á síðunni má eigna hon- um, eða sumir vildu kannski orða það á annan veg — kenna honum um! Það er um að gera að fá sér þessa skartgripi strax, ef hugurinn skyldi standa til þess, því að slík tízka verður áreiðanlega ekki langlíf. En það má segja að hún sé hressandi tilbreyt- ing í stuttan tíma. Þessir gripir eru gerðir úr hörðu, léttu plasti og aðal- lega er um eyrna- lokka að ræða í öllum hugsanlegum gerðum. Þótt þeir séu stórir, gerir það eyrunum ekkert til, því að þetta plast er lauflétt. En arm- bönd eru líka gerð úr þessu plasti og sjáið þið eina gerð þeirra hér t.v., en á mynd hér t.h. má sjá margfalda og mislita hárspennu úr sama plasti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.