Vikan


Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 11
bjuggum í, var illræmdasta slömm- kvarterið í öllum Lundúnum, það var þar sem þeir voru að drepa gleðikonurnar á hverju kvöldi þú manst, og einmitt í götunni, sem ég var að villast um. Þetta er hluti af Paddington; þar er mikið af negrum og allra handa lýður veð- ur þar uppi. — Hversvegna var Hrafnhildur ekki með þér? — Hún var farin heim; tók síð- asta strætó. Eg hafði ekki hugmynd um að þetta væri síðasti strætó, ég vissi ekki fyrr en hún var stokkin upp í og vinkaði mér um leið og hann rann af stað. — Hafðir þú ekki áhyggjur af henni? spyr Baldur konu sína. — Nei, ekki get ég passað hana í stórborginni, ég hef nóg með að passa sjálfa mig. — Þú ættir að skammast þín, seg- ir hann af hneykslunargjarnri á- byrgðartilfinningu ungs stjórnmála- manns. — Það sagði lögregluþjónninn líka, segir Jónína. — Lögregluþjónninn? — Já, það var lögregluþjónn á vakki þarna skammt frá. Ég hafði spurt hann til vegar skömmu áður, og hann svaraði mér auðvitað sam- viskusamlega, en auðvitað villtist ég strax aftur, og þá var ég of stolt til að spyrja hann til vegar á ný, þótt ég sæi hann álengdar. En þegar bllarnir fóru að stoppa hjá mér . . . Já, það er betra en ekki að hafa risavaxin bobbý við hendina, þeg- ar tortryggilegir bílar fara að stoppa hjá manni, kannski fermdir morðingjum, sem keyra rúntinn í alla nóttina, sagði ég. Hann varð steinhissa og spurði hvort ég vissi ekki hverskonar hverfi þetta væri, og svo sagði hann mér það. Sfðan fylgdi hann mér heim og hann skammaði Hrafnhildi fyrir að hafa skilið mig eftir heima. Shame on you, sagði hann. — Svo fluttum við, segir Hrafn- hildur. Hún er gerólík hinni hávöxnu og björtu vinkonu sinni; fegurð hennar svört og gyðingleg í stfl við Jessabel og Salóme, maður saknar þess ósjálfrátt að ekki skuli standa fyrir framan hana bakki með síðhærðu höfði skírara eða bítils, nýafhöggnu að boði einhvers greiðvikins Heródesar. Og kannski gefst þeim Hrafnhildi og Jónfnu síðar tækifæri til að túlka Salóme og aðra stórfenglega kvenmenn á sviði fyrir íslenzka leikhúsgesti; þær eru nefnilega langt komnar með tveggja ára nám við tvo prýðilega leikskóla í Lundúnum, Hrafnhildur í Drama Centre og Jónína í Central School of Speech and Drama. — Já, við fluttum, segir Hrafn- hildur. En raunar var ekki sem verst að vera þarna, margt sniðugt fólk. Á hæðinni fyrir ofan okkur bjó hommi, hann hét Nancy Boy. Ákaf- Itega smart í tauinu og kurteis og séntilmannlegur. En nú erum við f öðru hverfi og þokkalegra og það er að minnsta kosti ekki eins hættu- legt. — Er gott að búa þar? — Við höfum ágætis íbúð, fjög- ur herbergi og eldhús, sem við leigjum ásamt tveimur stúlkum öðr- um. En upphitunin er slæm, eins og yfirleitt í enskum húsum. Þegar kalt var, kveiktum við upp í arn- leit að kvenfólki til að drepa. Og lögregluþjónninn var fljótur til hjálpar, kannski af því hann hefur séð fram á, að umferðarhnútur myndaðist í götunni ef fleiri bflar stoppuðu. — Hann var fyrst fullur af grun- semdum og spurði hvað ég væri að gera úti svona seint, segir Jón- fna. Ég sagðist hafa villzt og svo sagði ég að heima hjá mér á (s- landi væri enginn hræddur við að vera úti að næturlagi, þar væri bjart inum og sátum eins nærri honum og við gátum, og þá urðum við hálfsteiktar á framhliðinni en bak- hliðin næstum frosin. — Og við háttuðum ekki þegar við fórum að sofa, heldur hið gagn- stæða, bætir Jónína við. Klæddum okkur f peysur og föðurlönd, lá við að við settum upp vettlinga. — Og þá væri gaman að fá að heyra eitthvað um skólana ykkar. — Minn var stofnaður 1907, seg- ir Jónína. — í honum eru nú um fjögur hundruð nemendur, en þar eru llka fleiri deildir en leiklistar- deildin. Til dæmis er þar deild fyr- ir menntun til að kenna málhölt- um (börnum t.d.), einnig sviðstækni- deild. En f leiklistardeildinni eru eitthvað fimmtíu—sextíu nemendur, næstum allir Bretar. — Og hvað er ykkur kennt ? — Við lærum allt viðvfkjandi leiklist, framsögn, sviðshreyfingar og svo framvegis. Einnig upplestur, Ijóðalestur og leiklistarsögu. — Hvað er skólinn langur? — Fyrir mig verður hann tvö ár, og þetta er annað árið hjá mér. Það er líka þriðji bekkur, en hann er að- eins fyrir þá, sem ætla að fá at- vinnu við ensk leikhús. — Setjið þið ekki leikrit á svið? — Jú, í minni tíð höfum við æft upp ýmis merk leikrit, bæði nútfma- leikrit og svo Þrjár systur eftir Tsé- koff, Rómeó og Júlíu Shakespeares, í deiglunni eftir Miller og Þjóðnfð- ing Ibsens. — Leikið þið fyrir almenning? — Nei, okkur f öðrum árangi er það algerlega bannað. En það er leikhús tengt skólanum, Embassy Theatre. Þar setja nemendur þriðja árgangs á svið leikrit fyrir almenn- ing. — En hvað um þinn skóla, Hrafn- hildur? — Þetta er nýr skóli, sem hefur starfað í aðeins þrjú ár og hefur fimmtíu nemendur. Við iærum kerfi, sem kallast Rudolf Laban kerfið; öll kennslan fer fram samkvæmt þvf, og eru slíkir leikskólar kallaðir Met- hod Schools of Drama. Grundvöllur kerfisins er að einhverju leyti sótt- ur í Heimspeki Þjóðverjans Jungs, en sá sem hefur einkum mótað það og rutt þvf braut við leikhúsin er Svíi að nafni Yat Malmgren, sem er skólastjóri og kennari við Drama Centre og kennir einnig við þjóð- leikhús Englendinga. Þjálfunin sam- kvæmt þessu kerfi byggist ekki hvað sfst á að læra það sem kallast á ensku Psychological Movements on the Stage. — Geturðu skýrt það nánar fyr- ir okkur? — Það er erfitt í fáum orðum, en við byrjum á þvf að gera okkur grein fyrir því hvernig persónan, sem við leikum, er samansett, og svo túlkum við sálræn viðbrögð hennar mpð hreyfingum á sviðinu. Það fer kannski eins langur tími [ að komast til botns í persónunni, eins og að æfa hlutverk hennar. Ymsar undarlegar tækniaðferðir eru notaðar til að öðlast fullkomið innsæi í hlutverkið, sem maður túlk- ar. Maður velur dýr, sem maður Framhald á bls. 28. VXKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.