Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 28
Tvær upprennandi leik-
konur
Framhald af bls. 11.
álítur líkjast persónunni, sem
á að túlka, og reynir að líkja
eftir hreyfingum þess. Þessi aðferð
á að koma af stað umsköpun per-
sónuleika leikarans. Sömuleiðis vel-
ur maður músík til að hjálpa sér
að túlka persónuna, og geta þar
jafnt komið til greina háklassísk
verk og dægurlög. Þetta á að
hjálpa manni til að komast í stemn-
ingu. Maður syngur lagið og text-
ann hástöfum. Þegar maður hefur
skilgreint persónuna, velur maður
henni lit, sem virðist falla bezt við
persónuleika hennar. Þegar tekin
eru fyrir leikrit frá ýmsum tímabil-
um, þá verður leikarinn að kynna
sér nákvæmlega hegðun og hátta-
lag fólks á því tímaskeiði og leita
sér auk þess allra upplýsinga, sem
mögulegt er að fá um hlutaðeig-
andi tímabil. Þar til má nefna upp-
lýsingar um málverk tímabilsins,
stjórnmálaástand hlutaðeigandi rík-
is o.s.frv. A allt þetta er lögð gíf-
urleg áherzla. Að sjálfsögðu eru
einnig kenndar allar þær náms-
greinar, sem tíðkast í öðrum leik-
skólum.
Aður en við förum upp á svið,
verður okkur að vera fullkomlega
Ijóst, hvert erindi leikritið á þang-
að, og hvert hlutverk okkar í því
er, hvers og eins. Okkur er inn-
prentað það mjög rækilega, að
leikritið segi sögu, og að hvert okk-
ar sé aðeins hluti þeirrar heildar,
sem söguna segir. Við megum ekki
gleyma því að við erum heild, og
þeir sem reyna að gera meira úr
hlutverki sínu en leikritið gefur til-
efni til eiga ekki heima I þessum
skóla. Þegar okkur er skipað ( hlut-
verk, er fremur tekið tillit til þarfa
leikritsins en þess, hvaða hlutverk
hverju okkar falli bezt í geð.
— Brecht er líklega hátt skrifað-
ur hjá ykkur?
— Já, Berliner Ensemble er ein
af helztu fyrirmyndum okkar.
— Ég geri ráð fyrir, að þetta sé
það sem kallað er Intellectual The-
atre. En hvernig er það með þinn
skóla, Jónína? Er markmið hans
einnig Intellectual Theatre?
— Nei, ég mundi segja að það
væri hið gagnstæða. Við störfum
ekki samkvæmt neinu ákveðnu
kerfi, ekki samkvæmt neinni ákveð-
inni stefnu. Og hjá okkur fær ein-
staklingurinn meiri séns, það er
reynt að láta hvern hafa það hlut-
verk, sem honum hentar bezt. Við
æfum upp leikrit undir stjórn ým-
issa leikstjóra, og hver þeirra hef-
ur sína aðferð.
— Eru skólarnir strangir?
— Já, flesta dagana vorum við
í tímum og æfingum frá því eld-
snemma á morgnana og fram á
kvöld. Það var jafnvel erfitt fyrir
okkur að komast í leikhús.
— Var það helzta tómstunda-
gaman ykkar?
— Já, en svo fórum við líka
stundum í dálítið brjálæðisleg partí,
en við fengum nú fljótt nóg af
þeim.
— Því þá það?
— Parítin þarna eru dálítið öðru
vísi en þau, sem við höfðum van-
izt heima. Þarna er talið skipta
mestu máli að hver maður sé með
glas við aðra hönd sér og kven-
mann við hina. Og engum dettur
í hug að halda partí þarna nema
í íbúðinni sé svefnherbergi, sem
hægt er að fá aðgang að fyrir-
varalaust.
— Mér skilst að þið séuð næstum
einu útlendingarnir í skólunum. Att-
uð þið þá ekki heldur erfitt með
að fylgjast með innfæddum nem-
endum, vegna málsins?
— Við beittum okkur hörðum aga
til að jafna það upp, segir Hrafn-
hildur. — Strax og við komum út,
töluðum við einungis ensku sam-
an, og þeim vana höfum við hald-
ið sfðan. Við tölum ekki (slenzku
nema þegar Islendingar heimsækja
okkur, en við umgöngumst larida
í Lundúnum fremur Ktið. Það er
ekki af þvf að við höfum neitt á
móti því, heldur vegna þess, að
þeim mun meira sem við þurfum
að tala ensku, þeim mun betra
valdi náum við á henni.
— Hverskonar enska er það, sem
2g VIKAN 20. tbl.